Betri Nónhæð: Samtök stofnuð með skýr markmið


Mynd_2007-08-09_20-25-07(Til að prenta út skýringamyndir eða teikningar smellið á myndina og smellið svo aftur til að fá frummyndina.)
Öll sæti voru setin á vel heppnuðum fundi íbúa í Nónhæð (Kópavogsmegin).  Samþykkt var stofnun íbúasamtaka til að standa vörð um óbreytt aðalskipulag og aðra hagsmuni íbúa varðandi skipulag í Smárahverfi og næsta umhverfi þess. Íbúum Nónhæðar þykir hverfið sitt hafi verið vel hannað í upphafi og vera í góðu jafnvægi eins og það er og því megi ekki fórna. Mynd_2007-08-09_20-05-38Gullsmáraháhýsin eru nyrst og neðst í hverfinu sem þá hvorki varpa skuggum á hverfið né draga umferð inní það, þá þynnist byggðin upp hæðina og á kollinum var gert ráð fyrir grænum fögrum útsýnisgröðum og eins konar kirkju Baháía.

Mynd_2007-08-09_22-05-00Dyr út í landslagið
Fyrirliggjandi hönnun Nónhæðarkollsins sjálfs vísar til íslenskrar náttúru og menningar enda kölluð "Dyr út í landslagið". Þó Baháíar séu hættir við gildir skipulagið og má auðveldlega hafa garða í sama anda og margt annað fagurt getur risið á sjálfum byggingareitnum svo sem náttúrumynjasafn með útsýnishvelfingu eða annað en óteljandi uppástungur komu á fundinum og myndi þær því ekki skorta ef á annað borð væri óskað eftir þeim. Þá var í fyrirliggjandi gögnum aðeins gert ráð fyrir í fyrsta áfanga að gagna frá görðunum með gróðurvhilft á þeim punkti sem bænahúsið átti að rísa en það myndi verða byggt síðar þegar fjárhagur leyfði. Eins þó þeir séu farnir má fara sömu leið og ganga frá görðunum og græna reitnum og leyfa framtíðinni að ráða hvaða fagra hús í þágu samfélagsins verður reist í garðinum.

Mikilvæg samfelld gönguleið milli grænna svæða Kópavogs
Mikilvægt er líka að tapa ekki græna kollinum á Nónhæð sem framhaldi af "græna geiranum" upp Nónhæð sem aftur ef brugðist er við strax gefur færi á gönguleiðum yfir á Hnoðraholt og Gustssvæðið og þaðan á samfelldum grænum svæðum í nýjum hlutum Kópavogs alla leið að Elliðavatni. Ef þessum möguleika verður nú fórnað tapar Kópavogur framtíðarinnar afar miklu. Sjá kort hér Þessi leið gefur einnig mikla möguleika fyrir Aðalskipulag Kópavogs með gönguleiðum um Nónhæðíbúa eldri hverfa Kópavogs að nýta sér reiðleiðir frá Gustssvæðinu sem nú verða aflagðar sem slíkar en voru lagðar eftir öruggum opnum svæðum og um há og rúmgóð göng þar sem þær skáru vegi og akstursleiðir, þær er auðvelt að gera að göngu og hjólaleiðum.

Non_Teikn_ThrengriÆtlað til samfélagsnota en ekki til einkanota
Aðalatriðið er að það svæði sem verktakar vilja nú byggja á er í gildandi skipulagi ekki ætlað til einkanota heldur í þágu íbúanna og til samfélagsnota. Annarsvegar sem grænt opin svæði með fögrum skrúðgörðum og hinsvegar undir hús með samfélaglegt gildi,Non_Teikning001g og þannig hefur það verið skilgreint í skipulaginu frá upphafi.

Nú er enn meiri ástæða en áður til að halda í og ganga frá græna kollinum á Nónhæð. Með nýjum samfelldum byggðum upp að Elliðavatni, gríðaháum háhýsabyggingum rétt í næsta nágrenni okkar við Smáratorg og Smáralind, Nónhæð_ljósmG7Bfréttir af enn hærri húsum á Zinkverksmiðjulóðinni og svo ekki síst eftir að Gustssvæðið er aflagt sem grænt svæði með útivistargildi þar sem einnig á að byggja hátt og mikið í þágu verslunar og viðskipta, þá er enn ríkari ástæða en áður til að standa vörð um græna kollinn á Nónhæðinni og nýta hann til að tengja saman græn svæði í eldri og nýrri hverfum Kópavogs.

EN hvað merkja 9-14 hæðir inn í grónu hverfi sem er fyrir bæði fagurt og í góðu jafnvægi (Myndir mínar um Nónhæðarmálið má afrita og prenta í þágu málsstaðarins um óbreytt skipulag á Nónhæð):Arnarsmari Turn3
Arnarsmari Turn9Hvítt
Arnarsmari Turn14HvíttGullsmari Svart_textiGullsmari Svart_uppi

Frá Nónhæð getur verið sérlega fagurt útsýni. Hér koma nokkrar myndir teknar þaðan:B_Keilir_Gardabaer_4309B_Kop&Moskardahnjukar_9758vDSC_6835B_Kop&Jokull_5445City0006Skjabord_HJH_001Mynd_tekin_ 2005-01-20 023337PMB_KopavogsKirkja_1821kMynd_tekin_ 2004-09-21 055038PMB_KopavogurN_0992Mynd_2007-07-02_16-15-24 (1)DSC_5805

 

  

 Nonh_Jokull_01M

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Helgi.

Það eru ótrúlega fallegar myndirnar þínar sem eru teknar frá Nónhæðarkollinum og væri óskandi að yfirvöld í Kópavogi myndu sjá að sér og sjá að eina rétta í stöðunni er að halda þessu svæði eins og það er skilgreint í núgildandi aðalskipulagi.  Það eru svo ótal möguleikar á að nýta þetta land til hagsbóta fyrir íbúa Kópavogs og nærliggjandi sveitarfélaga.  Og að loka á þetta er að sjá ekki framtíðina fyrir sér. 

 Það er enginn hörgull á byggingalandi og óþarfi að vera að taka þennan græna reit undir byggingar.  Það hefur orðið breyting á veðurfari á Íslandi og hlýnun og þar fyrir utan er mikil vakning í sambandi við útivist.  Öll sveitarfélög ættu að keppast um að bæta aðgengi íbúa að grænum svæðum í stað þess að taka þau undir byggingar.

Þess væri óskandi að bæjarstjóri Kópavogs tæki af skarið og sýndi bæjarbúum og íbúum nærliggjandi sveitarfélaga að Kópavogur sé í fararbroddi þegar talað er um heilsu og útivist.  Bæjarstjóri Mosfellsbæjar tilkynnti á dögunum að þar myndi opna leikjagarður.  Það yrði eini leikjagarðurinn á öllu höfuðborgarsvæðinu.  Ef Nónhæðargarðurinn yrði að veruleika væri það til mikils sóma fyrir Kópavog.

Guðrún Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband