Kópavogur í klemmu

Er þetta svæði fyrir börn og fjölskyldur?

Margir urðu til þess að vara við því að Kópavogur væri við það að klára á stuttum tíma allt besta byggingaland sitt. Kópavogur væri ekki til þess fallinn til lengdar að bjarga höfuðborgarsvæðinu um byggingaland, klemmdur á milli Reykjavíkur annars  vegar og gamla Bessastaðahreppsins hinsvegar  þ.e. Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Álftaneshrepps. 
En byggingagörpum lá á og nú á Kópavogur vart lengur annað byggingaland en það sem finna má á grænum reitum í eldri hverfum, stundum með enduruppbyggingu á gömlum athafnasvæðum og svo með því sem skapa má með landfyllingum.

Við svokallaða þéttingu byggðar skapast margháttuð vandamál. Óvíða á byggðu bóli eru skuggar jafn langir og á Íslandi, sólin er ekki beinlínis hátt á lofti. Þegar af þeirri ástæðu er ógerlegt að byggja á Íslandi eins og t.d. í sólarborginni  Benidorm. Ef einhversstaðar er ekki hægt að byggja hátt og þétt er það á Íslandi vegna sólarstöðu.

Um landfyllingar og bryggjuhverfi má svo spyrja hversvegna þarf að hætta öryggi barna og annarra til að byggja bryggjuhverfi á Íslandi, þar sem í ofanálag landhæð hefur breyst meira frá t.d. ísöld en  annarsstaðar í Evrópu. Í nýskipulögðu bryggjuhverfi í Kópavogi eru börn sýnd að leika á bryggjubakkanum, halda jafnvægi á brúninni og sitjandi á bakkanum.

Hönnuðirnir sem blygðunarlaust sýna börnin með þessum hætti vitna til bygginga í Helsinki og í Amsterdam til sanninda um ágæti bryggjuhverfa. Um það er að segja að Helsinki er við Eystrasalt og Helsinkiflóa og þar er alls enginn munur á flóði og fjöru og borgin sjálf er byggð á fjölda skerja og eyja sem gera erfitt um vik að nýta ekki bakkana. Amsterdam er byggð undir yfirborði sjávar og hefur síkjakerfi með jafnt og stöðugt yfirborð sem þarf að dæla úr yfir sjávarmörk og getur því heldur ekki komist í burtu frá þeim aðstæðum. Í Kópavogi hinsvegar er yfir 5 metra munur á flóði og fjöru og alls engin þörf á þessari glannalegu nýtingaleið bryggjubakka undir íbúðabyggð með landfyllingum. Það er leið sem hvergi er farin nema í algerri neyð og þá með margvíslegum ráðstöfunum til að tryggja öryggi, Öryggi barna er t.d. miklu meira ef byggt er alveg útí sjó alla línuna þannig að ekkert vistsvæði nema svalir með góðu handriði snúi að sjónum. - EN með 5 metra mun á flóði og fjöru er það tæknilega erfitt og ekki sami rómantíski glamúrblærinn yfir því og með bryggjubakka fyrir skip og skútur og sem hægt er að leika sér við að halda jafnvægi á og dingla fótunum framaf.

Mynd_2007-07-26_15-36-04

 Mynd_2007-07-26_15-47-15 Hafnarfjörður engu skárri og á þó enn nóg byggingaland

Sami forkastanlegi glannaskapurinn er í gangi í Hafnarfirði. Ég athugaði þar hvort einhver könnun hefði verið gerð á öryggi barna við þessar aðstæður sem nú er verið að byggja við á Norðurbakkanum og þar sem húsin annarsvegar byggð fram á bryggjubrún og hinsvegar svo nálægt umferðagötunum Vesturgötu og Fjarðargötu sem mögulegt er, en samkvæmt könnun og fyrirspurnum mínum var enginn sem hafði kannað stöðu barna í svona umhverfi og enginn spurði við meðferð málsins um öryggi barna á hafnarbakkanum á Norðurbakka í Hafnarfirði við þessar aðstæður, hvorki í bæjarstjórn eða nefndum sem fjölluðu um málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Ég er nokkuð viss um að Garðbæingar hinu megin við hæðina standa með ykkur

Gangi ykkur vel í barátunni við bæinn, og einkaframtakið sem er að koma aftan að hlutunum.

Brynjar Hólm Bjarnason, 12.8.2007 kl. 17:20

2 Smámynd: Magnús Jónsson

einn athugasemd héðan, fyrir er fjara með þessum flóðamun enginn hefur orðið fyrir skaða af hingað til, hvers vegna ætti börnum að vera hættara ef byggð er þétt nálægt sjó ? að mínu viti er lítið hald í rökum sem byggja á nær engu öðru en að vera á móti.  

kveðja Magnús 

Magnús Jónsson, 12.8.2007 kl. 21:31

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll Magnús

Það er regin munur á náttúrlegri fjöru og bryggjubakka, það er jafnvel til muna skárra að bakkinn sé úr stórgrýti sem lítil börn geta vart klöngrast yfir en þver og aðdjúpur bryggjubakkinn rétt við húsgaflinn. Í Hafnarfirði eiga t.d. skip áfram að geta lagst að bakkanum skv skilmálum þó aðeins 10 metrar séu í íbúðarhúsin svo ekki verður hægt girða bakkann af.

Í ytra hverfinu í Kópavogi þaðan sem teiknuðu myndirnar eru á þetta að vera skútuhöfn og engir skilmálar eru í gögnum um að tryggja öryggi barna heldur eru beinlínis bryggjubrúnin merkt sem "dvalarsvæði". Þar sem er 5 metra munur á flóði og fjöru og gefið er að bakkinn og húsin verða að standa vel uppúr jafnvel í háflóði og á sama tíma þurfa skútur að geta legið við án þess að kjölur snerti botn þegar fjara er mest, er augljóst að æði mikið dýpi þarf fram af bryggjubrúninni. 

Bæjarstjóri Kópavogs segir nú að hann reikni ekki með að fólk með börn sé svo vitlaust að kaupa sér íbúðir þarna (væntanlega þar sem börnum er augljóslega ekki óhætt þar) það verði bara miðaldra fólk sem búi þarna, en jafnvel í fullkomnum heimi Gunnars á miðaldra fólk bæði börn og barnabörn.

Helgi Jóhann Hauksson, 12.8.2007 kl. 22:54

4 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Sæll Helgi,

Þú átt hrós skilið fyrir að vekja athylgi á þessum skipulagsslysum sem eru í uppsiglingu í Kópavogi. Bæjarstjórn Kópavogs virðist ætla að valta yfir íbúana einu sinni enn. Það er óskandi að eitthvað tillit verði tekið til mótmæla fólks, en ekki líklegt miðað við fengna reynslu.

Svala Jónsdóttir, 13.8.2007 kl. 00:13

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það mætti halda að einn mesti vandi sem landinn glímir við þessa dagana sé plássleysi. Alveg með hreinum ólíkindum sá umhverfisfasismi sem viðgengist hefur hjá bæjaryfirvöldum og verktökum. Vona að ykkur íbúunum takist að hemja þess þróun. Það er kominn tími til. Gangi ykkur allt í haginn í baráttunni. Þetta bryggjuhverfarugl er svo fáránlega vitlaust að mínu mati, að engu tali tekur. Hvernig fer fyrir þessum húsum í næsta Básendaflóði til dæmis? Halda menn að annað eins eigi aldrei eftir að gerast aftur? Það skyldi enginn vanmeta sjóinn og kraft hans. Ef hafið tekur sig til og skellur af fullum þunga á þessar landfyllingar er ljóst að við munum standa frammi fyrir miklu mann og eignatjóni. Það er ekki spurning hvort, heldur hvenær. Þá fer nú mesti glamúrinn af þessu bölvaða rugli. Trúi því tæpast að fólk með ung börn geti verið svo óábyrgt að búa á svona hamfarasvæðum, sem þessar landfyllingar eru. Guð hjálpi þeim sem þarna koma til með að búa þegar ósköpin dynja yfir.  

Halldór Egill Guðnason, 13.8.2007 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband