Allir Kópavogsbúar ættu að senda andmæli vegna Kársness

Nonh_Jokull_01M Þann 3. september rennur út framlengdur skilafrestur á athugasemdum við stækkað hafnarsvæðis á Kársnesi. Stórkallalegar áætlanir sem í heild eru settar fram í svokölluðu rammaskipulagi fyrir Kársnes eru bútaðar í 10 parta og síðan er hver partur borinn á borð sérstaklega eins og hann komi hinum ekkert við. Nú er semsagt verið að auglýsa eftir athugsemdum vegna hafnarsvæðispartsins. Stækkun hafnarinnar leiðir til aukinna þungflutninga þvers og kruss um allan Kópavog auk þess sem Kársnesið og Fossvogurinn er sameiginleg verðmæti allra Kópavogsbúa sem verið er að ganga illa á.

Það eru því fullar forsendur fyrir hvaða Kópavogsbúa sem er til að senda inn andmæli á skipulag@kopavogur.is Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er allstaðar bæði á Íslandi og Evrópu verið að færa hafnarstarfsemi fyrir skip út fyrir byggð ef hægt er - nema í Kópavogi þar sem verið er að byggja hana upp inní byggð. Stækkun hafnarsvæðisins skerðir því lífsgæði í Kópavogi. Meira má sjá um efnið á www.karsnes.is

Þetta þarf ekki að vera flókið ein setning gerir gagn. Munið að taka fram að verið sé að mótmæla stækkun hafnarsvæðisins á Kársnesi og setjið undir fullt nafn heimili og kennitölu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er mitt atkvæði gegn þessari vitleysu

Gunnar Atli Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 22:12

2 identicon

Auðvita á ekki að stækka höfnina. Heldur væri gáfulegra að leggja auka gjöld á íbúa á Kársnesinu sem samsvarar áætlaðri innkomu á hafnarsvæðinu. Ef það er svo gott að búa þarna sé ég ekkert að því að fólk borgi aukalega fyrir það.

Jón (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 14:59

3 identicon

Oboðslega er þetta falleg mynd og flott sjónarhorn. Hvar er hún tekin?

Sigga (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 16:33

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Takk Sigga! Myndin er tekin frá Nónhæðinni.

Jón þegar menn kaupa húsin sín borga þeir það verðmæti sem í staðsetningu þeirra felst. Þessvegna eru hús dýrari hér en á Suðureyri.

Kársnesingar eru sannfærðir um að það verðmæti sem þeir sóttust eftir með því að ákveða að eiga þar heimili sitt og var í raun lofað með skipulagi bæjarins, muni skerðast við þessara framkvæmdir.

- Þess utan hefur aldrei verið sýnt fram á að höfn í Kópavogi sé þjóðhagslega arðbær fremur hitt að samfélagið í Kópavogi greiði með henni, bæði vegna stofnkostnaðar og reksturs og vegna skerðingar á öðrum gæðum svo sem vegna þungaksturs um götur, hávaða, mengun og að höfnin takmarki mögleika sæðisins en auki ekki. Auk þess sem hafnarstarfsemi ar jafnan sett útfyrir byggð í dag m.a. vegna hávaða frá henni.

Helgi Jóhann Hauksson, 2.9.2007 kl. 16:32

5 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Það var einhveratíma haft eftir Gunnari Birgissyni að Byko vildi fá höfnina í Kópavogi til að landa og nýta sér aðstöðuna þar. Ég var að tala við enn sem vinnur hjá Byko og hann sagði mér í óspurðum fréttum að þeir vildu ekkert með þessa höfn hafa það væru til aðrar og betri hafnir sem þeir vildu nota.

Brynjar Hólm Bjarnason, 2.9.2007 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband