Björn Ingi hættir í stjórnmálum

bjorn_ingiÉg hef séð það gerast nokkrum sinnum í gegnum tíðina að ef ungir menn ná „of bröttum“ frama og athygli í stjórnmálum þá er eins og gefið sé opinbert veiðileyfi á þá í samfélaginu, í fjölmiðlum og í þeirra eigin flokkum og bókastaflega ráðist á þá úr öllum áttum og loks klipptir fæturnir undan þeim úr návígi innan þeirra eigin flokks.

Það er að sönnu sagt að nýir vendir sópi best og á vel við um unga stjórnmálamenn - en það fylgir því að vera ungur að skorta reynslu. Þegar víða er stígið niður fæti er óhjákvæmilegt að ungir óreyndir menn misstígi sig af og til - nóg til að úlfar og hýenur sem elta í slóðina geta með eljuseminni og einbeittum vilja fundið veikleika ungu mannanna og ráðist til heiftúðugra árása. - Fáir þola margar slíkar atlögur.  - Ég held að Björn Ingi hafi verið mjög efnilegur stjórnmálamaður og ekki haft aðra galla en þá sem eldast af honum þ.e. ungan aldur og reynsluleysi.  Hann stóð sig ótrúlega vel undir mjög hörðum árásum en ég skil líka vel að hann sitji ekki undir þeim endalaust. 

Ég held t.d. að Björn Ingi hafi ekki tamið sér að talað illa um aðra í fjölmiðlum.
Þá kalla ég það heldur ekki að tala illa um aðra að tjá þá skoðun sína innanbúðar við aðra flokksmenn að einhverjir hafi ekki kjörþokka, það er ekki margt sem flokksmenn mega spekúlera ef þeir geta ekki velta því fyrir sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Jón

Það er undarlegt að bera saman síðustu 2 greinar. Ég er sammála þeirri síðustu, en Bingi uppsker það sem hann sáði sjálfur.

Oftar en einu sinni kom Bingi í fjölmiðla til að svara fyrir einhverja gloríu, en í stað þess að svara gróf hann upp eitthvað "vafasamt" um aðra í sjónvarpssal og lét umræðuna snúast um það. Er allt í lagi að gera eitthvað af sér ef aðrir gera það líka?

En eru siðblinda, eiginhagsmunagæsla og almenn græðgi ekki gallar á stjórnmálamanni eða eldast þeir af fólki?

Einar Jón, 24.1.2008 kl. 07:57

2 identicon

Það var mikið að einhver skrifaði af viti , eftir þvílíka drullu sl. daga um ungan mann sem á fjölskyldu!

Ég man ekki eftir öðru eins , bara aldrei nokkurn tíma.

Að mínu mati er þetta hárrétt ákvörðun hjá Birni Inga, en hann kemur aftur veriði viss.. Hann er fylgin sér þessi strákur og góður maður.. þvílík blaðamennska og blogg frá fólki sem þykist vita allt.. Fólk tekið opinberlega af lífi..

Ég fagna því að þessi skrif eru skrifuð hér að ofan af sjórnmálafræðingi en ekki einhverjum bitrum einstaklingi sem veit ekki rassgat í sinn haus.

Fylgi nýja meirahlutans segir allt sem segja þarf ! og hana nú.

Áfram Björn Ingi.!!!!!!!

Valdís

Valdís (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 11:15

3 identicon

Til upprifjunar:

Ólafur F. í Silfrinu 2. des. 07
Hér er slóð á viðtal við Ólaf F. Magnússon í Silfri Egils 2. desember síðastliðinn:

http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/geyma/olafurf.2007-12-02.wmv


Kristján Þór Júlíusson um nýja meirihlutann í Reykjavík:
http://www.visir.is/article/20080124/FRETTIR01/80124016


Hér er því haldið fram að sjálfstæðismenn hafi lekið upplýsingum um heilbrigðisvottorð

Ólafs F,Magnússonar:

http://eyjan.is/hux/2008/01/22/bjortu-hli%c3%b0arnar/


kv. gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 18:04

4 identicon

Tel Björn Inga hafa gert rétt með afsögn sinni,hann veit að það er búið að koma honum vel fyrir í þykku embætti.En hann mun ekki fara í það starf strax,hann mun byrja í rólegri starfi í einkageiranum fyrst,síðan mun feitt starf svotil´´ óvænt´´ bíða hans.

jensen (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband