Krónan er varnarlaus fyrir ofur-gamblerum heimsins

Richard Portes kemur einmitt hér að kjarna málsins að þó ríkissjóður sé sterkur og þó bankarnir eigi hlutfallslega miklu meira eigið fé en t.d. bandarískir bankar og þó efnahagsmálum sé hér almennt vel stjórnað og þó mikil verðmætasköpun hafi verið í gangi - þá er krónan svona lítil svo freistandi bráð fyrir risa-gamblera heimsins að þeir geta rústað öllu sem við höfum byggt upp nánast í einni andrá til að græða á hruni krónunnar - svo tala menn um að við séum fullvalda núna verandi þó eins og leiksopur risa og segja að fullveldið skerðist við inngöngu í ESB og upptöku evru.
mbl.is Segir Ísland afar vel rekið land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Saell vertu Helgi

I fyrsta lagi langar mig til ad hrosa ther fyrir afskaplega ahugaverduga pistla her a blogginu thinu. En mig langar bara ad spyrja thig hvad ther finndist um adrar hlidar a ESB samningnum. Satt er thad ad gaeti verid hagkvaemt fyrir efnahag thjodarinnar almennt, og ad vel yrdi tekid i tharfir okkar vardandi fiskimidin. En thad eru thrir punktar sem eg verid ad velta minum vongum yfir. Fyrst, myndi innganga okkar i ESB ekki ganga fram af landbunadi okkar? I odru lagi, thar sem thjodfelag okkar er afskaplega vidkvaemt gagnvart innflutningi a erlendu folki (sem folk litur oft a einungis sem vinnuafl), vaeri skynsamlegt a thessari stundu ad opna landid fyrir hverjum sem er ur ESB rikjunum, sem langar til ad koma til Islands til ad vinna? I thridja lagi, myndi lydraedi okkar og sjalfstaedi ekki skerdast til muna? Lissabon samgningurinn er eitt gott daemi um thegar vilji almennings var snidgenginn (sem var otviraedur ut fra thjodaratkvaedisgreislunum i Frakklandi og Hollandi).

Mig myndi gjarnan vilja heyra thitt innlegg vardandi thessa thaetti. Med fyrirfram thokk.

Mikael Allan Mikaelsson (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 18:19

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta kjaftæði er hannað ofan í fábjána - með fullri virðingu.

Ríkissjóður Íslands er í raun gjaldþrota þar sem hann og seðlabankinn eru hlægilegir dvergar sem í raun hafa ekkert með það að gera sem fótósjopp og auglýsingaruslpóstur hafa logið hann í. Lygi verður ekki að sannleika með því einu að hver éti hana eftir öðrum. Fyrir gjaldþrotið er erlend staða ríkissjóðs neikvæð um 243 milljarða skv. upplýsingum seðlabankans og vafalaust eru heildarskuldir hans amk. 300-350 milljarðar. Hvernig þetta þegar fallít batterí á 1. að skaffa seðlabankanum gjaldeyrisvarasjóð til að verja krónuna og eiga fyrir krónískum viðskiptahalla og 2. halda uppi  kommúmískum atvinnuleysisgeymslum (skattaæði- og ríkisútþenslutryllingur kommúnistanna sem hér ráða toppar allt innan OECD) er mér hulið. 

Baldur Fjölnisson, 26.3.2008 kl. 22:20

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Við stöndum vel að vígi þar sem við búum yfir orku. Það er lykilatriði. Það ætti að geta tryggt okkur sterkan gjaldmiðil. En erlendar eignir hér hafa selt orkuna með afslætti í bullandi seljendamarkaði á orku. Bush - Alcoa - Bechtel- Dabbi - Berlusconi - Impregilo - það laðast hvað að öðru sem deilir sameiginlegum gildum, eitthvað dregur þetta fasistahyski að okkur á afsláttarkjörum. Þarf ekki að taka á þessu? Þykjumst við ekki hafa hefðbundin geðvistunarúrræði? Hvert er raunverulegt hlutverk ríkisstjórnar og seðlabanka?

Baldur Fjölnisson, 26.3.2008 kl. 22:53

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll Mikael og þakka þér spunringarnar

Mér er sagt að batteríið sem tók við af GATT-samningnum* afgreiði í nýjustu útgáfu samningsins í raun landbúnaðarmálin með þeim hætti að ESB-aðild myndi síst gera stöðu hans verri. Það er þó að því gefnu að hann teljist í ESB vera heimskautalandbúnaður eins og Finnar fengu framgengt og að samningamenn okkar gæti hagsmuna hans til hins ýtrasta við samningaborðið. -  Jafnvel forystumenn landbúnaðarins hér hafa tekið undir þetta. - ég þekki þó ekki landbúnaðarmálin eins vel og sjávarútvegsmálin.

-

- Frjálst flæði vinnuafls gildir nú þegar vegna EES samningsins, samt hafa það ekki verið ESB búar sem hafa fjölmennt hingað, þ.e. pólverjar voru ekki í ESB þegar þeir tóku að streyma tilfiskvinnlsu fyrir 15 árum og allar götur síðan þó Pólland sé nú loks gengið í ESB.

- Ef tilefni og vilji væri til og sterk rök mætti leggja fyrir því væri frekar möguleiki með aðildarviðræðum að setja nýja fyrirvara sem ekki eru nú við frjálsu flæði vinnuafls - það mætti í það minnsta reyna. - En flæði vinnuafls versnar ekkert með ESB-aðild það er nú jafn frjálst hingað og á milli ESB ríkjanna. - Ef atvinnustigið lækkaði myndi augljóslega flæði vinnuafls minnka - reyndar myndi ESB aðild ein og sér heldur ekki lækka atvinnustigið.

*(Þ.e. WTO sem byggir á þremur alþjóðsamninga um heimsviðksipti (The General Agreement on Tariffs and Trade (GATT) (for goods), and the General Agreement on Trade in Services (GATS). (The third area, Trade-Related Aspects of Intellectual Property Rights (TRIPS))

Helgi Jóhann Hauksson, 27.3.2008 kl. 01:10

5 identicon

Ég vil líka freka EUR en ISK, krónan stendur ekki á móti heimssveiflunum í dag frekar en áður. Það að verðmæti virtust myndast á verðbréfamarkaði fannst mér alltaf mjög skrýtið, staðreyndin er að mest verðmæti eru í að vera skuldlaus og framleiða vöru sem einhver vill kaupa. Ég skynja ekki verðbréfaviðskipti sem vöru, það eru væntingalán þar sem ekki er búið að ákveða hver borgar reikninginn. Eða getur verið að það sé spilað þar? Ég man eftir verðbréfaviðskiptunum með Íslenska Erfðagreiningu fyrir ca. 7 árum, var á einhvern hátt spilað með fólk þannig að sakleysingar borguðu? Íslensk Erfðagreining er sennilega gott fyrirtæki, hugsanlega er það fyrirtæki sem gefur barnabörnum okkar arð og börnum okkar lengra líf...? 

Ég sé ekki fyrir mér að erlend samkeppni eyðileggi íslenskan landbúnað, hann grisjast hugsanlega. En er það endilega slæmt, sum smærri býli hafa ekki efni á að halda sjálfum sér uppi og þá er kominn tími til að hætta og snúa sér að öðru, gæti jafnvel verið eitthvað sem hefur með landbúnað að gera. Hugsanlega heimaframleiðslu á býlunum, þannig gætu þeir sem kunna eitthvað mjög vel hugsanlega lifað góðu lífi áfram. Af hverju á að gilda annað lögmál fyrir landbúnað en aðrar framleiðslugreinar?

Mér finnst að erlenda vinnuaflið sé auður í kassann, líka verkalýðsfélaganna, því þótt svo "pólverjarnir" spyrji mikið um rétt sinn hef ég sjaldnast heyrt um að þeir taki mikið út í formi réttinda sinna. Allt þetta fólk sem kemur hingað borgar skatt, útsvar og co. Fæstir kosta samfélagið eitthvað, fangelsiskostnaður er dýr en innkoman er miklu meiri.

Það er erfitt að hugsa til þess að "missa sjálfstæði sitt" fyrir þjóð sem barðist... eða barðist kannski ekki svo mikið... Mér finnst eiginlega að íslendingar séu hjörð sem fylgir fjöldanum, þannig að þegar sterkur leiðtogi kemur fylgjum við. Ég vil að við berjum í okkur sjálfstraust og trúum því sterkt og innilega að samheldnin haldi okkur á floti þótt svo fáir sem hafa auðgast sterklega á stuttum tíma trúi þvi ekki og yfirgefi bátinn, eða amk gefa ekki upp tekjur sínar á Íslandi á þessum tíma. Við höfum allt til að bera til að standa okkur í samkeppni, þ.e. ef við gefum fólki sjens á að lifa af og kæfum ekki tækifærin í vöxtum og vaxtavöxtum.

KátaLína (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 02:58

6 identicon

Kaerar thakkir, fyrir svorin Helgi.

Kvedja

Mikael Allan Mikaelsson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband