Mikilvæg og skýr skilaboð til umheimsins - en vekja spurningar

Bjarni mátar bankastjórastólinnStjórnvöld hafa flutt hér mikilvæg og skýr skilaboð til umheimsins um að íslensk stjórnvöld geti og muni standa við bakið á íslensku bönkunum. Trúlega eru þetta bæði mikilvægustu og réttustu aðgerðir sem stjórnvöld geta gripið til akkúrat í augnablikinu og rétt að endurtaka þau skilaboð sem oftast og víðast og byggja undir þau með trúverðugleika.

Hitt er svo annað mál að bankarnir hafa lagt í ævintýraför með traust og lánshæfismat íslenska þjóðarbúsins í vegarnesti og virkjað það óspart til að moka inn fé til æðstu stjórnenda sinna og eigenda. Hátt lánshæfismat bankanna byggði á traustu og háu lánsfjármati Íslands.

Sú staða sem nú er komin upp ætti að minna okkur rækilega á að þrátt fyrir allt eru bankarnir að virkja sameign þjóðarinnar þ.e. lánstraust og tiltrú okkar, íslenska ríkisins og þjóðarinnar, - í framtíðinni verður það að koma skýrt fram hjá bönkunum að þeir viti það og umgangist bæði okkur og þjóðarverðmætin af þeirri virðingu sem af þeirri ástæðu ber.

Björgólfur1Bankarnir hefðu aldrei getað ráðist í þá för sem þeir lögðu í án þess að íslenska ríkið teldist standa með þeim sem bakhjarl og þeir yrðu nú einskis virði ef við flyttum ekki skýr skilaboð þegar á reynir að við gerðum það í reynd, séum bakhjarl þeirra tilbúin og megnug að ábyrgjast skuldbindingar þeirra. - En bankar gleymið því ekki eftirleiðis að þið eruð ekkert án okkar.


mbl.is Uppsveiflunni lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

Mikilvægt samhengi hlutanna sem þú minnir á hér.

Pétur Björgvin, 29.3.2008 kl. 13:53

2 identicon

Tekur undir með djáknanum að þetta er mikilvægt samhengi hlutanna sem Helgi bendir á.

Sigrún (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband