Vefritið: Var Páll Pétursson Nostradamus holdi klæddur?

Neðan greint er tekið af vef Vefritsins (smella) þar sem vitnað er til orða Páls Péturssonar árið 1992 um hvaða áhrif EES myndi þá hafa á atvinnustigið á Íslandi.  Kannast einhver við málflutninginn? - nákvæmlega sá sami og nú 16 árum seinna er hafður uppi um ESB. -Hvernig rættust orð Páls?

 „Nostradamus holdi klæddur

Þeir [forkólfar stéttarfélaganna] virðast loka augunum fyrir því að við erum að gerast aðilar að efnahagssvæði þar sem fast atvinnuleysi er um 10%. Með svipuðu lögmáli og vatnið rennur undan brekkunni hlýtur atvinnuleysi hér að aukast til stórra muna.

Páll Pétursson, fyrrv. ráðherra, í umræðum um aðild Íslands að EES, 25. ágúst 1992.“

Vefritið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jahá, EES-samningurinn kallar ekki á að við búum við stýrvexti evrusvæðisins sem munu seint verða miðaðir við þarfir íslenzks efnahagslífs. Fyrir vikið yrði að takast á við mismunandi hagsveiflur hér á landi og á evrusvæðinu (lesist Þýzkalandi) með öðrum hætti þegar þannig bæri undir sem er líklegra en hitt ef miðað er við reynsluna til þessa bæði hér á landi sem og innbyrðis á evrusvæðinu. Þegar ekki væru lengur til staða innlendir stýrivextir yrði að vera hægt að draga all verulega úr ríkisútgjöldum í þenslu (sem er auðvitað afar áreiðanlegt hagstjórnartækið eða þannig, sérstaklega í aðdraganda kosninga) en í niðursveiflu yrði að vera hægt að lækka laun eða við byggjum við atvinnuleysi. Þetta er ekkert ýkja flókin hagfræði.

Þannig að það að bera saman EES-samninginn og Evrópusambands- og evruaðild er jafnvel fjarstæðukenndara en að bera saman epli og appelsínur. 

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.4.2008 kl. 20:18

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Takk Hjörtur fyrir innleggið - það skiptir miklu að velta öllum flötum upp

Reyndar held ég að þetta með mismunandi hagsveiflur sem rök gegn Evru sé bara bull.
- Kannski aldrei ljósara en einmitt núna, þ.e. króna eykur bara kreppuna en tekur engan þátt í að leysa hana.
-Fyrir það fyrsta þá sveiflumst við alltaf með Evrópu og USA þ.e. hagsveiflur umheimsins ráða verði á afurðum okkar. Einkasveiflur okkar svo sem vegna einstakra stórverkefna eða vegna aflabrests er miklu betra fyrir okkur og heilbrigara fyrir efnhagslífið að leysa með stöðugum gjaldmiðli. Hitt snýst bara um gengisfellingu eða ekki – í dag eru sérstakar gengisfellingar úrelt fyrirbæri og sýna bara gjaldþrot heilbrigs efnahagslífs.
Með stöðugan gjaldmiðil þryfti einfaldlega að haga kjarsemningum eftir efnhagsástandi og stjórna sköttum og útgjöldum ríkis þannig að gerði efhagskerfinu sem mest gagn á hverjum tíma.

-

Hagsveiflan er allt önnur og afar breytilega milli landshluta á íslandi og milli landa og landshluta í Evrópu - það kallar ekki á sérstaka mynt á hverjum stað.

-

Veistu það Hjörtur að árið 1987 bjó ég vestur á Súðavík og aðstoðaði
Alþýðuflokkinn í kosningabarátti þeirra. Þá kom vestur Jón SIgurðsson viðskiptaráðherra Alþýðuflokksins og fyrrverandi Þjóðhagstofustjóri, Þjóðarsáttarsamingingarinar 1986 höfðu rifið niður verðbólguna sem nú var aðeins nokkur prósent.

Ég spurði Jón þá á opnum fundi hvenær bönkunum yrði bannað að hafa ákvæði í skuldabréfum sem kvæðu á um breytilega vexti eftir ákvörðun banka auk verðtryggingar þ.e. bæði belti og axlabönd. Jón Sagði þá að gert væri ráð fyrir að það yrði afnumið (breytilegir vextir) strax þegar verðbólgan hefði verið eins stafs tala í 12 mánuði - það byggði þó á trausti á krónunni - enn er ekki búið að afnema þetta 20 árum seinna þó verðbólgan hafi samfellt verið einsstafstala í 20 ár. - Raunar merkir það aðeins eitt þ.e. bankarnir hafa ekki treyst krónunni öll þessi 20 ár þó verðbólgan hafai allan tímann verið einsstafs tala – og það gerist ekki úr þessu.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.4.2008 kl. 20:46

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

OK hvað eru stýrivextir?

Það eru vextir á nokkurra daga seðlalánum seðlabanka til viðskiptabanka. Ef viðskiptabanki þarf ekki viðbótarlager af seðlum hafa þeir raunar engin áhrif á Þá. Í raun eru stýrivextir til að draga úr eftirspurn á seðla þ.e. hamla gegn seðlum í umferð, - stýrivextir eru skattur á seðla.  Þess vegna stýra stýrivextir sem betur fer ekki húsnæðislánum - en bankar nota sér þessa hækkun stundum til að hækka almenna vexti langt umfram nauðsyn því þeir hafa ekki raunverulega áhrif nema á lítinn hluta útlán bankanna þ.e. þá aukningu sem kallar á meira magn seðla.

Af sömu ástæðu er þetta úrelt aðferð þ.e. að seðlar eru ekki lengur ráðandi í viðskiptum og aðrar myntir eru líka komnar til sögunnar sem Seðlabankinn hefur engin áhrif á. Það tekur ekki aðeins bitið úr stýrivöxtum heldur veldur miklu misrétti. 

Þá eyðileggja líka ákvæði í skuldabréfum um breytilega vexti auk verðtryggingar bitið í stýrivöxtum þ.e. ekki skiptir máli hverjir vextirnir eru heldur hverjir lántakandi telur að þeir muni verða á lánstímanum. 

Helgi Jóhann Hauksson, 1.4.2008 kl. 21:23

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta var arfaslök röksemdafærsla hjá Höllustaðabóndanum og hann gerði ekkert til að sanna samlíkinguna með atvinnuleysi og rennandi vatn. Færslan þín er góð og fyndin en hún er samt ekki sanngjörn í okkar garð sem viljum ekki í EB og höfum lagt okkur fram um að rökstyðja það. Mér finnst sjálfsagt að þessi mál séu rædd fordómalaust og kostir og gallar vegnir hlutlægt.  Það hef ég sjálfur reynt af minni takmörkuðu  þekkingu og sýnist gallarnir yfirskyggja kostina.

Sigurður Þórðarson, 1.4.2008 kl. 21:49

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll félagi Sigurður

Það sem þú segir hefur alltaf áhrif á mig hvort sem ég er sammála eða ósammála. - Nei það má vera rétt að gagnvart flestum ESB-andstæðingum sé þetta ekki sanngjarnt. Engu að síður er þetta ein megin röksemdin sem fram var borin af skynsömum ESB andstæðingi við annað innlegg mitt hér varðandi ESB fyrir nokkrum dögum.

- Það vill líka bera á því nú að sömu menn t.d. Ragnar Arnalds sem börðust gegn EFTA og gegn EES berjast nú gegn ESB með í grundvallaratriðum sömu rökum þar á meðal með atvinnuleysisdraungum. - Vega þar einnig þungt tilbrigði að landráðum, að afhenda útlendingum landið og/eða miðin og að útlendingar muni ráða hér ölllu og leggja allt í auðn ef við göngum í EFTA / EES / ESB.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.4.2008 kl. 22:31

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er allveg rétt hjá þér Helgi að sumir eru íhaldsamari en aðrir og virðast bejast gegn öllum breytingum. Yfir heildina litið hhafa flestar breytingar orðið til góðs. Hér eru almennt mikklu betri lífsskilyrði en voru fyrir í fyrndinni. Þetta sannar þó ekki að allar breytingar hljóti að vera til góðs því á því eru undantekningar eins og við vitum.  Við megum t.d. ekki falla í þá gryfju að leggja að jöfnu EFTA, EES og ESB, hvort sem við erum fylgjani þeim eða ekki. EFTA er eins og þú veist fyrst of fremst tollabandalag og alls ekki sambærilegt við ESB nema að mjög litlu leyti. fyrir utan tollfríðindi höfum við fengið mjög margt jákvætt í gegn um EES s.s. tilskipanir í samkeppnis- og vinnurétti. Og þó gagnrýna með að okkur hafi verið mislagðar hendur í efnahagsstjón og ég sé ekki í hópi aðdáenda Davíðs óttast ég að missa seðlabankann og krónuna. Ég kom inn á þetta nýlega í stuttri grein hérna  á blogginu. Og seint mun ég verða talinn fylgismaður kvótakerfisins en lengi getur vont versnað.

p.s. hvað heitir vinur þinn, smiðurinn, sem rak heilsuvörubúiðna, litlu og fallegu við Klappastíginn? Ég bið kærlega að heilsa honum.

Sigurður Þórðarson, 1.4.2008 kl. 23:07

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll aftur Sigurður

Ég skal skila kveðjur til hans Guðjóns frá þér. Hann breytti reyndar nafni sínu úr Guðjón Björn í Björn Örn. - Ég sendi honum email.

Auðvitað er það rétt hjá þér að EFTA og ESB eru ólík bandalög og EES var svo tilraun til að setja brú þar á milli, en málið er samt að jafn ólík og þau eru sumir hörðustu andstæðingarnir þeirra allra þeir sömu og  í grundvallaratriðum með sömu rök. Ragnar Arnalds er þar hvað skýrasta dæmið - annars jafn brilljant og snjall maður sem Ragnar er.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.4.2008 kl. 23:32

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mikið rétt Helgi, sjálfur hef ég alltaf verið hlynntur EFTA og var ekki á móti EES.  Mín skoðun er sú að það besta sem við höfum fengið úr EES séu tilskipanirnar þó þar ríki ofstjórnunarárátta t.d. varðandi staðla á öllum andsk. Þannig verða menn með lítil og stór typpi að nota sömu smokka.  En við fengum samkeppnislögin fyrir fyrirtæki og bætt réttaröryggi borgarana. Það eina sem hugsanleg gæti fengið mig til að endurskoða hug minn til EB væri ef EES væri í hættu og við gætum haldið auðlindunum okkar. Það síðarnefnda er víst tómt mál að tala um. (tímabundin undanþága dugar ekki sem beita) Við gætum lögfest tilskipanirnar einhliða.

Sigurður Þórðarson, 2.4.2008 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband