Skrautlegir nýbúar með framandi yfirbragð

Mynd 2008 04 29 15 58 51Í gær rakst ég á nokkurn hóp nýbúa, framandi í útliti og með annað litarhaft en við eigum að venjast á þeirra líkum. Mér skilst að hópurinn hafi hreiðrað hér um sig undanfarin ár og reynt að setjast hér að án þess að margir hafi gert sér grein fyrir því.  Hans er t.d. hvergi getið í þeim prentuðu ritum og gögnum sem ég hef með höndum. Á netinu má þó finna heimildir um að undanfarin ár hafi nokkrar fjölskyldur Þessar framandi furðufugla reynt að koma sér fyrir hér á landi og þá á Vesturlandi t.d. við Andakílsá. Ég get ekki að því gert að fagna innileg í hjarta mér þegar ég uppgötva að fleiri vilji setjast að á Íslandi en áður og ekki síst þegar um svo litríka fugla er að ræða sem brandönd. 

Mynd 2008 04 29 16 05 42Þegar ég kom auga á 12-15 brandendur róta með goggnum í leirunum á Álftanesi gat ég með engu móti áttað mig á hvort hér voru á ferð smáar gæsir eða stórar endur, og þessa gerð fugla hafði ég aldrei séð áður. Þegar heim kom og ég skoðaði betur myndirnar varð ráðgátan aðeins dularfyllri, því í mörgu minntu þær á endur t.d. á flugi en svo aftur hitt ekki síður á gæsir, t.d. virtist bæði kollan og steggurinn í fljótu bragði vera eins, í sömu skrautlegu litunum sem er ólíkt öndum þar sem aðeins steggurinn er skrautlegur, aftur á móti virtust þær í lögun og stærð fremur vera eins og stóarar endur - þó ekki virtist muna miklu á þeim og margæsunum. Mynd 2008 04 29 15 59 07Ég sá þó ekki betur en verið gæti að steggirnir væru stærri og með rauðan hnúð við rauðan gogginn en kollurnar bara með rauða gogg að mestu án hnúðs.  Fuglarnir virtust róta í leirunum í leit að æti og héldu sér á svipuðum slóðum og margæsirnar og nokkrar æðakollur. Margæsirnar sá ég þó éta grænt þang en ekki þessa litríku nýbúa sem ég nú veit að heita brandendur og eru einmitt sagðar vera millistig milli gæsa og anda. 

Hvaðan þær koma og hvert hefðbundið varpsvæði brandanda er veit ég þó ekki en gaman væri að vita hvort einhverjir hér vita meira.

Fleiri myndir af brandöndunum eru hér í fuglaalbúminu mínu á spássíunni

Mynd 2008 04 29 16 10 47


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Takk fyrir þessa skemmtilegu færslu. Mikið eru þetta fallegir fuglar og litríkir. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 30.4.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Frábærar myndir. - Þetta er sko skemmtileg viðbót í fjölbreytt fuglalíf. Þær minna mig svolítið á mandarínendurnar sem voru á þvælingi á Héraði vorið 2006.

Haraldur Bjarnason, 30.4.2008 kl. 23:25

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Eru þessi útlendingar búnir að fá vinnu í Bónus á sérlaunum? Vonandi fylgja engin glæpavandamál í þessum litríka hópi. En ef þeir ybba gogg, mæli ég með því að þeir verði skotnir, og framreiddir með góðu frönsku víni.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.5.2008 kl. 01:21

4 identicon

Gaman að sjá þessar myndir H.J.H. og fræðast pínu um þessa "skrítnu fugla".

Þú ert óborganlegur V.Ö.V. og alltaf gaman að lesa "kommentin" þín.

K.kv. E.

Edda (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 01:37

5 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

http://www.islandsvefurinn.is/pages/alife/birds/birdpages/brandond.html

Ég hef ekki séð þær þar sem ég er mest, í Breiðafirði. En þetta eru þá leir/fjöru fuglar miðað við það sem ég finn. Ansi fallegar.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 1.5.2008 kl. 15:25

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Bestu þakkir fyrir ábendingar og upplýsingar.

- Haraldur segir að þær minni svolítið á kínversku manadrínendurnar sem þvældust til landsins fyrir nokkrum árum. - Það er reyndar merkilegt hvernig fuglar eiga ákveðinn heimshluta-karakter og einhversstaðar las ég einmitt að þessar þ.e. brandendur dreifðust vestur frá Kína. Samkvæmt því værum við nú vestasti hlutu dreifingasvæðis þeirra sem annars koma frá Kína.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.5.2008 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband