Gerandinn að fullu frjáls en fórnarlambið ófrjálst vegna óttans

Althingishusid_f045Að fá að njóta réttmætrar öryggistilfinningar  eru svo miklir hagsmunir hverrar manneskju að óskiljanlegt er þegar tveir dómarar hæstaréttar telja það meiri hagsmuni, að ribbaldi sem hefur misþyrmt, misnotað og stórskaðað manneskju á líkama og sál og þannig svipt þá manneskju frelsi sem aðeins öryggiskennd veitir, fái óhindraður að hrella hana með nálægð sinni. 

Í raun skiptir engu máli hvort dómararnir telji líklegt eða ólíklegt að hann misgeri í reynd frekar gagnvart fórnarlambi sínu (þeir geta heldur ekki vitað það fyrir víst), ef fórnarlambinu finnst það þurfa að óttast það vegna stórfelldra og endurtekinna fyrri misgerða og finnur sig svipta öryggiskennd af úrræðaleysi sínu yfir mögulegri nálgun misgerðarmannsins, þá á það rétt á að misgerðarmaðurinn sé sviptur því sáralitla broti af sínu frelsi að mega koma nálægt henni.

Fórnarlambið burðast með sitt ófrelsi sem stafar af óttanum við manninn hvert sem það fer og getur hvergi skilið ótann og ófrelsið við sig.  Gerandi í nálgunarbanni þarf hinsvegar aðeins að halda sig frá örlitlum reit hverju sinni allt annað er honum frjálst. - Í raun er það alls engin frelsisskerðing  fyrir gerandann eða  takmörkun nema gerandinn ætli að hrella fórnarlambið með nálægð sinni eða reyna hafa áhrif á það.

Ef gerandi hefur fengið á sig nálgunarbann fær fórnarlambið að njóta vissu um að óhætt sé að hringja til lögreglu og óska eftir aðstoð ef hann aðeins nálgast fórnarlamb sitt þ.e. áður en hann getur valdið frekari skaða eða ógnað meira en svo. Ef hinsvegar ekki er í gildi nálgunarbann getur fórnarlambið ekkert gert þó gerandinn áreiti það með nálægð sinni og viðhaldi ótta um frekari meingerðir og getur ekki kallað til lögreglu fyrr en gerandinn hefur aftur unnið fórnarlambinu skaða.

Réttur og hagsmunir fórnarlambsins til að njóta öryggis og fullvissu um að geta leitað ásjár lögreglu  strax ef gerandinn nálgast það er svo miklu stærri en skerðing á rétti ódæðismanns af að mega ekki nálgast fórnarlamb sitt að óskiljanlegt er hvernig tveir dómarar hæstaréttar verða sammála um að nálgunarbann sé of íþyngjandi fyrir ódæðismanninn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti ekki verið meira sammála þér.

Solla (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 19:26

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Páll, þakka þér innleggið.

Ég þekki ekki lögin um nálgunarbann en tel það til grundvallar mannréttinda þegar staðfestur grunur er um að svona hafi verið komið fram við manneskju að hún fái stuðning til að njóta á ný öryggistilfinningar og vita að hún geti leitað aðstoðar bara ef gerningsmaðurinn nálgast hana. - Hún eigi allan rétt til þess og þá sé nóg að tilefnið sé það að þannig finnist henni hún njóta meira öryggis, í því samhengi skipti engu máli hvort dómararnir telji meintan ódæðismann muni hvort sem er ekki gera fórnarlambinu meiri miska (eitthvað sem þeir geta aldrei vitað fyrir víst). - Fórnarlambið á rétt á stuðningi réttarkerfisins til að finna á ný sitt frelsi og sitt öryggi - þó það kosti það að meintur ódæðismaður geti ekki verið á þeim litla reit í veröldinni þar sem fórnarlambið er á hverjum tíma.

Helgi Jóhann Hauksson, 11.8.2008 kl. 02:15

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Verð að vera sammála Helga, hvað sem lögin segja. Það er óþolandi að þurfa að lifa í ótta. Ég þekki þetta mál ekki, en fórnarlömb yfirleitt verða að eiga rétt á að geta byggt upp sitt líf á ný.

Villi Asgeirsson, 11.8.2008 kl. 06:49

4 identicon

Ég er sammála þér Helgi, þetta er regin hneyksli hvernig þessir 2 dómarar hengja sig í einhverju misskildu olnbogarými þessa missyndismanns. Eins varðandi það sem Páll Jónsson bendir á að dómarar megi ekki eingöngu, eitt og sér byggja á tilfinningu fórnarlambsins sem fram á nálgunarbannið fer. En ég spyr nú bara var ekki hægt að byggja á vitnisburði fleiri manna en aðeins fórnarlambsins í þessu tilviki. Það er ég alveg viss um ef eftir því hefði verið leitað, sem ég er reyndar ekkert viss um í þessu tilviki. Þá á ég við að leitað hefi verið eftir vitnisburði lögreglumanna sem afskipti hefðu haft af þessum manni, einnig sálfræðinga og fólks sem í kringum konuna var og þekkti til mannsins. Ef þetta fólk hefði líka verið spurt af dómurunum um hvaða líkur það teldi til þess að maðurinn myndi vinna konuni enn frekara mein þá er ég viss um að sá vitnisburður hefði átt að duga til þess að hægt hefði verið að uppfylla fyllilega þennan þátt lagana, þ.e. að ekki meigi aðeins byggja á tilfinningum fórnarlambsins eingöngu.

Það þarf algerlega að vera á hreinu að hægt sé að setja á nálgunarbann sem vernd gagnvart fórnarlömbum ofbeldismanna. Ég held að það væri í raun betra að það væri sérfræðinga nefnd sem ynni hratt og vel sem fjallaði um nálgunarbannsumsóknir og gæti ákveðið þær strax til 3ja mánaða og allt uppí 1 árs í senn. Ef ofbeldismaðurinn vildi ekki una því yrði hann að kæra þann úrskurð til dómstóla til þess að mögulega fá þeim úrskurði hnekkt.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 09:29

5 identicon

Mér finnst hörmulegt að fólk skuli ekki fá nálgunarbann á aðila sem hefur beitt það ofboldi og skapar því viðvarandi ótta og vanlíðan.

Skil nefnillega ekki hvað sá brotlegi hefur að gera í nágrenni við fyrra fórnarlamb nema beita áfram ofbeldi þó það sé þá orðið andlegt,  með nærveru sinni.

Andlegt ofbeldi er mjög alvarlegt ofbeldi.

Sólveig (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 12:10

6 identicon

Þegar dómar og ummæli Jóns Steinars eru skoðuð fæ ég ekki betur séð en að hann er síður en svo hættur að verja óþokka og ribbalda. Nú er hann bara í betri stöðu til þess, að mínu mati. Dómskerfið lækkar í áliti hjá mér í hvert sinn sem hann tjáir sig. Í mínum augum er hann ekkert betri en þeir sem hann hefur varið og ekki batnar það.  Ég held að við eigum eftir að sjá fleira svona í framtíðinni.

Hafsteinn Elvar Jakobsson (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 12:29

7 identicon

Þetta leiðir bara eitt af sér á endanum, einstaklingar munu taka málin í sínar eigin hendur, einhver á eftir að gefast upp á dómstólunum!

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 14:27

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll Pál, takk fyrir að vera með í umræðunni.

Það er mínu viti hluti af sömu rökum og sömu mannréttindum sem þú vísar til að gerandi eigi að njóta og við krefjumst fyrir fórnarlambið, við eigum öll rétt á öryggi og réttlæti hver sem örlög okkar verða. 

Það eru því sömu rök og mannréttindi að tryggja ofbeldismanni bestu vörn og að tryggja fórnarlambi hans rétt til að þurfa ekki að lifa í fangelsi óttans af hans völdum.

Við getum ekki notað mannréttindarök til að tryggja meintum ofbeldismönnum full réttindi (sem ég styð eindregið) - en hafnað mannréttindarökum í þágu fórnarlambs hans. - Fórnarlambið á öll sömu mannréttindi og ofbeldismaðurinn - ekki síst þau að fá að lifa við öryggi og réttlæti. Ef þeir hagsmunir þeirra tveggja geranda og fórnarlambs  rekast á er sjálfsagt að svo litlir hagsmunir ofbeldismannsins sem þeir að mega ekki nálgast fórnarlamb sitt víki fyrir þeim miklu hagsmunum fórnarlambsins að finna til þess öryggis að geta leitað aðstoðar strax og ofbeldismaðurinn nálgast það.

Í raun ættu dómarar að máta túlkun sína á lögum við mannréttindasáttmála sem við erum aðilar og mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. - En því er Jón Steinar reyndar einhverrahluta vegna ósammála og kallar það að túlka lög eftir mannréttindasáttmálum sem löggjafinn hefur staðfest - „að dómarar setji lög“.

- Merkilegt nokk virðist hann vera á móti því að mannréttindasáttmálar hafi áhrif hjá þeim löndum sem hafa samþykkt þá. 

Helgi Jóhann Hauksson, 12.8.2008 kl. 00:37

9 Smámynd: Dunni

Þetta er nákvæmlega eins og þú lýsir þessu Helgi. Fórnarlambið tapar alltaf. Gerandinn gengur um stoltur meðan fórnalambið er annað hvort lokað inni á stofnunum (kvennaathvörfum mm) eða er fangi tilfinninga sinna.

Jón Steinar og félagar hans í Hæstarétti mættu gjarnan hafa fórnarlömbin í huga þegar þeir fella dóma sína.  Annars ættu dómararnir að skammast sín. 

Dunni, 13.8.2008 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband