Mikil mistök að velja ekki Hillary fyrir forsetaframbjóðanda

Picture 24Ég óttast að það eigi eftir að reynast afdrifarík mistök hjá Demókrötum að leyfa ekki bara Barack Obama að þroskast áfram næstu 8 ár og að vaxa betur af reynslu og ásmegin og virðingu áður en þeir létu hann ryðja Hillary Clinton úr vegi sínum. Fyrstu konunni í sögu USA sem átti raunhæfa möguleika að sigra frambjóðenda Repúblíkana í forsetaframboði og skortir ekkert af þessu, reynslu, þekkingu og víðtæka virðingu sem hún naut um allan heim einmitt fyrir skynsemi, þekkingu, reynslu og ekki síst kjark og heilindi.

Barack Obama er það ungur að hann ætti bara aukna möguleika eftir 8 ár og eftir 16 ár, - en nú var stund Hillary Clinton komin þegar konan var raunverulega líklegasti frambjóðandinn til að sigra Rebublicanann, - sú stund kemur ekki aftur hvorki eftir 8 ár eða 16 ár fyrst svona fór nú. Leið kvenna verður til muna torsóttari að þessu embætti eftir þetta því það verður bent á að fyrst Hillary átti ekki sjens tekur því ekki að reyna einhvern óþekktari, minni og mýkri jaxl en hún er.

Bandarískar konur misstu mikilvægan sigur úr greipum sér. Fyrir vikið munu þær ekki ala upp dætur sem spyrja í forundran „geta menn verið forsetar“ þegar í framtíðinni einhver af karlkyninu hefði sóst eftir embættinu.

Þorir Obama að hafa svo sterka konu sér við hlið sem varaforsetaefni sitt?

Það væri þó mikill sigur fyrir Barack Obama sjálfan að finnast hann sjálfur vera nægilega stór til að þora að hafa Hillary Clinton sér við hlið sem varforsetaefni.  - Það væru eingöngu misskilin ráð ráðgjafa hans og löngun Obama til að trúa þeim sem gætu talið einhvern annan kost vænlegri en að hafa Hillary með sér þessa vegferð. Og hin raunverulega ástæða væri þá ýmsar útgáfur af ótta við að hún og hennar föruneyti skyggði á hann - það er minnimáttarkennd og kjarkleysi.

Ef Obama er tilbúinn núna er hann stærri en slík minnimáttarkennd - að öðrum kosti er hann ekki tilbúinn hvort sem er og ætti að bíða og þroskast betur og lengur.

Að öllu líkindum táknar þetta frumhlaup og æðibunugangur Demókrata, að ímynda sér að til væri pólitíkus og forsetaefni með nægileg reynslu og þekkingu sem janframt væri ósnortin af Washington, bara það eitt að enn munu liðsmenn Bush ráða ríkjum í USA.


mbl.is Húseignir McCains vatn á myllu Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Skil ekki alveg af hverju fólk talar um að Obama sé of ungur...hann er 47 ára og Bill Clinton var 46 ára þegar hann var kjörinn árið ´92!   Það er að mínu mati betra að hann hafi minni reynslu af spillingunni í Washington og komi ferskur inn með fídómskraft og nýjar hugmyndir annarar kynslóðar sem er búin að fá sig fullsadda af gamla hrærigrautnum! 

Forseti sem er kominn hátt á sjötugsaldur er líklegri til að hugsa aðeins um núið og minna um arfleifð til komandi kynslóða.  Hvaða nútíma stórfyrirtæki sérðu fyrir þér ráða gamalmenni í æðstu stjórnunarstöður í dag?  Stórlega ofmetin og úreld reynsla vs. nýjar og djarfar hugmyndir!  Hvort er líklegra til árangurs? 

Annars væri ég alveg sáttur við Hillary sem VP...hún gæti etv. veitt Obama nokkur góð ömmu-ráð.

Róbert Björnsson, 22.8.2008 kl. 05:18

2 identicon

Róbert ég er sammála Helga, því þetta að vera ósnortin af spillingunni í Washington merkir bara að enginn veit hvernig viðkomandi bregst við henni þegar hún sturtast yfir hann - allir vilja þeir halda að þeir muni standast hana vel áður hún snertir þá. Kannski var það einmitt vegna þess hve Bill Clinton var enn ungur að hann lenti í þeim málum sem hann gerði. - Ég sé það svo sem heldur ekki þannig að Obamna sé „of ungur“ heldur að hann á langan tíma inni ef Clinton hefði orðið forseti næstu 8 ár, en hún á ekki svoleiðsi inneign.

Siggi (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 12:20

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég er hins vegar sammála frummælanda, Helga, að það hefði verið öruggasti og sterkasti leikurinn í stöðunni að fá Hillary sem næsta forseta, og Obama hefði verið sigurstranglegt varaforsetaefni og öðlast dýrmæla reynslu og sviðsljós. Spennt að heyra varaforsetaútnefninguna en óttast að það verði ekki Hillary.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.8.2008 kl. 18:01

4 identicon

Ég hef rætt við nokkra ameríkana í sambandi við þetta mál og þeim ber sama um það að það sé einhverskonar þreyta í sambandi við allt sem tengist Clintonfjölskyldunni.  Það er allt of mikill baggi fortíðar sem fylgir henni og vitaskuld vill Obama ekki hafa slíkt meðferðis. 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband