Nú gera þeir „það síðasta sem þeir myndu gera“

Hannes Hólmsteinn á þjóðkirkjuhorninuHér hljóta að markast endalok hreinnar markaðshyggju eins og hrun Berlínarmúrsins markaði hrun kommúnismans.

Fjármálasérfræðingur sagði á Sky sjónvarpsstöðinni í morgun að menn mættu marka hve alvarlegt efnahagsástand blasti við Bandaríkjunum að ekki fyrir löngu hefðu allir helstu talsmenn efnahagsstefnu bandarískra valdhafa sagt að það væri „það síðasta sem þeir myndu nokkru sinni gera“ að verja miklu opinberu fé til bjargar einkafyrirtækjum, hvað þá allt að 1000 milljörðum dollara. - En nú væru þeir einmitt að gera það  - að gera það síðasta sem þeir myndu gera

Af því mætti ráða hve alvarlegt ástandið væri nú. Í ofnálag væri því líkast sem menn hefðu í höndum svo skuggalegar upplýsingar að lykilmenn sem máli skiptu og taldir væru harðir andstæðingar ríkisforsjár í Bandaríkjunum samþykktu samstundis þessar ráðstafanir þegar þeir fengju að sjá þessi gögn. Uppkaup ónýtra húsbréfa er aðeins hluti þessi sem bandarísk stjórnvöld eru að gera - „þjóðnýting“ stærstu húsnæðis- og fjárfestingabanka heims og fleira er þess utan.

- Vonandi bara að þetta dugi til og marki viðsnúninginn.

- Hér hljóta þó líka að markast endalok hreinnar markaðshyggju eins og hrun Berlínarmúrsins markaði hrun kommúnismans. Við tekur það viðfangsefni að fylgja á ný leiðarvísi klassískra lýðræðis-jafnaðarmanna um hið blandaða hagkerfi og rifjast þá upp margt sem Jón Baldvin hefur haldið á lofti eftir að hann kom til baka úr utanríkisþjónustunni.


mbl.is Biðja um 700 milljarða dollara fjárveitingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það væri óskandi Helgi, að þetta markaði endi á öfga-markaðshyggju.

Myndin af hundinum hans Dabba er flott í þessu samhengi, góður!

Haraldur Davíðsson, 22.9.2008 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband