Slökkviliðsmaðurinn dældi olíu á eldinn - Kaupþing fallið

Davíð í KastljósiÍ frægu Kastljósviðtali við Davíð Oddsson seðlabankastjóra líkti hann sér við slökkvilið sem kæmi á brunavettvang og „vanþakklát“ viðbrögð fv eigenda Glitnis væru vegna gufunnar sem myndaðist við slökkvistarfið. 

Að mínu mati var þetta viðtal við Davíð skelfilegt í alla staði. Hann sýndi okkur viðtekið virðingarleysi sitt í tali sínu með orðum eins og „óreiðumenn“ um tugi þúsunda hluthafa bankanna og „ástarbréf“ um venjuleg skuldabréf almennings. 

Í raun þarf að skrifa það niður og fara yfir orð hans og spyrja við hverja setningu hvað hún merkir til að átta sig á hve skelfilegt þetta viðtal var. Afdrifaríkust var sú staðhæfing Davíðs að nú yrði Ísland skuldlaust því við myndum einfaldlega ekki borga skuldir bankanna, - og þegar matsfyrirtækin áttuðu sig á því kæmi lánshæfismatið okkar strax til baka???. 

Í einu vettvangi felldi Davíð þannig allt sem eftir stóð af erlendum hluta bankakerfisins okkar og hefur vafalaust kippt stoðum undan margháttuðum íslenskum rekstri erlendis. - Strax og ég heyrði hann segja þetta varð mér að orði að nú ættu hinir sönnu snillingar og fagmenn íslenska bankakerfisins í Kaupþing ekki nokkurn einasta séns að lifa næsta dag.

Algengasta spurningin frá erlendum fréttamönnum til fréttastofu Rúv í gær var „hvað er með þennan seðlabankastjóra?“

Davíð Oddsson mætti á vettvang íklæddur í gervi slökkviliðsmanns en dældi aðeins olíu á eldana.


mbl.is Atburðir í Bretlandi felldu Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslenskar fjármálastofnanir falla eins og spilaborg  út af tudda skap Davíðs Oddsonar! Maðurinn kann ekki að halda kjafti og hver var það eiginlega sem sagði Breskum stjórnvöldum að við myndum ekki borga innlán sparieigenda Landsbankans? 

Það ætti að friða rjúpuna í ár en gefa út skotleyfi á hendur þeirra sem klúðruðu þessu endanlega fyrir íslensku þjóðinni...

Þröstur (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 08:04

2 identicon

Get ekki verið meira sammála!!

Hvers vegna eru fjölmiðlar og þingmenn svona hræddir við Davíð? Af hverju þorir einginn að segja neitt? Fréttamaðurinn sem tók viðtalið var skíthræddur við hann, eins og 13 ára strákur að spurja pabba sinn út í hvor hann mætti fara á fyllerí. Er Davíð ennþá með taumhald á Íslensku ríkisstjórninni??

Ef ríkisstjórnin vill halda sínum trúverðugleika og halda snefil af þeim trúverðuleika sem  Ísland á eftir þá reka þeir seðlabankastjórna eins fljótt og hægt er!!

Viktor (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 08:07

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er Davíð ekki sjálfur aðal brennuvargurinn? 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.10.2008 kl. 08:12

4 identicon

Það ætti að setja Davíð af hið snarasta, reka hann fyrir afglöp og sjá til þess að starfslokasamningar hans verði ekki virkir. Hann á ekki skilið eftirlaun eftir svona gerning.

Þórður Ívarsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 08:20

5 identicon

Hengja Davíð?

Hvað þá þessa fjárglæpamenn sem stjórnuðu bönkunum og hafa sett þjóðina á hausinn.  Menn sem flýja nú landið, búnir að stinga undan hundruðum milljóna og skilja okkur eftir í skítnum.  Það er ekki Davíð að kenna.  Gordon Brown tók skýrt fram að hann hefði fengið upplýsingar frá Ríkisstjórn Islands um að hún hygðist ekki ætla að ábyrgjast innlán.  Ég skal vera sanngjarn og tek undir að Seðlabankinn hefur margt rangt gert en mér finnst dapurt að sjá forkálfa bankanna sleppa stikkfrí hjá mörgum þessa dagana....

Baldur (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 08:27

6 identicon

Þeir sem gala hæst eru ekki endilega þeir sem hafa vit eða hagsmuni. Sumt er betur ósagt en sagt.

Þórður (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 08:46

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Baldur, Það er víst búið að fara yfir þetta mál og rannsaka samtöl við Breta hjá fjármálaráðuneytinu og eftir stendur aðeins viðtalið við Davíð sem orsök að öllu sem gerðist í gær - beitingu hryðjuverkalaga Breta til að leggja halda á allan rekstur og eigur Kaupþings í Bretlandi auk Landsbankans.

Þegar Davíð talar vita allir erlendir valdamenn að þar fer ekki bara seðlabankstjóri heldur sá sem lengst hefur setið sem forsætisráðherra og talinn enn valdamesti maður Íslands.

Helgi Jóhann Hauksson, 9.10.2008 kl. 09:01

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sky segir í þessum orðum að með falli Kaupþings telji sérfræðingar sem þeir hafi borið sig upp við loks verulega alvarlega hættu á þjóðargjaldþroti á Íslandi.

Helgi Jóhann Hauksson, 9.10.2008 kl. 09:03

9 identicon

það er alltaf jafn gaman að því þegar fólk ræðst á davíð, eflaust er kallinn ekki saklaus. EN þið getið ekki skellt öllu þessu á Davíð þar sem að bankarnir voru ekkert annað en blöðrur sem að sprungu síðan með hvelli, og eigum við ekki frekar að líta okkur nær og viðurkenna að þið öll tókuð þátt í þessu bara með því einu að kaupa hlutabréf, taka 80%-90% lán, taka erlent lán, leggja í skuldabréfasjóði, allt þetta til þess að GRÆÐA eða fá eitthvað virkilega ódýrt, rétt eins og þeir fáu útrásarpésar gerðu. ekki fría ykkur frá þessu ölllu því að allir íslendingar tóku þátt í þessu á beinan og óbeinan hátt.

það er alveg ljóst að glitnis menn hljóta að hafa verið bilaðir að ætla að koma uppí seðlabanka með ónýt bílalán að veði, því var eina vitið að taka hann yfir þ´vi ljóst var að hann stæðist ekki skuldbindingar sinar. og eftir að það gerðist þá var lítil flóttaleið hjá hinum bönkunum vegna þess að þeir höfðu verið duglegir í skuldabréfa útgáfum til hvors annars í gegnum alla þessa peningamarkaðssjóði. þar með var góðum hluta fjármögnunar kippt burt eftir falls stoða og glitnis.

svona gæti ég haldið áfram lengi en nenni þv´iekki því að eina sem að þið segið eftir þessa athugasemd er að davíð sé hálviti :) sem að getur vel verið að sé rétt, en það eru fleiri sem bera ábyrgðina.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 09:10

10 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll Jón og þakka þér fyrir þitt innlegg.

Ég efast ekki um að fleiri bera ábyrgð og hefðu getað gert eitt og annað en ábyrgð Davíðs nú á ögurstundum og áður við að leggja grunn að þessu kerfi og hafa með því eftirlit er gríðalega mikil.

Helgi Jóhann Hauksson, 9.10.2008 kl. 09:25

11 identicon

hehe hún sekkur allavega ekki langt ef að hún er strand :)

Jón Ingi (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 10:15

12 identicon

Það er einmitt svona sem lýðskrumarar ná völdum þegar hrun verður. Hann talar eins og allt sé svo einfalt og hann rati veginn til enn meiri sælu og hamingju en þjóðin hefur nokkru sinni séð. Hver vill ekki trúa því?

- Í ofanálag algerlega sjálfhverfur aldrei öðruvísi en „ég“ um Seðlabankann þar sem hann vinnur með mörgu hæfu fólki og „ég“ um ríkisstjórninar sem hann sat í „ég“ um alþingi sem hann var kosinn til og setti lög. - Það einkennir líka lýðskrumara á krísutímum. - Sieg Heil!

Gunnar (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 11:44

13 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Í fyrradaga heyrði ég Davíð segja í tvígang að eftir að Rússalánið væri í höfn þá væri Ísland með stærsta gjaldeyrisvarasjóð í heimi. Ég hef ekki heyrt aðra tjá sig með þessu móti. Er þetta enn eitt bullið úr Davíð Odssyni? Getur þjóð með stórasta gjaldeyrisvarasjóð í heimi verið á slíku reki sem raunin er?

Hjálmtýr V Heiðdal, 9.10.2008 kl. 12:08

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

- Úrdr. úr X. kafla almennra hegningarlaga -

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.

Við skulum vona fyrir hönd allra hlutaðeigandi að þeir muni geta borið við gáleysi þegar þar að kemur.

P.S. Vek enn og aftur athygli á undirskriftasöfnuninni til áskorunar um afsögn stjórnarformanns Seðlabankans.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.10.2008 kl. 13:32

15 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ef eitthvað fór á milli mála í samtali Árna Matt og A. Darling fjármálaráðherra Breta þá tók Davíð Oddsson seðlabankastjóri af öll tvímæli í Kastljósviðtalinu, hann sagði „við borgum ekki“ í mörgum útgáfum.

Helgi Jóhann Hauksson, 9.10.2008 kl. 20:56

16 identicon

Það er alveg með eindæmum að ennþá þó Davíð sé hættur í stjórnmálum hafa menn algera minnimáttarkennd gagnvart karlinum, þessi grein þín Helgi ber þess öll merki. Ég hef enga ástæðu til að taka upp hanskann fyrir Davíð, en þetta ástand er ekki honum að kenna. Það er einmitt athyglisvert af hverju þú beinir ekki spjótum þínum að óreiðumönnunum. Feðgarnir Björgúlfur tor og Björgúlfur Guðmundsson eru að sögn talsmanns þeirra ennþá moldríkir alþjóðlegir fjárfestar, sem eru nú í óða önn að búa sig undir að flýja land endanlega og skilja okkur eftir í skuldasúpunni. Við borgum hobby þess gamla að reka enskt fótboltafélag, þoturnar tvær sem sá yngri á og allann flottræfilsháttinn. Ég er venjulegur alþýðumaður sem hef tapað ævisparnaðnum á leikaraskapnum hjá þessum ÓREIÐUMÖNNUM ég legg til að við leifum okkar mönnum vinna sín mikilvægu störf í friði en beina spjótum okkar að þrjótunum. Að setja Hafskip - Eimskip óskabarn þjóðarinnar og sjálfann Landsbanka Íslands á hausinn er þokkalegur pakki, þó við sleppum öllu þessu minna þektu eins og Samson, Icebank, Ex air, Straum Burðarás og svoleiðis smámálum.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband