Segið okkur satt - og við stöndum með ykkur

Haukur MárGeir, Ingibjörg og þið hin í ríkisstjórninni þið verðið að segja okkur satt og hreinskilnislega frá og sannið til að við erum tilbúin að leggja ýmislegt á okkur.


Um það bil þegar ég stofnaði heimili og eignaðist elsta barnið okkar fyrir mörgum árum var hjónaband foreldra minna að leysast upp. Við þær aðstæður gaf karl faðir minn mér heilræði: „Helgi minn, mundu að hafa konuna þína alltaf með í ráðum um allt sambandi við peningamálin ykkar, ekki leyna hana neinu.“    

Mynd 2008 10 12 13 28 23Seinna urðum við Heiða konan mín fyrir miklu fjárhagslegu áfalli, misstum íbúðina okkar og ótrúlegir erfiðleikar fylgdu - en hjónabandið hélt.
Og ég er ekki í vafa um að það má ég þakka þessu heilræði föður míns sem sat í mér og ég fylgdi. Þrátt fyrir allt fór ekki traustið okkar í milli og með það og börnin okkar fyrir okkar einu eign gátum við látið ýmislegt yfir okkur ganga.

Ríkisstjórnin má ekki hegða sér nú gagnvart þjóðinni eins og karl sem fer með peningamál fjölskyldunnar eins og sitt einkamál í laumi fyrir eiginkonunni. Ef ríkisstjórnin sýnir okkur traust og trúnað, segir okkur satt og talar við okkur eins og fullgilda þátttakendur en ekki eins og börn þá mun hún finna að við stöndum með henni og erum tilbúin að láta ýmislegt yfir okkur ganga til að komast í gegnum erfiðleikana með ríkisstjórninni. Hafdís og Jórunn í RómEf hún er að reyna leyna okkur sannleikanum og er óhreinskilin þá mun hratt skilja leiðir með þjóðinni og ríkisstjórninni og við þær aðstæður verður á litlu að byggja til framtíðar.

Þið öll í ríkisstjórninni þið verðið að segið okkur jafnóðum satt og hreinskilnislega frá og við verðum tilbúin að leggja ýmislegt á okkur. Ef þið hinsvegar leynið okkur sannleikanum og blekkið okkur og felið raunverulega stöðu mála og reynið að „redda“ hlutum í laumi þá skilja leiðir með okkur og ykkur. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll Helgi, þessi góðu ráð föður þíns eiga sannarlega við í þessu tilfelli. Þessi skilaboð þurfa að komast á leiðarenda.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 23.10.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband