VG bjóði Samfylkingu og Framsókn raunhæft samstarf um ESB

Einar og HafdísÞað er ekkert sem gerir Vinstri græna að náttúrlegum andstæðingum aðildar Íslands að samstarfi fullvalda Evrópuríkja í ESB. Þvert á móti.

Ef við lítum til hinnar sögulegu arfleiðar og hugmyndalegs grunns þá var t.d. Karl Marx afar mótfallinn þjóðríkjamódelinu og hans draumsýn var um landamæralausa Evrópu.

Norrænir flokkar sem eru líkastir VG hafa flestir, að fenginni reynslu, snúist til stuðnings við ESB.

VG og forverar hans hafa verið stuðningsmenn æðri menntunar. Það að við erum utan ESB kostar okkur nú að íslensk ungmenni hafa orðið miklu takmarkaðri aðgang að háskólanámi í Evrópu en var áður þrátt fyrir stóraukið skiptinám vegna EES. Nú þurfa íslendingar að greiða full skólagjöld t.d. í Bretlandi og sæta inngöngukvótum með íbúum fjarlægra og ótengdra þjóða þegar aðrir þegnar Evrópu eiga þar forgang.

ESB hefur reynst öflugasti vettvangur umhverfismála í heiminum og forystuafl á því sviði. Ótal margt fleira má telja þar sem ESB aðild lyftir undir önnur stefnumál VG það breytir þó ekki því að ESB er langt í frá draumríkið og þar þarf sífellt að leggjast á sveif með samherjum til að hnika málum í rétta átt og halda góðum málum í horfinu en jafnvel það eru rök fyrir aðild en ekki því að halda sig einangruðum í burtu frá umheiminum.

VG verður að endurskoða hug sinn til ESB og bjóða Samfylkingu og Framsóknarflokki uppá raunhæft samstarf sem leiði til aðildarviðræðna svo mögulegt verði að senda Sjálfstæðisflokk í langþráð frí.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helgi Samfylking er vonlaus í ríkistjórn ekki hægt að treysta henni

gunni (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 18:16

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Sovétríkin voru fjölþjóðlegt ríki í anda Marx. Þau liðu undir lok. Evrópusambandið líkist Sovétríkjunum sálugu meir og meir. Þangað eigum við ekkert erindi, þótt margir sósíalistar ali með sér þessa draumsýn.

Gústaf Níelsson, 23.10.2008 kl. 23:59

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

ESB líkist ekki á nokkurn hátt Sovéttríkjunum.

Ef menn eru að horfa til ríkjaskipulagsins væru það Bandríkin sem væru líkust Sovétríkjunum, margt fleira var líkt með USA og USSR samt sem áður voru þessi ríki hugmyndafræðilega sitthvor póllinn á veröldinni. Þannig að það hefur enga þýðingu að líta til einhverra slíkra hluta til að dæma.

Helgi Jóhann Hauksson, 24.10.2008 kl. 00:15

4 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Sorgleg eru viðbrögð eða viðbragðsleysi Sjálfstæðismanna þessa daganna. Enn sorglegri þykir mér VG sem gætu þessa dagana sópað öllu fylgi Samfylkingarinnar til sín.................ef þeir myndu bara opna fyrir umræðu um ESB. Það er eins og þeir séu á harðahlaupum frá kjósendum. Fyrirsögn þín vísar til þeirrar stjórnar sem mig dreymdi um en VG útilokaði daginn eftir seinustu kosningar. Vonandi vitkast þeir einhvern tíma.

Kristjana Bjarnadóttir, 24.10.2008 kl. 00:28

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Horfum til lausna sem eru í boði. ESB-lestin er farin og það þýðir lítið að ræða hana úr því sem komið er. Við eigum meiri möguleika á að ganga í Noreg en ESB.

Héðinn Björnsson, 24.10.2008 kl. 11:51

6 identicon

Góðan dag; Helgi Jóhann, og aðrir skrifarar og lesendur !

Vil byrja á; að taka undir, með Gústaf.

Því næst; vil ég spyrja þig, Helgi Jóhann. Hvað er ''æðri menntun'' ?

Þessi færzla þín lýsir; í hnotskurn, viðhorfum þínum, og ykkar krata, til vinnandi stétta, sem halda uppi burðarvirki okkar samfélags, án fínnar háskólamenntunar, sem annars snobbs. Það er fólkið; sem ætti að njóta ráðherra- og þingmanna launanna, og öfugt, Helgi minn.

Skömm; að þínum skrifum, sem niðurtali til bænda - sjómanna - verkamanna og iðnaðarmanna, hverjir vinna, með sínum tveim höndum, í þágu okkar allra !  

Með sæmilegum kveðjum; samt /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 11:55

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll Óskar

„Æðri menntun“ er ekki hugtak sem ég fann upp, ef þú setur þessi orð saman innan gæsalappa í Google-leit koma upp 13.400 niðurstöður. Flestir ESB-hatarar eru ótrúlega miklir aðdáendur USA, að annars USA ólöstuðum, og fylgismenn Friedmanns og Hayek og Hannesar hvers stefna hefur sett okkur á hausinn. Við hinsvegar eigum heima með Evrópu. - Þegar af þeirri ástæðu finnst mér absúrd að VG styðji það lið í ESB-hatri sínu.

ESB verður aldrei varanlegur og óbreytilegur fasti sem við getu tekið á milli handanna og skoðað í endanlegri mynd. ESB er og verður síbreytilegt eins og sérhvert samfélaga er líka, - en einhvertíman rennur líka upp sá dagur að það verður ekki lengur til - eins og svo sem allt annað. Það hinsvegar breytir ekki því að við eigum núna brýnt og áríðandi erindi þangað bæði til að nýta okkur kosti þess eins og til að geta lagst þar á sveif með bandamönnum til að færa það til þess vegar sem best hentar okkur. Afstöðu til þróun þess tökum við einfaldega á hverjum tíma eins og til alls annars í samfélagi manna.

ESB-hatarar hafa verið drjúgir með landráðbrigsl og  svikaávirðingar í garð þeirra skynsemisradda sem fyrir löngu sáu hve brýnt okkur væri að styrkja efnahagslegar varnir okkar og efla áhrif og tengsl við umheiminn með hagsmunaböndum við aðrar fullvalda þjóðir í ESB. - Það er því ekkert nýtt að hér séu settar inn svikaásakanir þó nú ég að vera að svíka bændur og verkamenn vegna þess að ég bendi á að íslensk ungmenni komast ekki lengur til náms í Evrópu með sama hætti og áður.

- Upplognar svikaásakanir er allt sem ESB-hatarar eiga nú eftir,  enda eru þeir  hinir eignlegu landráðamenn ef einhverjir slíkir eru til, landráðmenn sem offorsi og yfirgangi og svikabrigslum kæfðu alltaf umræður um ESB aðild og ollu því að þessi þjóð var efnhagslega varnarlaus þegar henni hefur í 15 ár staðið til boða að fylgja öðrum EFTA-þjóðum í efnahagslegt varnarbandalag fullvalda Evrópuþjóða - ESB.

Helgi Jóhann Hauksson, 24.10.2008 kl. 13:00

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nú veit ég ekki að hve miklu leyti VG sækja vísdóm sinn til Marxisma.  En það er alveg rétt hjá þér að  Karl Marx byggði hagfræðikenningar sínar á kenningum heimspekingsins Friedrich Engels "um baráttu og einingu andstæðnanna".  Kapítalisminn væri alþjóðlegur og því ættu öreigar verkamenn (ekki bændur, öryrkjar, handverksmenn og aðrir slíkir en verkamenn ættu að leita liðsinni þeirra) að sameinast. En fyrst þú ert að fara inn á þessa braut þá væri ekki minna spennandi að rifja upp hugmyndir Engels um fjölskylduna.  Líklega eru samyrkjubúin afsprengi þeirra. Miðað við það ættu VG frekar að horfa til Ísrael sem fyrirheitna landsins?

Sigurður Þórðarson, 24.10.2008 kl. 13:35

9 Smámynd: Dunni

Reyndar hefur SV, systurflokkur VG í Noregi grjórharða afstöðu á móti ESB.  En ég er sammála þér í því að Samfylkingin á að safna ESB fólki úr öllum flokkum saman til að vinna að því sterkara samfélagi á Íslandi en nú er.

Voru flottar umræður um ESB og EES á norska Stórþinginu í morgun.  Margir þingmanna létu í ljós áhyggjur yfir því ef Ísland gengi í ESB og fengi þannig mun sterkari bakhjarl er samið væri við Norðmenn og Rússa um fiskveiðar í N-Atlandshafi.  Það rekur frændur okkar áfram í að veita Íslendingum aðstoð sem dugir.

Núverandi jafnvægi á norðurslóðum er alfa og omega fyrir Norðmenn. 

Dunni, 24.10.2008 kl. 13:48

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Finnst ykkur ekkert bogið við þá stjórnmálamenn sem halda því fram einn daginn að þeir séu fulltrúar ríkis sem býr við velmegun og ríkidæmi og láta allar sparnaðartillögur sem vind um eyru þjóta?  En koma svo eins og heimatrúboðsmenn með þá kenningu að landið eigi að ganga í ESB,  taka risalán og segja okkur til sveitar hjá alþjóðasamfélaginu.

Sigurður Þórðarson, 24.10.2008 kl. 13:56

11 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sigurður, ertu að tala um einhverja sérstka stjórnmálamenn sem hafa skipt um skoðun á ESB? - þá hverja?

Um hitt sé ég ekki sérstaklega að þjóðir sem búa við velmegun gangi ekki í ESB og heldur ekki að fátækar þjóðir gangi ekki í ESB. Staða okkar hverju sinni er þó alltaf rök USA-/frjálshyggju-dýrkenda gegn aðild Íslands að ESB. Þegar allt gengur vel er ekki rétti tíminn, þegar hallar undan er ekki rétti tíminn og þegar allt er komið til ansk.. er enn ekki rétti tíminn að þeirra sögn.

Helgi Jóhann Hauksson, 24.10.2008 kl. 15:02

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Helgi, ég átti að sleppa ESB í þessu samhengi það var ekki sanngjarnt.

En ef við klippum  það út þá var meiningin hjá mér að umræðan er of oft í ökla eða eyra og þa´á ég ekki endilega við tilteknar persónur, þvert á móti finnst mér þetta vera lenska í umræðu hjá okkur.

Sigurður Þórðarson, 24.10.2008 kl. 15:32

13 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll Guðni

Þakka þér fyrir upplýsingar frá Norge bæði nú og fyrr

Bestu kveðjur héðan

Helgi Jóhann Hauksson, 24.10.2008 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband