Krónan er okkur dýr og á eftir að verða dýrari

Mynd 2008 10 10 12 41 25+Vísitölutrygging í áratugi er einn fórnarkostnaður þjóðarinnar af gjaldmiðli sem hún treysti aldrei sjálf. Nú verður gerð tilraun til að gera krónuna aftur nothæfa, eftir hrun, með helmings hækkun stýrivaxta. Það er gert til að þjóðin flýi ekki með peningana sína yfir í evrur. Alls óvíst er að það takist en ljóst er að það er enn ein fórnin sem þjóðin færir til að halda krónunni sinni. Fórnin gæti samt reynst til einskis og fórnarkostnaðurinn orðið geigvænlegur. Ef það hinsvegar tekst nú að bjarga krónunni er eftir sem áður langur vegur til þess að hún nái alvöru trausti eftir undangengin áföll svo næsta víst mun fé leka í burtu yfir í aðra traustari gjaldmiðla, það er bara spurning um hve hratt.

Það sem er samt ólíkt með afleiðingum af háum stýrivöxtum nú og stöðunni undangengin ár er að afar ólíklegt er að aftur streymi gjaldeyrir erlendra lánveitenda og kaupenda jöklabréfa inn til landsins, svo þessi hækkun ætti næsta örugglega ekki að leiða til offjárfestinga í íslensku efnahagskerfi og ofstreymis fjár til landsins.


mbl.is Erfitt fyrir fólk og fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Við munum ekki uppfylla skilyrði fyrir upptöku evru á næstu 10 til 20 árum. vaxta byrgði og greiðslur af lánum verða of háar til þess að það sé hægt. nema þá að við skerum niður í stærstu útgjaldaliðum ríkisins. heilbrigðis og menntamálum. Ég vil það ekki, vilt þú það?

ESB aðild gangast ekki án evru. það hefur núna verið sannað af Ungverjum. ESB gat ekki aðstoðað Ungverja án hjálpar og IMF. Hvaða gagn í ESB ef þetta ríkja samband getur ekki aðstoðar þá sem eru í því? 

Fannar frá Rifi, 28.10.2008 kl. 13:41

2 identicon

Eins og oft áður er ógerningur að vita hvað hægt er að gera ef við göngum ekki úr skugga um það. USA-dýrkendur sem hata Evrópu leggja mest á sig til að passa að við kynnum okkur ekki og þá alls ekki að við látum reyna á með beinum hætti hvað Evrópa hefur uppá að bjóða fyrir örríkið Ísland í Ballarhafi.

Sigurður Þ G (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 13:57

3 identicon

Helgi Jóhann, viltu taka upp Evruna núna??  Og á hvaða gengi á að reikna krónuna upp í Evru??  Á núverandi gegni, þe. 150 kr. pr. Evru?  Heldurðu að það væri viturlegt?  Þá værum við við búin að festa okkur sem B-ríki, eða jafnvel C-ríki í ESB, þ.e. láglaunaríki.

Sigurþór A. Hrafnkelsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 16:28

4 identicon

Af hverju eru íslendingar að kvarta?  Íslenska fólkið hefur aftur og aftur kosið sérhagsmunaflokkana D og B.  Allir sem kusu B og D eiga sjálfir sök á hvernig málum er háttað í dag.  29% VILJA KJÓSA D Í DAG!!!

Nýfjötri (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 16:43

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Auðvitað eru það afdrifaríkustu mistök Íslandssögunnar að menn hafi komist upp með að sópa alvöru ESB- og evru-umræðum útaf borðum og skuli hafa komist upp með að segja með offorsi og útúrsnúningum þau mál ekki á dagskrá nú í 13 ár.

-Nú erum við að greiða kostnaðinn af því botnlausa fyrirhyggjuleysi.

Augljóslega værum við ekki nú að nota okurvexti til að koma krónunni aftur á flot með óhemju kostnaði fyrir heimilin ef við værum ekki með krónuna.

Hitt er annað mál að til að taka upp evru nú sem fyrst (á 6 - 36 mánuðum)  ættum við að fara strax í viðræður við ESB og megin málið er að skilyrðin sem ESB setur hafa ákveðinn tilgang og ef ESB þarf ekki að óttast að við röskum þeim forsendum er hugsanlega hægt að opna glufur. Jafnvægisskilyrði ESB eru til að ótraust efnahagskerfi lands sem bætist við geti ekki ruggað eða kollsteypt öllu gjaldeyrissvæðinu. Tvennt er þó sérstakt í okkar tilviki við erum svo lítil að við gætum vart efnahgslega ruggað öllu evru-svæðinu og svo að nú eru neyðaraðstæður sem að hluta stafa af heimskreppu og röngum viðbrögðum ESB-ríkja.

- Það er því þess virði að kanna hvaða glufur mætti opna.

Um gengið eru aftur stöðugleikaskilyrði ESB til þess ætluð að landsvæði komi inn með réttu jafnvægisgengi til að rugga ekki hinum, - það væri því markmið beggja okkar og ESB að finna út sem réttasta viðmiðun á genginu við skiptin og það þarf alls ekki að vera núverandi gengi. Ef við finnum það út má kosta talsverðu til í stuttan tíma til að nálgast það sem best fyrir skipti.

Helgi Jóhann Hauksson, 28.10.2008 kl. 19:34

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Afsakið. Ég sendi athugasemdina aftur og nú með greinaskilum


Hvaða jafnvægi ertu að tala um Helgi?


Evarn er fallin um 20% gagnvart dollar á síðustu 3 mánuðum

Hún féll um 30% þegar henni var ýtt úr vör

Hagvöxtur er kominn á fullt STOPP á evruvæði núna

Atvinnuleysi síðustu 20 árin hefur verið um og yfir 10%

Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára er 15% núna

Suður Evrópa er gjaldþrota

Þýskaland er orðið að elliheimili. 50% kjósenda í Þýskalandi á næsta ári veriða orðnir sextugir

Það er komin enn ein kreppan í ESB núna

Hagvöxtur á evrusvæði/ESB er næstum sá lélegasti í heimi undanfarin 20-30 ár.


Þetta gerist eftir að íslenska þjóðin hefur notið óslitins, mikils og samfellds hagvaxtar undanfarin 16 ár. Kaupmáttur Íslendinga hefur aukist um 80% frá 1994 (verðbólga hreinsuð út) og einkaneysla Íslendinga hefur aukist um 50% á síðustu 10 árum að raunvirði. Á meðan hefur einkaneysla í Þýsklandi aukist um 0,00%.


Hvað viltu okkur inn í fátæktarbandalag Evrópu Helgi? Vantar þig vinnu á skrifstofu?


Tilkynning frá okkur í Evrópusambandinu

Það með gleði og stolti að við kynnum árangur Lissabon 2000 markmiða okkar í ESB. En í því markmiði felst að við hér í ESB verðum ríkasta hagkerfi í heimi árið 2010. Það eru því aðeins tvö ár þangað til við verðum rík.


Þjóðartekjur á mann í ESB 2004 voru 18 árum á eftir tekjum í BNA

Þjóðartekjur á mann í ESB 2006 voru 21 árum á eftir tekjum í BNA

Þjóðartekjur á mann í ESB 2007 voru 22 árum á eftir tekjum í BNA


Framleiðni í ESB 2004 var 14 árum á eftir framleiðni BNA

Framleiðni í ESB 2006 var 17 árum á eftir framleiðni BNA

Framleiðni í ESB 2007 var 19 árum á eftir framleiðni BNA


Rannsóknir og þróun í ESB 2004 var 23 árum á eftir BNA

Rannsóknir og þróun í ESB 2006 var 28 árum á eftir BNA

Rannsóknir og þróun í ESB 2007 var 30 árum á eftir BNA


Atvinnuþáttaka í ESB er núna 11 til 28 árum á eftir BNA


Önnur tilkynning frá okkur í Evrópusambandinu

Við kynnum glæsilegan árangur okkar á skatta-sviðum ESB. Þau gleðilegu tíðindi bárust nefnilega föstudaginn 27. júní 2008 að skattar í ESB eru orðnir 40% hlutfall af landsframleiðlsu ESB. Okkur hefur því tekist að hækka skatta í því góðæri sem hefur ríkt um stutt skeið. Þessu afreki munum við vonandi geta fylgja eftir með enn frekari skattahækkunum á næstu árum því allt útlit bendir til að það muni reynst okkur mjög auðvelt.


Í þessu góðæri þá féll einnig áratuga langt atvinnuleysi ESB úr meira en 10% og niður í 7,1%, þar sem var í mars en fer hækkandi aftur, sem betur fer. Núna er það komið í 7,6% í dag og á eftir að hækka í 12-15% á næstu árum. Okkur tókst einnig að hækka atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri upp í 15%. Þetta er því umtalsverður árangur sem hefur náðst á atvinnuleysissviðinu.


Með kveðjum

Kommmissar

Ímat Úrmat

Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2008 kl. 06:01

7 identicon

Það eru akkúrat menn eins og hann Gunnar, sem eru svo dæmgerðir fyrir umræðuna. Það er spurning hvort þeir hafi forheimskast í umræðu stjórnmálamannanna.

  Gunnar talar t.d. um skatta í ESB og segir þá vera 40% af landsframleiðslu, en á Íslandi eru þeir um 50% af landsframleiðslu!

Talar um atvinnuleysi, sem er alltaf lágt á jaðarsvæðum eins og Íslandi, og er ekki hægt að bera það saman við 500 milljóna vinnumarkað Evrópu. Það er ábyggilega hægt að finna fullt af 300þús manna svæðum þar sem atvinnuleysi er svipað og á Íslandi...fyrirgefðu var, eins og atvinnuleysi var á Íslandi.

 Þú talar um hversu mikið landsframleiðsla og framleiðini er miklu meiri í Evrópu. Allt í lagi, eflaust er hægt að segja það, en hvert fellur þessi landsframleiðsla í USA, jú karlinn!!, til þeirra ríku, en dreifist miklu meira í Evrópu.

  Einnig fyndið þegar þú berð saman hagvöxt á Íslandi síðastliðin sextán ár, þá ferð þú væntanlega til áranna um 90, en samanlagaður hagvöxtur íslands á árunum 89-90-91-92-93-94 var 0000000, já núll. Síðan vil ég benda þér á að á næstu 2 árum þurkast líklega út hagvöxtur síðust 3 ára, þannig að........, sem er afrek út af fyrir sig, í þessu litla landi, með svo miklar auðlindir, sem hafa auk þess verið mjög dýrmætar undanfarin ár!!

Það sem toppar þetta svo allt, er náttúrulega sú staðreynd að nú fara Íslendingar betlandi út um allt í "fátæktarbandalagi Evrópu", þ.e. við erum að betla af fátækling, það gera ekki nema mjög ómerkilegir menn, heyrðu jú, nema þú sért einn af þeim.......jú og grasið er grænt og himininn blár

Jóhannes (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 11:37

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Skatttekjur sem hlutfall að landsframleiðslu: 1999 - 2007

34,00

34,24

32,48

32,36

33,56

34,81

37,39

38,14

37,85

Heimild: Hagstofa Íslands

Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2008 kl. 12:07

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson


Havöxtur á Íslandi 1994-2007: prósent

--------------------------------

3,6  

0,1  

4,8

4,9

6,3

4,1

4,3

3,9

0,1

2,4

7,7

7,5

4,4

3,8

------------

Samtals: 57,9%

-------------

Heimild: OECD

  

 

10araDEfrostmark 

 

 

Hagvöxtur í ESB fyrr á tímum

 

Stöðugleikur ESB 

Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2008 kl. 13:05

10 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þessar súlur þínar Gunnar eru einskis verðar nú þegar allt er hrunið og við vitum báðir og heimurinn líka að hagvöxturinn var tekinn að láni og veður greiddur af yfirveðsettri þjóð, börnum og barnabörnum í áratugi - nema við bara borgum ekki skuldir okkar og breytum hagvexti að láni í hagvöxt með ráni.

Sama á við USA sem er svo yfirskuldsett að menn sjá enga leið út enn og benda á Ísland um hvað bíði yfirveðsetum Bandríkjunum - þó skulduðum við margfalt meira en þeir.

Helgi Jóhann Hauksson, 29.10.2008 kl. 15:41

11 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Reyndar var hagvöxtur á evru svæðinu árið 2006 3.5% svo augljóslega er það stórkostleg framför frá upptöku evru ef þínar tölur eru réttar að öðru leiti. Sem ég veit ekki um - ertu ekki með tölur frá einhverjum í Slóveníu?

Helgi Jóhann Hauksson, 29.10.2008 kl. 15:45

12 identicon

Það er svo margt lygi-bullið í Evrópu-höturum, reyndar er merkilegt hvernig flestir þeirra dásama USA. Gunnar er gott dæmi um bullara sem sturtar upplýsingum og bulli eins og það  séu rök. Hér bullar hann t.d. um skattbyrði í ESB-ríkjunum og segir hana hærri en hér, - eins og það komi eitthvað ESB umræðu við.

- Auðvitað veit Gunnar samt að í ESB eru engar samræmdar reglur um skatta, svo sumstaðar í ESB eru mjög háir skattar eins og t.d. í Svíþjóð en annarsstaðar eru mjög lágir skattar. Þess vegna hafa skattar í ESB löndum ekkert með ESB að gera eða rök með eða móti aðild. Því veit Gunnar að hann er vísvitandi að blekkja þegar hann ber saman skatta hér og í ESB-löndum eins og þeir komi málinu við. Svona blekking er í raun lygi.

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 17:52

13 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Gunnar er mjög fróður en mætti nota þekkingu sína á heiðarlegri og hlutlausari hátt

Helgi Jóhann Hauksson, 29.10.2008 kl. 17:57

14 identicon

Helgi: Þú hlýtur að sjá það sjálfur að það er allt of langt gengið að tala um allan hagvöxt undanfarinna árá sem einhverskonar "gervihagvöxt" sem er tekin að láni. Jafnvel þótt að það verði samdráttur á landsframleiðslu um 10% þá kemst það ekki nálægt því að strika út allt góðærið.

Við vitum að Ísland er með þeim löndum þar sem alþjóðlega lánabólan hefði mest áhrif. Skammtímaáhrifin af því að hún hrundi saman eru líka með þeim allra mestu, kannski þau mestu í heimi. Hinsvegar erum við að mestu laus við krónísk vandamál.

Varðandi hagvaxtaraukningu í ESB 2006: þú veist vonandi að þetta var alþjóðleg lánabóla. Ísland er ekki eina landið sem upplifði "gervihagvöxt" af völdum hennar. Hagvöxtur á Spáni hefur t.d að miklu verið knúin áfram af húsnæðisbólu síðsutu ár.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 05:11

15 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Veistu Hans að í kreppunni miklu sem hitti okkur 1930-1933 var samdráttur í landsframleiðslu ekki nema 7% en nú þegar er spáð 10% samdrætti landsframleiðslu í þessari. Slíkur samdráttur er þegar upp er staðið mest allur tekinn frá almenningi svo kjör almennings minnka margfalt meira en þetta, grunnstoðir þjóðfélagsins fá fyrst sitt óskipt.

Þá er kaupmáttur launa ómerk viðmiðun þegar atvinnuleysi eða þáttaka á vinnumarkðai er ekki haft með og vinnustundafjöldi hvers þátttakenda og því heildar laun eru jafnvel ekki höfð með heldur. - Heildar laun og tekjur almennings í samfélaginu geta því minnkað mjög mikið þó kaupmáttur launa og „launataxta“ sé lítið að minnka.

Jú jú kaupmátturinn var að láni og jafnvel rúmlega það, klárt mál skiptir öllu máli að þjóðin margfaldaði skuldir sínar bæði í heild og nettó og skuldaði orðið margfalda árlega landsframleiðslu - það er ekkert annað en kaupmáttur að láni.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.10.2008 kl. 12:52

16 identicon

Bankarnir skulduðu gríðarlega mikið eins og allir bankar gera. Það voru mistök að leyfa þeim að verða svona stórir. Stórir bankar þýða stórar skuldir.

Skuldir heimilanna og annarra fyrirtækja eru verulegar (margföld þjóðarframleiðsla) en miklu nær því sem tíðkast annarstaðar (en flestar þjóðir skulda margfalda þjóðarframleiðslu).

Þessi tala vísar ekki til kaupmáttar launa heldur landsframleiðslu. Ég hef heyrt menn giska á að 10% samdráttur þýði um 20% rýrnun á kaupmætti meðaltekna (byggt á þeirri forsendu að þjónusta á vegum ríkisins haldist nokkurn veginn óskert) og þá er tekjutap vegna atvinnuleysis tekið með í reikninginn.

Hinsvegar er það alveg dagljóst að hagvöxtur undanfarinna ára gengur ekki til allur til baka og að Ísland verður ennþá meðal ríkustu landa heims þegar áhrif bankahrunsins koma fram.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband