700 milljaðrar fyrir krónuna en Félagsþjónustan ber fólk út v skulda

Landsfundur Samfylkingarinnar 22Það verður óbærileg skömm fyrir þetta samfélag ef fyrstu viðbrögð við kreppunni eru að bera út fjölskyldur, atvinnulausa og lífeyrisþega, skammarlegast er þegar Félagsþjónustan stendur að því.

Allur IMF-pakkinn er kostnaður vegna krónunnar

Það þarf að koma krónunni á flot á ný ef það er á annað borð hægt. Kostnaðurinn ef því og fórnirnar vegna krónunnar okkar eru gríðlegar. Allt IMF dæmið, 18% stýrivextir og öll önnur skilyrði sjóðsins sem kunna að koma í ljós og svo risalánið sjálft með tugum miljarða króna í vexti á ári er aðeins og eingöng til að koma krónunni á flot aftur, sem auðvitað þyrfti ekki ef við hefðum ekki haft krónu heldur evru.

Og þá er allt annað eftir vegna bankahrunsins, t.d. hundruð milljarða kostnaður ríkissjóðs til að halda helstu stoðum atvinnulífsins gangandi og byggja upp bankakerfi á ný því ríkissjóður tekur við þeim á núlli og þarf að leggja þeim til nýtt eigið fé, - og svo Icesave.

mynd_2008-05-21_14-19-44_714937.jpgAð allir geti lifað kreppuna af

Eitt viðfangsefni er þó að mínu mati öllum öðrum mikilvægara þ.e. að ríkið tryggi að allir geti lifað þessa kreppu af. Árum saman hefur ríkið komið sér undan að skilgreina hvað Íslendingur þarf  til að geta séð sér fyrir grunnþörfum - þ.e. hvað kostar að lifa, hver grunnframfærslukostnaður er. Þó hefur umboðsmaður Alþingis bent á að ógerningur sé fyrir ríkið að taka upplýsta ákvörðun um lífeyri öryrkja og aldraðra og tekjutryggingu lífeyrisþega ef ríkið veit ekki hvað fólk þarf til að lifa.

Við þær aðstæður sem nú ríkja eru þeir sem búa við einhverja vanheilsu eða skerðingu þeir sem helst missa vinnu og eru sístir til að fá vinnu á ný.  Samkeppnissamfélagið hefur í vaxandi mæli hafnað þeim sem búa við skerta heilsu eða skert atgervi. Það mun ekki batna nú.
-  Vandi þerra sem töpuðu milljónum eða milljörðum á hlutabréfamörkuðum er enginn vandi við hlið þeirra sem áttu ekkert  - ekki einu sinni heilsu til að tapa. Það er sá vandi sem verður að hafa forgang nú því þeim fjölgar hratt og bjargir þeirra hverfa fyrst.

Við verðum að tryggja fyrst af  öllu að allir geti lifað og bjargað sér eins og unnt er sjálfir, það verður að tryggja öllum lágmarksframfærslu og til þess þurfum við að vita hvað kostar að lifa.

Fréttir berast af 7 útburðarmálum sem Félagsbústaðir þingfestu í vikunni. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða kvaðst búast við að hröð fjölgun yrði í slíkum málum hjá þeim á næstunni vegna kreppunnar. - Og enginn hefur gert athugsemdir við þessi orð. Þetta er skuggaleg afstaða og vinnubrögð Félagsþjónustunnar í Reykjavík og sýnir vel hve grimmt  og miskunnarlaust samfélagið er orðið. Hér heggur sá er hlífa skyldi. - Útburður af hendi félagsþjónustu sveitfélaganna var til skamms tíma nánast óþekktur - en nú er sem ekkert sé sjálfsagðara.

Bönnum að lögum að fólk sé borið út vegna skulda

Við verðum því að fá það sett í lög að banna sé að bera fólk út úr venjulegu íbúðarhúsnæði vegna skulda hvort sem er vegna leigu eða afborganna ef skuldari greiðir eitthvert tiltekið sanngjarnt hlutfall af tekjum sínum eftir skatta, hvort sem það eru tekjur lífeyrisþega eða launþega. - Það verður óbærileg skömm fyrir þetta samfélag ef fyrstu viðbrögð við kreppunni eru að bera út fjölskyldur, atvinnulausa og lífeyrisþega í hrönnum á götuna af heimilum sínum, skammarlegast er þegar Félagsþjónustan stendur að því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Því miður eru þessar fréttir rétt að byrja. Það er ekki rétt að segja þessu fólki að þess bíði hagsæld ef landið gangi í ESB. Það er ekki fallegt að segja því að IMF sé hingað komið til að verja hagsmuni þess. Og það er heldur ekki rétt að segja því að  við þurfum ekkert að spá í efnahagsmál  og getum haldið áfram að  eyða um efni fram ef við tökum upp aðra mynt.

Ræðum frekar hvernig hægt er að vinna sig út úr þrengingunum og hjálpa því fólki sem verst er statt. Slíkar umræður eru þo því miður gagnslitlar nema boðið sé til kosninga.

Sigurður Þórðarson, 31.10.2008 kl. 06:10

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll Sigurður, alltaf gaman að sjá þig hér

Reyndar er þekkt setning höfð eftir norskum verkalýðsforingja fyrir nokkrum árum sem var hér í heimsókn. „Ef ég væri íslendingur og byggi við íslensk lög þá myndi ég berjast með kjafti og kló fyrir ESB-aðild því öll lágmarksskilyrði ESB um verklýðsmál og félags leg réttindi eru betri en íslensk lög, en fyrst ég er norskur og bý við norsk lög óttast ég að ESB viðmiðanir dragi niður í metnaði norskra stjórnmálamanna.“

- Lágmarkskröfur ESB eru alltaf þannig að löndin mega tryggja íbúum sínum meir rétt en þau kveða á um. Ísland er eina land Vestur-Evrópu sem í áratugi hafa vikist undan að lögfesta félagsmálasáttmála Evrópu (sem gerður er af Evrópuráðinu en ekki ESB).

ESB og evra er engin töfralausn á neinu og því heldur enginn fram, en ef þakið hriplekur þá munar miklu að gera við það og geta svo aftur snúið sér að venjulegu lífi. - Það er óþarft að rífast um það.

ESB er skjól til að við getum svo í friði sinnt lífstritinu en losar okkur ekkert undan því. Það er líka böffer/dempari fyrir sveiflur og ágjöf og það er í verstu tilvikum eins og tryggingaféleg ef ríða yfir katastrófur hvort sem er efnahagslegar, aflabrestur eða náttúruhamfarir, en líka samfélag aðila sem hefur hagsmuni af að styðja hvern annað sem tilheyrir hópnum. - Jafnan myndum við þó ekkert vita af því.

Helgi Jóhann Hauksson, 31.10.2008 kl. 11:45

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Helgi, ég get sannarlega tekið undir flest ef ekki allt sem þú segir hér að ofan. Það má margt gott um ESB segja og ég er ekki hissa á að verkalýðshreyfingin  horfi til ESB. Neytenda- og samkeppnislög ESB eru líka til mikillar fyrirmyndar, þá er vörumerkjaréttur miklu betur tryggður en var t.d. í íslenskum lögum. Ég skildi aldrei í því af hverju við vorum í okkar litla kunningja- og ættarsamfélagi að búa til reglur um hvaðeina í staðin fyrir að horfa til og viðurkenna reynslu annarra. Þetta sá ég oft í fæðubótaefnum þar sem reglugerðasetning var handahófskennt svo ekki sé meira sagt.

Ég tel það hafi verið mikil bót að því  að taka upp reglur ESB og gerir íslensk fyrirtæki samkeppnishæfari. Þá hefur ESB aukið réttaröryggi borgaranna. Það er erfiðleikum háð að tilheyra litlu myntsvæði og getur verið tæknihindrun fyrir trygginga- og fjármálafyrirtæki. Möguleikar kostir og gallar hljóta að vera skoðaðir í  náinni framtíð. ESB getur verið fender  í áföllum en eðli málsins samkvæmt eru það stóru ríkin sem ráða hvort honum er beitt.  Þessu er sjálfsagt að halda til haga því umræða hefur oft verið einhliða. Gallarnir vega þó þyngra í mínum huga. Við búum í harðbýlu landi ef ekki kæmu til náttúruauðlindir sem eru forsenda þess að hér sé lífvænlegt að búa fyrir okkur og niðja okkar. Auk þess munum við ekki ná efnahagslegu sjálfstæði okkar nema með tilstyrk náttúruauðlindanna. 

Náttúruauðlindirnar eru lífsgæði sem ég vil skila komandi kynslóðum í því ásigkomulagi sem við tókum við þeim.  

Sigurður Þórðarson, 31.10.2008 kl. 20:37

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sigurður, ESB abbast ekkert uppá náttúruauðlindir okkar. Það er bara bullu-lygi. Olíulindir Breta eru þeirra einka, sem og kolanámur og málmnámur og fallvatnsvirkjanir landanna sem liggja að Ölpunum nú eða Svía og Svíar eiga sínar stálnámur sem og allar þjóðir ESB eiga sínar auðlindir.

Um fiskinn sem og hafið og loftið gildir „sameiginlegur vandi krefst sameiginlegra lausn“ og að fiskistofnar í Norðursjó virtu hvorki landmæri né lögsögumörk svo ESB var nauðugur einn kostur að koma upp sameiginlegri stjórnun á fiskveiðum þar sem það á við eins og lausnir á loftmengun verða að vera sameiginlegar öllum þjóðum.

í Miðjarðarhafi er það hinsvegar Miðjarðarhafsráð sem fer með stjórnun fiskveiða þar sem fleiri þjóðir en ESB þurfa að koma að málum og á Eystrasalti er það Eystrasaltsráð. ESB skiptir sér svo ekkert að fiskveiðistjórnun t.d. eyja undir yfirráðum Frakka í Kyrrahafi - Þar er enginn sameiginlegur vandi. Þetta benti Halldór Ásgrímsson á í Berlínarræðu sinni og því ætti að verða sér fiskveiðistjórnunarsvæði um ísland undir stjórn Íslendinga ef við gengjum í ESB og ESB færi að eigin reglum.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.11.2008 kl. 03:58

5 identicon

Þú segir bullu-lygi þetta auðlindauppáabb.   Ég held að andstæðingur ESB-aðildar líti á þetta svona:  Ég veit hvað ég hef og treysti okkur sjálfum betur að gæta eigin hagsmuna en ráðamönnum risa ríkjabandalags.  Þetta má atyrða með tilvísun í stöðu landsins nú enda fjölgandi þeim sem hallast að ESB.    Hinum finnst, þrátt fyrir hallærið, meira spennandi kostur að harka sjálf og treysta á eigin getu.  Kannski hlægilegt í sumra hugum en svona er þetta bara. 

LÁ 

lydur arnason (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 04:44

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Bjarni, það er gaman að eiga skoðanaskipti við þig þó við séum á öndverðu meiði að þessu leyti (þ.e. varðandi ESB).  Þær upplýsingar sem ég hef séð eru mjög misvísandi. Okkur  er báðum, vonandi öllum, annt um hag Íslands, spörum stóryrðin. Það gilda aðrar reglur um olíu og fisk. Það eru fáir ef nokkrir Íslendingar sem þekkja fiskveiðistefnu ESB jafn vel og Jón Kristjánsson.  Hann hefur mikið unnið í Skotlandi, Írlandi og Hjaltlandseyjum og mætt fyrir þeirra hönd til Brussel. Ég þykist vita að Halldór Ásgrímsson vilji skipta á veiðirétti fjölskyldunnar og evrum. En með allri virðingu fyrir þeim hagsmunum vil ég frekar horfa til lífsmöguleika íslensku þjóðarinnar.

Sigurður Þórðarson, 1.11.2008 kl. 11:53

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Lýður, eins og þú vest manna best er því þekking og vitneskja mikilvægari en allt annað til að taka upplýsta ákvörðun. Tilhnegingin til að verja það sem maður þekkir og hafna breytingum er vel þekkt. Til að vera fær um að taka ákvörðun um valkosti til framtíðar sem jú eðli samkvæmt er alltaf óþekkt þarf skynsamt fólk að leggja það á sig að kynna sér málin vel og af yfirvegðari skynsemi. Svona líkt og sjúklingur sem stendur frami fyrir því að velaj milli þess að fara undir hnífinn og þurfa treysta lækninum, hjúkrunarfólkinu, tækjunum og að rafmagnið fari ekki í miðri aðgerð eða ákveða að takast á við meinið „sjálfur“ og treysta engum og taka enga ákvörðun sem felur í sér óvissuþætti utan hans eign líkama.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.11.2008 kl. 12:17

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Helgi, ég væri alveg til í að stuðla að umræðufundi þar sem ólík sjónarmið kæmu fram varðandi sjávarútveginn.  Heppileg  tilhögun væri að vera með tvo fummælendur (með og móti) og síðan væru leyfðar fyrirspurnir úr sal sem væri ávalt beint til beggja.

Sigurður Þórðarson, 1.11.2008 kl. 18:25

9 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Mjög góð hugmynd Sigurður.

Helgi Jóhann Hauksson, 2.11.2008 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband