Til hamingju heimur - Obama kjörinn forseti

_44715109_obhug_getty466Það gleður mig ósegjanlega að hafa haft rangt fyrir mér um að Obama hefði misst af sigri með því að hafa ekki Hillary Clinton sér við hlið sem varaforsetaefni.
Nú rétt í þessu lýsti CNN Obama næsta forseta USA og að hann hefði tryggt sér 297 af  270 kjörmönnum sem hann þarf. McCane hefur aðeins 139 á þessari stundu. Þetta small inn með vesturströndinni sem kom öll fyrir Obama um leið kjörstöðum var lokað þar nú kl 04 að okkar tíma.  Þegar samkeyrðar eru tölur frá útgöngukönnunum og fyrstu tölur einstakra kjördæma fylkjanna telur CNN óhætt að lýsa sigri Obama með því að hann hafi tryggt sér 297 kjörmenn.
Ég ætla rétt að vona að talningin taki ekki einhverja lykkju eða skrítna beygju eftir þetta eins og í Flórída fyrir 8 árum. Ég get ekki ímyndað mér hvað myndi gerast - það yrði uppreisn.
Þessi sögulega kosning markar vonandi gerbreytta stefnu frá tímabili Bush til betri framtíðar allrar veraldarinnar.

Framundan er mikil vinstri sveifla í heimunum þar sem sýnt er að lýðræðisjafnaðarstefnan og hið blandaða hagkerfi stendur eitt eftir sem vegvísir til framtíðar.


mbl.is Obama kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil ekki skemma sigruvímu þína en " hið blandaða hagkerfi stendur eitt eftir sem vegvísir til framtíðar." virkilega?

Þú veist að kreppan sem við erum að fara í gegnum núna er vegna þess að við höfum blandað hagkerfi. Undirmálslán urðu til vegna lagasetningar sem átti að tryggja öllum eigið húsnæði, jafnaðarmannalög.  Það er klárt mál að blandað hagkerfi virkar illa og skapar hættu á markaðsbrestum.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 04:27

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Reyndar voru það afleiðurnar þ.e. veðmálin með líkur á gjaldfalli skuldbindinga sem felldi kerfið. Slíkt brask var bannað í USA árið 1907 vegna þess hve hættilegt það væri fjármaálkerfinu en leyft aftur árið 2000 að nýju - smeygt inní stórt frumvarp á síðustu metrum og þá leyft án alls eftirlits svo í dag veit enginn hvernig það stendur nema það hefur kostað gígantíska peninga þegar verð lækkuðu - þ.e. hvert tap þarf að borga út margfalt. Rökin voru um að einkageiranum væri betur treystandi en ríkinu.

Gjaldfall lána vegna húsnæðislána fólks í öllum tekjuflokkum og sérstaklega þó miðstéttarinanr sem leyft hafði verið að að kaupa og taka lán án greiðslumats, skall á með olíukreppunni sem verðfelldi húsnæði, kostaði fjármálakerfið gríðamikið vegna afleiðanna þ.e. veðmálanna um hvort gjaldfall yrði. Þannig höfðu ekki aðeins lántakendur getað keypt lánatryggingu útá lánið sitt heldur hver sem var þó hann hvorki lánaði eða tæki lánið þannig a ef læanið félli þá fengi þessi þriðji aðili líka tryggingaféð, og þannig gátu margir tekið tryggingu úta sama lánið og ef það félli þyrfti að borga þeim öllum fulla tryggingu.

Fult af vogunarsjóðum og öðrum veðjuðu í hlutföllunum 1/100 eða 1/50 hvort viðkomandi myndi standa í skilum eða ekki. Þegar verðfall varð á íbúðahúsnæði og gjaldfall í kjölfarið kostaði hvert gjaldfallið láns margfalda lánaupphæðina vegna afleiðanna eða þessara veðmála í formi lánatrygginga.

Það eru hrikalegir peningar sem það brask hefur kostað fjármálakerfið þannig að allt er strand vegna þeirra og enginn þorir nú neinu.

Helgi Jóhann Hauksson, 5.11.2008 kl. 04:46

3 identicon

Thetta verdur mjög erfitt fyrir kallinn.  BNA eru skuldug upp fyrir haus og eru ad drukkna í félagslegum vandamálum.  Efnahagurinn er í algjörri rúst á sama tíma sem barist er í tveimur strídum. 

Bókstaflega eru meira en 100 miljónir bandaríkjamanna bláfátaekir.  Í borginni Detroit er búid ad loka fyrir vatn og rafmagn til 20% heimila vegna ógreiddra skulda.  Í NYC einni eru 100 thúsundir fólks algjörlega hád gódgerdasamtökum sem deila út máltídum.

Raunverulegt ástand BNA er vídsfjarri theirri mynd sem dregin er upp í sjónvarpsefni og kvikmyndum framleiddum thar. 

Ríkustu 10% í BNA eiga 90% af audnum og langflestir bandaríkjamanna eiga EKKERT og stór hluti af theim skuldar.

Ég yrdi ekki hissa thótt alsherjar hrun yrdi í BNA.  BNA er núna rekid á lánum frá Japan, Kína og Rússlandi.

Thad eru Heimskir Hansar á Íslandi sem hafa BNA sem fyrirmynd og vilja allsherjar einkavaedingu á öllum svidum.  BNA aetti ad vera kennslubókardaemi sem sýnir ad slíkt er algjört órád. 

Sjálfstaedisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru einungis hagsmunaklíkur sem thjónar littlu broti af íslensku thjódinni en skadar alla adra.  Vid verdum ad gera okkur grein fyrir thví ad thad er okkur ekki í hag ad kjósa thessa flokka heldur skadar stórkostlega eins og nú er áthreifanleg stadreynd.

Goggi Gúanó (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 05:18

4 identicon

Afleiður og framvirki samningar eru bara leiðir til að tryggja sig fyrir of miklum sveiflum en geta vissulega ýtt undir vandamál en skapa þau ekki. Afleiður sem trygging til þriðja mans, og þá ekki í formi þriðjamans löggerning, brýtur í bága við grundvallareglur frjáls markaðar og býr til beina hagsmuni af hrakföllum annarra ( menn geta haft óbeina hagsmuni en það er annað mál). Fyrir mér er þetta pínulítið eins og að banna A að drepa B beint en leyfa honum að setja fé til höfuðs honum. Kannski ekki góð líking en samt. Hér brestur ríkið grunskyldu sinni að vernda grundvallaréttindi einstaklinga.

Vandamálið hefur verið og er þvingaðar lánveitingar og ríkisábyrgð. Í kreppunni miklu var töluvert um greiðsluerfiðleika, eðlilega, og þá er stofnað Federal Housing Administration sem tryggði húsnæðislán og tók allan áhættuna af bankakerfinu og 1938 eða fjórum árum eftir FHA var komið á fót er Fannie Mae stofnað til að kaupa slæm húsnæðislán af bönkum. Þetta er í raun upphafið á ríkisábyrgð og útrýmingu ábyrgra lánveitinga.  Það er svo ekki fyrr en 1977 að The Community Reinvestmen Act (CRA) lögin eru sett og neyða banka til að stunda viðskipti á svæði sem bankar höfðu ekki kosið að lána mikið inna sökum slæmra endurgreiðslna. Árið 1975 eru Home Mortage Diclosure Act lögin set og bankar neyddir til að gefa upp nákvæmar upplýsingar um þá sem sækja um lán hjá þeim og um leið eru þeir dæmdir eftir lánveitingum á grundvelli CRA lagana, þetta myndi ég telja gróft brot á persónuvernd en svona virka ríkisafskipti. Árið 1991 eru enn meiri þvinganir settar á bankakerfið og nú þurfa banakar að lána óháð efnahag og mega ekki nota credit histroy eða áætla hlutfall af launum sem færi í greiðslur á húsnæðisláninu. Bankar þurfa að samþykkja annað veð sem fyrstu greiðslu og greiðslumat er komið langt niður í gólf. Bankar áttu það á hættu og eiga enn að fá á sig allt að 500 þús dollara sekt á hvern þann sem þeir hafna á grundvelli þess sem við myndum kalla eðlilegs greiðslumats.

Upp úr 1991 fjölgar þeim sem eiga eigið húsnæði úr 56 prósentum í hátt í 72 prósent til ársins 2005. Þessa gífurlegu fjölgun má rekja til sprengingar sem varð á markaðnum í kjölfar viðurlagna við CRA árið 1991, oft nefnt the racial statistic. Röng skilaboð voru send til markaðarins, offjárfesting vinnuafls og fjármagns varð að bólu sem gat ekki annað en sprungið.  Á meðan húsnæðisverð hækkaði skipti það ekki máli því menn gátu flippað fasteigninni sinni ef þeir lentu í greiðsluerfiðleikum.  Þegar húsnæðisverð lækkaði sökum offramboðs gátu menn ekki selt sig frá skuldum sínum þá kom auðvitað hrina gjaldþrota og slíkt keyrði náttúrulega mortgage-based securites niður sem varð síðan ríkisfyrirtækjunum Fannie Mae og Freddie Mac í þrot.  

Grundvöllurinn þessarar kreppu er kominn frá þeirri hugmyndafræði að fyrra menn ábyrgð á kostnað ríkisins (skattgreiðenda). Það er blandað markaðskerfi sem kemur þessu öllu á stað. Kreppur sem verða á markaðnum án tilstilli ríkisins s.s. netbólan, leiðrétt sig yfirleitt miklu fyrr og eru fyrir vikið minni.

Ég skil ekki af hverju menn telja að kreppa sem er afleiðing ríkisafskipta verð leyst með ríkisafskiptum.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 06:11

5 identicon

Vá á hvaða lyfjum er þessi Goggi? En hvað um það ætlaði bara að bæta því við að það mætti telja upp fleirri lög en ætla að láta það bíða betri tíma, held að kaffið sé að renna af mér eftir nóttina.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 06:15

6 identicon

eitt lítið í viðbót: ef menn vilja kynna sér afleiður þá eru þessir sérfræðingar í þeim http://www.cboe.com/

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 06:19

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Nýjustu fréttir eru að viðskipti með skuldatryggingar (afleiður) vegna íslensku bankanna geti kostað bandarísk fjármálafyrirtæki og vogunarsjóði meira en fall Lehman Brothers.

Helgi Jóhann Hauksson, 5.11.2008 kl. 13:29

8 identicon

Ég verð bara að viðurkenna að ég hef ekkert heyrt um það væri gaman ef þú átt eitthvað gott lesefni um það. Annars er markaðurinn bara þess eðlis að menn taka áhættu og geta bæði grætt og tapað.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband