Myndir frá mótmælunum - Það á að segja satt!

 Kreppa 2008 11 08 15 42 19++[Myndaalbúmið smella hér]

Ég held að fátt fari eins illa fyrir brjóstið á okkur Íslendingum síðustu vikur og skrök, blekkingar og feluleikir.

Ég fór nú í annað sinn á mótmælin á Austurvelli. Í hitt skiptið varð ég vitni að því að fjölmiðlar og lögreglan sögðu bersýnilega ósatt um fjölda mótmælenda. - Ég var með mínar eigin myndir sem sýndu að a.m.k tvöfalt til fjórfalt fleiri voru viðstaddir mótmælin en sagt var.

 Kreppa 2008 11 08 15 33 50++Blöðin höfðu beinlínis fyrir því að velja myndir frá annars ágætum ljósmyndurum sínum sem sýndu sem mest gras en sem fæst fólk. Það er gert með því að nota myndir frá því þegar fólk er enn að safnast saman og áður en það færir sig nær sviðnu og nóg af grasi framan við sviðið.

Þessar blekkingar sem ætlað er að gera sem minnst úr mótmælunum gera líka mjög lítið úr því þeim einstaklingum sem mæta þar til að tjá hug sinn.  Kreppa 2008 11 08 16 03 49++Að því er virðist vísvitandi blekkingar fjölmiðla, lögreglu og yfirvalda sem fólk verður þannig sjálft vitni að felur í sér lítilsviðringu á lýðræðsilegri tjáningu og mótmælandinn upplifir persónuleg að vera ekki virtur viðlits og að látið sé sem hann hafi ekki verið þarna.

Fólk verður aðeins reiðara við þetta og sumir bregðast við með ýktari aðgerðum.
Ungt fólk sem upplifir þannig hvernig allar valdastofnanir og fjölmiðlar sameinast um að gera lítið úr því og lýðræðislegri tjáningu þeirra bregst við með ýktari aðgerðum næst, - aðgerðum sem ólíklegra er að hægt sé að þegja yfir. Yfirvöld lögregla og fjölmiðlar gera því illt verra við þessar aðstæður með því að skrökva um fjölda og þunga mótmæla, og ekki bætir úr að seðlabankastjóri hæðist að fólkinu. - Fólkið verður reiðara og grípur til róttækari aðgerða til að eftir því sé tekið.

Við og við hef ég unnið sem fréttaljósmyndari í 30 ár. Þær myndir sem sýna mestan fjölda fólks eru alltaf sannastar því þær eru teknar þegar flestir eru mættir og eyða ekki myndrými í gras eða annað sem ekki kemur fréttinni við. Ljósmyndari skáldar ekki hausum inná myndina þó hann nýti myndflötinn vel og sleppi grasinu.  Kreppa 2008 11 08 15 46 40++Ég veit fyrir víst að ljósmyndarar Mogga og Fréttablaðsins eru ekki svo lélegir fréttaljósmyndarar sem birtar myndir blaðanna og vefmiðlanna af fyrri mótmælafundum gætu gefið til kynna, mótmælum sem aðrir ljósmyndarar mynduðu einnig og sýna mikið meiri fjölda og sýna meiri þunga í mótmælunum en fréttamyndirnar sem birtar voru gera.


mbl.is Greint frá mótmælunum erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir þessar frábæru myndir Helgi. 

Sigurður Þórðarson, 9.11.2008 kl. 03:01

2 Smámynd: Garðar Þór Bragason

hummm... ja fölsun og ekki fölsun... ég keyrði nú þarna í gegn klukkan 15.20 og mér kom á óvart hvað það voru í raun fáir þarna.

ég keyrði á milli alþingishússins og austurvallar. ég sá jón balbvin og geirjón löggu og ég sá fámenni. alla vega sá ég færra fólk en ég bjóst við að sjá... hummmm

umml... það er líka hægt að falsa það að segja að það sé fleira fólk og sleppa ömmum myndum af grasi..

en hafa skal það er sannnara reynist...  kannnski voru fleiri en ég sá.

og kannski sást þú fleiri en ég.

ég bjóst allavega við fleirum.

en það verða fleiri næst...

ef veður leifir.

ég held samt ap þetta sé allt sama vitleiysan öfgana á milli..

kveðja Garðar þór bragason

Garðar Þór Bragason, 9.11.2008 kl. 07:05

3 identicon

Fínar myndir - fólk verður að kóka í myndaalbúmið sjálft og lesa myndatextana þegar það á við.

Garðar (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 12:09

4 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Góðar myndir. Gaman að sjá að ljósmyndaáhuginn gengur í arf.

ÞJÓÐARSÁLIN, 9.11.2008 kl. 12:21

5 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég ætlaði einmitt að taka myndir þarna sá frábært myndefni í löggunum sem stóðu í hnapp á mótmælendaskiltum. Æddi út í bíl og sótti myndavélina. Kveikti á henni...... insert card! Arghh!

Flott að sjá þessar myndir!

Ævar Rafn Kjartansson, 9.11.2008 kl. 13:27

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hver á fjölmiðlana? Fólkið sem kom þessu rugli af stað. Auðvitað vilja þeir ekki lata líta þannig út að fólk sé eitthvað pirrað. Takk fyrir að taka myndirnar.

Villi Asgeirsson, 9.11.2008 kl. 14:24

7 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

 Mótmæli - Skipanir að ofan neyða lögreglu til að sýna vald?

Megum við búast við þessu næsta laugardag?

Ævar Rafn Kjartansson, 9.11.2008 kl. 15:21

8 identicon

Það var nú samt sagt í fjölmiðlum að þarna hefðu verið um 4000 manns sem ég tel að sé nú svona frekar há tala. Lögregla talaði um á milli 2 og 3 þúsund, þannig að þó að á myndum sé eitthvað færra fólk þá er nú allt í lagi að lesa líka textann.

Sigurður (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 15:40

9 Smámynd: Gísli Ingvarsson

sammála því að þegar stjórnvöld hlusta ekki á almenning þá stigmagnast mótmælin. Þegar almenningur er kallaður skríll og mótmæli skrílslæti þá er um óvirðingu að ræða. Sá sem er lítilsvirtur en trúir meira á málstað sinn en stjórnvalda mun ekki gefast upp fyrir uppnefnum. Ef vilji er fyrir hendi að þessir atburðir fari ekki úr böndunum verða einhverjir að segja af sér. Ég legg til að Samfylkingin byrji.

Gísli Ingvarsson, 9.11.2008 kl. 18:04

10 Smámynd: Ásta Steingerður Geirsdóttir

Bestu þakkir fyrir innleggið þitt. Ég er búin að vera með frá fyrsta degi mótmæla og séð og heyrt túlkun fjölmiðlanna. Ég veit ekki hvað svona fréttaflutningur á að fyrirstilla. Það er nóg fyrir okkur að ráðamenn skrökvi þó við þurfum ekki að díla við ósannsögla fjölmiðla líka. Þetta vekur bara upp meiri reiði, því miður. Það er  svo misjafnt hvernig fólk dílar við reiðina eins og við sáum s.l. laugardag. Þannig er það nú bara og hefur alltaf verið. Ég verð að viðurkenna að þegar hann litli frændi minn dró grísarfánann að húni  þá veltist ég um af hlátri. Mér þótti það fyndið

Ásta Steingerður Geirsdóttir, 9.11.2008 kl. 20:16

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég myndi vilja sjá mjög mikla uppstokkun á þingi og ég er nánast viss um að hún verður jafnvel stærri en margan grunar í dag.

Sigurður Þórðarson, 9.11.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband