Íslensk rödd í Evrópu: „Steingrími vel tekið á Evrópuþinginu“

picture_14.pngFáir hafa spottað eins og hætt þá sem telja það mikilvægt að Ísland eigi rödd og áhrif í ESB og Steingrímur J Sigfússon. Ekki aðeins hafa hann og skoðanabræður hans um Evrópumál talið það einskisvert að eiga aðkomu og „rödd“ að borði ákvarðanna og samræðna í ESB heldur hafa þeir talið það einskis vert að eiga sæti í ráðherraráðinu, leiðtogaráðinu, framkvæmdastjórninni, á þingi Evrópusambandsins og jafnvel að eiga neitunarvald um stærri mál hafa þeir marglýst einskis vert, því Ísland sé svo smátt og meintur illur ásetningur Evrópu í garð Íslands sé svo eindreginn að engin von sé fyrir litla Ísland að gæta þar hagsmuna sinna eða að hafa þar nein áhrif sér í hag.

En nú segir Mogginn:
„Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, tók beitingu hryðjuverkalaga gegn Landsbankanum í Bretlandi til umræðu á stjórnarnefndarfundi Evrópuráðsþingsins í Strassborg í dag [sjá framhaldið hér].“

 

mynd_2008-11-24_17-17-20_1_740246.jpgSvo undarlegt sem það er hefur hópur stjórnmálamanna og fylgissveina þeirra, annarsvegar undir forystu Davíðs Oddssonar og hinsvegar undir forystu Steingríms J Sigfússonar nú árum saman viljað skilgreina Íslands svo aumt og vanmegnugt að það væri ófært um að setjast til borðs með alvöru þátttakendum við borð ESB, enginn myndi hlusta á okkur eða virða okkur viðlits. Þannig viljað flokkað okkur með vesælustu örríkjum sem ekki eru raunverulegir þátttakendur á heimsborðinu, smærri en t.d. Lúxemborg og Malta sem hafa umtalsverð áhrif, og viljað setja okkur á bás örríkja Evrópu, punturíkja eins og Andorra, San Marínó og Mónakó, þ.e. ríkja sem aldrei hafa reynt að vera þátttakendur og haldið uppi sjálfstæðri utanríkisstefnu. 

Nú er Steingrímur sem sagt í öllum fréttatímum að segja okkur frá því hvernig hann fékk fulltrúa Evrópuríkja á Evrópuþinginu til að hlusta á sig einan og málstað Íslands gegn Bretlandi, skapaði talsverðar umræður um málið á fundinum, fjölmargir hafi tekið fram að fyrir upplýsingar hans sæju þeir málið í nýju ljósi og enn fleiri rætt við hann eftir þingfundinn, undrast og fordæmt framgöngu Breta og lýst því að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir eðli málsins fyrr en við ræðu Steingríms.

Ekki efast ég augnablik um að þetta sé rétt hjá Steingrími enda í samræmi við reynslu allra annarra, að alltaf er hlustað á skýra „rödd“ hvaðan sem hún kemur. Það að eiga „rödd“ við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar er því hvarvetna grundvallaratriði og enda helsta baráttu- og réttindamál hópa og heilda í heiminum í dag.  Því höfum við hafnað fyrir hönd Íslands með staðhæfingum um að rödd Íslands sé svo aum og vesæl að hún skipti engu máli, jafnvel þó hún ætti að auki atkvæðisrétt og stöku sinnum neitunarvald.

 


mbl.is Rætt um hryðjuverkalög Breta á Evrópuráðsþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér  sýnist  þú,  Helgi Jóhann,  rugla  saman Evrópuráðsþinginu og  Evrópuþinginu. Tvær  aðskildar og  gjörólíkar stofnanir. Aðild  Íslands að  Evrópuráðinu  er ekki pólitískt  þrætuepli. Ísland gerðist aðili að Evrópuráðinu fyrir  meira en  58 árum.

Eiður Guðnason (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 10:12

2 Smámynd: Oddur Ólafsson

Tuð er stuð - hjá þér.

Oddur Ólafsson, 30.11.2008 kl. 10:48

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Nei ég þekki vel muninn á Evrópuráðinu og þingi ESB. Evrópuráðið er gott tækifæri til að fá reynslu samstarfi Evrópu.

Það gilda þar öll sömu lögmál að ef þú átt „rödd“ sem hefur eitthvað að segja þá er hlustað á þig. Reyndar er Evrópuráðið þar sem Steingrímur var vettvangur 47 þjóða en ESB er vettvangur 27 þjóða. Almennt er erfiðara að láta til sín taka því fleiri sem koma að borðinu.

Íslendingar þekkja vel að hafa ráðið örlagaríkum málum hjá enn fjölmennari alþjóðasamtökum þ.e. Sameinuðuþjóðunum - ekki í krafti atkvæða heldur með „rödd“ bara með málflutningi þar sem atkvæðavægið skipti í reynd engu máli. Stærsta málið er hafrétarsáttmálinn sem við höfðu feikna mikil áhrif á. Annað örlagamál heimsins en færri vita um er að sendiherra Íslands Thor Thors var sá einstaklingur sem hafði mest áhrif um niðurstöðu mála við stofnun Ísraelsríkis og upphaflega skiptingu Palistínu. Það má líta samkomulagið sem Thor samdi og beitti sér fyrir ýmsum augum en meðal annars þeim að ef eftir því væri farið réðu Palistínumenn 52% lands Palistínu en búa nú á um 20% sem auk þess eru hersetin Ísraelríki. Ísrael og öryggisráðið samþykktu að lokum tillögu Thors en Palistína hafnaði.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.11.2008 kl. 12:35

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Punkturinn er sá að Steingrímur sannar hér mikilvægi þess að eiga aðkomu og „rödd“. Reyndar tel ég verðmætara á vettvangi alþjóðasamtaka og Evrópu að hafa fullt tillögu- og málfrelsi en að hafa atkvæðisrétt án málfrelsis ef svo háttaði til að val stæði einhvern tíman þar á milli. Því eru allar vangaveltur um atkvæðavægi Íslands í ESB aukaatriði hjá því að eiga „rödd“ og aðkomu að málum á undirbúnings- og ákvörðunartökustigu.

Þó Steingrímur sé hér á vettvangi Evrópuráðsins sýnir hann einmitt mikilvægi þessa mjög vel.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.11.2008 kl. 12:58

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Og aðeins meir um „punktinn“ við eigum enga svona aðkomu að stofnunum ESB en hér sýnir Steingrímur að það er hlustað í Evrópu þar sem hann fékk tækifæri á vettvangi Evrópuráðsins sem við þó eigum aðild að. Það er hið alvarlega almennt við ESB-andstöðuna að hindra að við sköpum okkur svona aðkomu eða „rödd“ að ákvörðunartökuferlum og stofnunum ESB.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.11.2008 kl. 13:20

6 identicon

Það er ekkert  að því að  viðurkenna  að manni hafi  orðið á í messunni. Það er  ómögulegt að lesa annað út  úr  grein þinni  en að þú   sért að   blanda saman  Evrópuþinginu  og  Evrópuráðsþinginu. Ef þú  ert ekki að    rugla þessu  saman , af hverju  kallarðu þingið sem  Steingrímur ávarpaði  ekki réttu nafni ?  Hann ávarpaði  Evrópuráðsþingið  en ekki Evrópuþingið . Rétt skal vera rétt og það á ekki að  rugla þessu  saman,  -  en  það gerist vissulega oft.

Eiður Guðnason (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 15:46

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það liggur nú nokkuð ljóst fyrir af texta mínum að ég veit að við eigum enga aðkomu að þingi Evrópusambandsins þar sem texti minn er einmitt ádeila á það.

Annars hefði ég vafalaust átt að hafa „Steingrími vel tekið á Evrópuþinginu“ í gæsalöppum því sá hluti var einfaldlega kóperaður úr frétt Visir.is sem sem ég bæti nú inn fyrir Eið. Taldi það reyndar alvitað meðal þeirra sem fylgjsat með fréttum að Steingrímur var á vettvangi Evrópuráðsins og þessvegna fékk hann tækifæri sem við eigum ekki hjá ESB.

Í þeirri frétt sem var grunnhvati að þessu innleggi mínu kemur skýrt fram að verið er að tala um fund í tengslum við Evrópuráðið þó þingið sé þýtt sem Evrópuþingið - það er á reiki í íslenskri málvenju hvernig þessi þing eru aðskilin.

- Annars eiga menn ýmsar leiðir til að drepa málum á dreif og eyða mikilvægum punkti, Eiður kynnir hér eina sígilda en illa þokkað leið til þess.

picture_14.png

Helgi Jóhann Hauksson, 30.11.2008 kl. 16:26

8 Smámynd: Calvín

Góður punktur hjá þér Helgi Jóhann!

Calvín, 30.11.2008 kl. 16:32

9 Smámynd: Calvín

Ef ég skil þetta karp Eiðs Guðnasonar rétt þá er hann að gagnrýna Moggann um að fara rangt með en punktur Helga Jóhanns í þessu er réttmætur og vel þess virði að Eiður og aðrir velti honum fyrir sér. Lýðræði gengur út á að fá að tjá sig og hafa lýðræðislegan vettvang til þess. Evrópuráðsþingið og Evrópuþingið eru dæmi um slíka vettvanga.

Calvín, 30.11.2008 kl. 16:42

10 identicon

Heill og sæll Helgi Jóhann,

Það má kalla  ábendingu mína karp. Skiptir mig ekki máli. Ég  átti sæti á þingi  Evrópuráðsins frá  1989 til 1991. Þá  upplifði ég oft að blaðamenn og reyndar stjórnmálamenn líka rugluðu  saman  þessum tveimur  þingum. Það er  skýr málvenja  í  ísensku að tala um  annarsvegar Evrópuþing og  hinsvegar Evrópuráðsþing.

Ég var  bara að benda  á þetta og  eftirfarandi  athugasemd þín  finnst  mér  vera  afar ósanngjörn. Skil  eiginlega e ekki hvað þú átt við. Ég   var  að  benda  á  staðreyndavillu og ef það er  sígild og  illa þokkuð leið  til að  drepa  málum á  dreif að þínu mati , þá  er ég öldungis  hlessa

"Annars eiga menn ýmsar leiðir til að drepa málum á dreif og eyða mikilvægum punkti, Eiður kynnir hér eina sígilda en illa þokkað leið til þess."

Það  er algjör óþarfi að  reiðast og  tala með þessum hætti  þótt blaðamaður  Vísis hafi  gert  mistök og  þú  treyst því að  að hann færi  rétt.

Viðbrögð þín koma  mér mjög á óvart.

Það er langt síðan ég sannfærðist um að  við  ættum að leita eftir aðild  að  Evrópusambandinu. Þá  gætir þú farið í framboð  til Evrópuþingsins,  en  til þess að komast á  Evrópuráðsþingið  þyrftirðu   fyrst að  ná kosningu  á  Alþingi og  fá  flokk þinn  siðan  til að  tilnefna  þig í þingmannahópinn sem  skipar fastanefnd  Íslands hjá  Evrópuráðinu

Með  góðum kveðjum  Eiður

Eiður Guðnasson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 17:00

11 identicon

Eina vitið að drífa sig í ESB. Strax!

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 18:20

12 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er hárrétt hjá þér Eiður að þetta var óþarfur pirringur í mér og ég bið þig afsökunar á honum. Í raun pirraður á að falla í gildruna um að hafa beint eftir orðið „Evrópuþing“ í stað „Evrópuráðsþing“.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.11.2008 kl. 19:48

13 identicon

Gangi þér allt í haginn.   Bestu kveðjur -   EG

Eiður Guðnason (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband