Verðtrygging lána og verðtrygging launa - bæði eða hvorugt

Það er ekki hægt að slíta réttmæti verðtryggingar lána-skuldbindingu úr samhengi við sögu verðtryggingar launa-skuldbindinga.  Þess vegna ætti nú að láta lán almennings fylgja launaþróun. Lífreyrssjóðir þurfa heldur ekki annað en það, það tryggir þeirra fé í takt við skuldbindingar sjóðanna.

mynd_2007-06-23_16-31-34.jpgÍ umræðunni um verðtryggingu hef ég varið verðtrygginguna fram til þessa. Ég hef heldur reynt að benda á að ákvæði í lánum um breytilega vexti  auk verðtryggingar  ætti að taka út.


Nú finnst mér vera nýtt ástand hvað varðar verðtrygginguna sjálfa  sem kalli á algera endurskoðun málsins.

Verðtrygging var fyrst tekin upp á laun svo umsamin laun héldu verðmæti sínu, en ríkið hafði það orðið fyrir sið eftir hverja kararsamninga að fella gengið til þess eins eins og Hannes Hólmsteinn orðar það að lækka launin fyrir vinnuveitendur „án blóðsúthellinga“.

Víxlverkunin launa og verðlags varð allsráðandi vegna verðtryggingarinnar og verðbólgan varð 40-99%. Af þeirri ástæðu var loks verðtrygging sparifjár heimiluð með Ólafslögum 1979.

mynd_2007-09-30_15-38-22.jpgMeð þjóðarsáttinni 1986 var verðtrygging launa afnumin með loforðum um aðrar leiðir til að viðhalda kaupmætti.

Það var líka sagt að þegar verðbólgan hefði verið eins stafs tala í 12 mánuði myndi ákvæði um breytilega vexti verða bannað á verðtryggðum lánum.  Enn lifa þó bæði, breytilegir vextir og verðtrygging á lánum - trúlega vegna viðvarandi vantrausts á krónuna

Í ljósi sögu tengsla verðtryggingar lána við verðtryggingu launa er ótækt að nú skuli verðtrygging lána og gengistrygging lána meira en tvöfalda greiðslubyrði þeirra á sama tíma og laun standa í stað og þúsundir missa vinnuna.

- Það er ekki hægt að slíta réttmæti verðtryggingar lánaskuldbindingu úr samhengi við sögu verðtryggingar launaskuldbindinga.

Þess vegna á nú að láta lán almennings fylgja launaþróun, í raun var það fyrirheitið sem gefið var þegar verðtrygging launa var afnumin, það er samt íþyngjandi fyrir launafólk í heild því margir eru að missa vinnuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt hjá þér annars fer Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir að safna íbúðum

Sigurður Þórðarson, 7.12.2008 kl. 20:17

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Fín tillaga. En myndi þá ekki lánin vera vaxtalaus? Laun hækka ekkert og lækka hjá sumum. Sveitarfélögin sömdu að vísu um 20.300 kr. flata hækkun, sem þýðir 6-10% hækkun hjá flestum.

Önnur leið væri að setja þak á verðbætur, að þær myndu ekki miðast við hærri verðbólgu en t.d. 7%. Það myndi setja þrýsting á fleiri en lántakendur að halda niður verðbólgunni og gera það að verkum að það er ekki bara láglaunafólkið sem greiðir niður verðbólguna.

Theódór Norðkvist, 7.12.2008 kl. 21:32

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Jú Theódór, en í ljósi sameignlegrar sögum verðtryggingar lána og launa og þeirra raka og loforða sem fylgt hafa er þetta það eina rökrétta og sanngjarna og enginn ætti rétt til að kvarta yfir því.

Helgi Jóhann Hauksson, 7.12.2008 kl. 22:06

4 identicon

ég er þér nú oft ósammála en í þessu máli er ég þér sammála. Forsendur fyrir verðtryggingu lána eru nú brostnar og verða stjórnvöld að taka á þessu undir eins.

sandkassi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 06:15

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er það skemmtilega við þetta Gunnar ef maður er að rembast við að hafa skoðanir, að maður rekur sig sífellt á það á blogginu að vera aldrei alltaf ósammála einhverjum né sammála einhverum einum um alla hluti.

Helgi Jóhann Hauksson, 8.12.2008 kl. 07:06

6 identicon

segðu

sandkassi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 08:32

7 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Sæll.  Þarna ertu kominn að kjarna málsins.  Gagnkvæm trygging lána til íbúðakaupa er framtíðin.  Vextir í nýju efnahagsumhverfi íslensku þjóðarinnar með alþjóðlega gjaldmiðil upp á vasann væru þá þeir sömu og fólk í öðrum löndum býr við.

Kjartan Eggertsson, 8.12.2008 kl. 14:34

8 identicon

Í dag eru til bæði neysluvísitala og launavísitala (og aðrar) og ef þú skoðar 10 ára sögu þeirra þá færðu þetta:

Launavísitala: 172,1->353,3 eða 105,3% hækkun síðustu 10 ár.
Neysluvísitala: 184,1->327,9 eða 78,1% hækkun síðustu 10 ár.

Með því að skoða þessar tölur er ég ekki alveg viss um að ég vilji að lán séu tengd launavísitölu því hún hefur þann eiginleika (til langs tíma) að hækka mun meira en neysluvísitalan (kaupmáttar aukning).

Á sama hátt er ég ekki alveg viss um að ég vilji tengja laun við neysluvísitölu því þá er eingin von að fá kaupmáttar aukningu og þannig myndu launþegar aldrei njóta góðs af hagvexti.

Gunnar Valur Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 17:55

9 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll Gunnar og takk fyrir innleggið.

Ég vissi þetta vel að laun hafa hækkað meira en neysluvara síðan vísitölubinding launa var afnumin. Það er ástæðan fyrir því að launþegar hafa umborið þetta bull sem hvergi er til í veröldinni annarsstaðar en hefur þann eina tilgang að gera notkun krónunnar mögulega.

Það breytir þó engu um það að þessi mikla hækkun nú án samsvarandi launahækanna geta ekki gengið upp. Fólk borgar af lánum sínum með laununum sínum og ef greiðslubyrði lána stórvex sem hlutfalla af launum fyrirvaralaust á svipstundu er öllum forsendum kippt úr sambandi.

Það stenst ekki. Laun og lánabyrði verða að haldast í hendur annars stenst ekki samfélagsstrúktúrinn í heild sinni og hrynur. - Og það er ekki líking eða hrakspá heldur staðreynd.

Annaðhvort verður að verðtryggja laun eða afnema verðtryggingu lána - punktur. Á þeirri forsendu byggðist sáttin um afnám vísitölubindingu launa að ekki yrði verulegt misgengi milli þróun launa og lánabyrði.

Helgi Jóhann Hauksson, 8.12.2008 kl. 18:11

10 identicon

Ef við afnemum verðtryggingu fáum við breytilega vexti í staðinn og þeir eru miklu verri í hárri verðbólgu heldur en verðtrygging (get gefið þér dæmi ef þú vilt) svo ég held að afnám hennar sé ekki góð hugmynd. 

Að tengja laun við vísitöluna er jú ennþá möguleiki en það gaf nú ekki góða raun á níunda áratugnum og mér finnst ekki líklegt að hægt verði að halda uppi sama kaupmætti og verið hefur þegar þjóðarframleiðslan dregst stórlega saman.

Gunnar Valur Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 19:43

11 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Gunnar Valur

Tillaga mín er í raun sú að í stað núverandi vístölu á lán kæmi t.d. visitala greiddra launa og lánin fylgdu þannig laununum sjálfum á meðan við værum að komast yfir verstu sveiflunar. Í öllu falli að laun og lán fylgdu sama breytinga-kvarða. - Og líferysisjóðirnir eiga ekki kröfu á meira en það þegar bætur fylgja aðeins launum - eða minna.

Helgi Jóhann Hauksson, 8.12.2008 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband