Nýja-Framsókn klúðrar tækifærinu til að skilja eftir spillinguna

Heldur hinn nýi formaður Nýja-Framsóknarflokksins að hann hafi verið kosinn einvaldur?

Ekki aðeins klúðraði Nýja-Framsókn tækifærinu til að sýna þjóðinni að þar væri uppspretta nýrra og betri vinnubragða þegar víxlað var sigurvegurum formannskjörs, heldur er fyrsta verk nýkjörins formanns að gefa fingurinn framan í lýðræðið og nýmarkaða nær einróma ákvörðun flokksþings um að sækja um ESB aðild, flokksins sem hann bauð sig fram til að þjóna en virðist í þess stað ætla eins og aðrir spilltir stjórnmálamenn að láta flokkinn þjóna sér.

- Er þá ekki almennt öll stefnumótun flokksþings Framsóknarflokksins algerlega óþörf? - Einvaldurinn er tekinn við.

Mynd_2007-07-02_16-55-19Hvað eiga kjósendur að halda um slíkan flokk og slíkan flokksformann? Hve mikið mark mun hann síðar taka á vilja kjósenda og þjóðarinnar þegar hann gefur svo lítið fyrir skýrt samþykktan vilja síns eigin flokks.

Ekki hægt að leggja grunninn eftirá

Það er beinlíns brýnt að ákveða í upphafi hvar og hvernig á að taka grunn til að byggja nýtt Ísland. Það er ekkert hægt að segjast ætla bíða með grunninn þar til búið er að byggja. ESB aðild leysir ekki vandann en með inngöngu í ESB og upptöku evru leggjum við nýjan grunn að nýrri efnahagslegri uppbyggingu, vandaðri stjórnsýslu og nýju trausti innlendis og erlendis. - Við verðum svo sjálf að hanna og byggja samfélagið sem við reisum á grunninum, en á meðan húseiningarnar eru hannaðar, smíðaðar og reistar verður að vera ljóst á hvaða grunni fyrirhugað er að byggja. Krónan er ónýt og upptaka evru er óhjákvæmileg, við verðum því að fara í gegnum það að ákveða hvert við stefnum í þeim efnum og nú er tíminn til þess fyrst við vorum ekki löngu búin að því.

Þegar Sigmundur Davíð gefur þessari nýsamþykktu stóru og lýðræðislegu ákvörðun flokksins síns fingurinn er það beinlíns risastórt brot gegn lýðræðislegum vinnubrögðum og algerlega andstætt markmiðunum með kjöri hans sem er að sannfæra kjósendur um að spillingin hefi verið skilin eftir í Gömlu-Framsókn.

Lýðræðinu gefinn fingurinn á fyrsta degi

Í þess stað birtir nýi formaðurinn strax í upphafi ferilsins þá hlið sína gefa ekkert fyrir lýðræðislega samþykkt og er þá allt áfram eins og áður, engin leið er að vita fyrir hvað Framsókn stendur þrátt fyrir skýra samþykkt flokksþings.

Nýja-Framsókn hefur því ekkert skilið eftir í Gömlu-Framsókn þrátt fyrir ný andlit, ný nöfn og ný númer.  - Sé þetta rangt skilið eins og það blasir við af fréttum ætti Sigmundur að gefa út skýra yfirlýsingu um að hann fylgi af alhug svo stórri lýðræðislegri samþykkt flokks síns sem ESB-samþykktinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu hvar segir hann að ekki eigi að taka tillit til samþykktarinnar, hann sagði eingöngu að þetta væri ekki fyrst í röðinni núna

bjarnveig Ingvadóttir (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 19:48

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hárrétt Bjarnveig. Það hefur komið skýrt fram hjá þessum unga foringja að hann telji aðstæðurnar í samfélagi okkar kalla á bráð viðbrögð sem snúi að framtíð fjölskyldnanna. Sem betur fer áttar hann sig á því, andstætt við ármenn amfylkingarinnar að aðildarumsókn kostar vinnu og fjármuni og stjórnmálamenn hafa ekkert ráðrúm til að eyða kröftum sínum í þá vinnu.

Niðurstaða landsfundar Framsóknarflokksins er fyrsta skref íslensks stjórnmálaafls í uppgjöri við fortíðina. það uppgjör tókst með eindæmun farsællega og allri gömlu og spilltu forystunni var hafnað afdráttarlaust.

Það er til marks um hið ámælisverða ábyrgðarleysi Samfylkingarinnar í stjórnmálum að á mestu álagstímum ríkisstjórnarinnar heyrist frá þem flokki það eitt að nú eigi að hraða undirbúningi að inngöngi í ESB.

Landsfundur Framsóknarflokksins kveikti örlítið ljós í mínum huga um að ekki sé enn öll von úti um heiðarleg stjórnmál. Því hefði ég seint trúað að þaðan kæmi fyrsta skíman.

Ég býð Sigmund Davíð velkominn inn í íslenska pólitík og vænti nokkurs af honum.

Árni Gunnarsson, 19.1.2009 kl. 21:17

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það yrðu nú ekki rismikil stjórnvöld sem ekki gætu unnið að mörgum málum samtímis. Það þarf ekkert að bíða með að leysa úr vandmálum fjölskyldanna þó samtímis sé hugað að traustari grunni en að byggja á krónunni og í betra skjóli  Evrópu en að byggja bara aftur í farvegi hamfarflóðsins og biðja bara til Guðs að langt sé í næsta flóð - sem örugglega mun samt koma.

Helgi Jóhann Hauksson, 19.1.2009 kl. 23:40

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Held að Sigmundur hafi aðeins átt við að fyrst beri að koma ástandinu hér á lygnan sjó. Það sé verkefni númer eitt. Sem betur fer virðist hann ekki ofsatrúarmaður sem vill inn núna, hvað sem það kostar. Það eru einhverjir aðrir búnir að spila úr sér rassinn í þeirri umræðu. Hjá SF eru engin samningsmarkmið og það er bara hættulegt að leggja nestislaus af stað í langa göngu.

Víðir Benediktsson, 20.1.2009 kl. 06:37

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessu með "rismikil stjórnvöld" er ég sammála. Sagt er að við karlmenn getum ekki hugsað nema eitt í einu. Mér þætti það flokkast undir kraftaverk ef það kæmi í ljós að þessi ríkisstjórn væri yfir höfuð fær um að hugsa. Þó ekki væri nema eitt í einu.

Árni Gunnarsson, 20.1.2009 kl. 11:15

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Árni bloggið mitt er ekki flokkspólitískt og heldur ekki til stuðningsríkisstjórn sem ég krefst að fari frá og haldi kosningar í vor og ekki seinna en í haust.

Ég ætlaði reyndar að lýsa sérstakri bjartsýni um Sigmund þar til ég uppgötvaði að hann er ekki fulltrúi Framsóknarflokksins heldur sérlegur fulltrúi Guðna Ágústssonar. -fleira bendir til að óheilindin, spillingin og blekkingarnar voru teknar með úr Gömlu Framsókn í þá nýju.

Þess vegna er Sigmundur algerlega óhræddur um að brjóta í berhögg við markaða stefnu flokksins sem hann þóttist bjóðast til að fara fyrir því tryggð hans er við hópinn sem kallaði hann til en ekki við flokkinn.

Eftir kjörið fara þeir í sigri sínum ekki meira leynt með það en svo að Guðni kveðst opinberlega þekkja Sigmund ágætlega sem er þó meira en kynslóðinni yngri, eftir að hafa í frægu viðtali ekki sagst þekkja Halldór Ásgrímsson neitt, voru mennirnir þó saman á alþingi í 20 ár fyrir Framsóknarflokkinn. - „AÐ þekkja“ hefur líklega forna merkingu hjá Guðna.

Guðni læddi peði uppí borð þegar allir héldu að hann hefði skyndilega hætt afskiptum, og kom sér upp drottningu. 

Guðni er um margt ágætur en þetta er allt sömu vinnubrögð og hugarfar og var að tortíma Framsókn - þar hefur því ekkert breyst innanstokks, þó sett sé upp ný gríma. 

Helgi Jóhann Hauksson, 20.1.2009 kl. 11:56

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Víðir, ESB andstæðingar vilja ekki leyfa þjóðinni að sjá hvað kæmi útúr samningi sem svo þyrfti samt samþykki hennar.

Það myndi enginn standa upp með samning frá ESB nema líklegt teldist að hann yrði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er enginn stuðningsmaður ESB svo vitlaus að telja sér hag af samningi sem næstar örugglega yrði felldur.

Sjálfur myndi ég ekki samþykkja samning sem hefði eitthvað af því sem hræðasluáróðursmenn hafa gert mest úr - enginn maður myndi samþykkja „ásælni“ ESB . - Enda er það allt hreint bull og á sér engar stoðir í sögu ESB, grunnreglum eða eðli bandlagsins.

Helgi Jóhann Hauksson, 20.1.2009 kl. 12:57

8 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ja nú er ég hissa á þér Helgi mikill er máttur Guðna ef hann hefur borið Sigmun Davíð í formanninn með öllum sínum athvatæðum yfir 400 þetta er algerir huga órar hjá þér þarna var það grasrótin sem tók völdin og nú er að gefa formanninum tækifæri til að sanna sig hann talaði um að hjálpa ríkistjórninni ekki var hann að hugsa um sérhagsmuni heldur að veita hjálp með öðru góðu fólk en það er að mér sýnist ekki það sem stjórnin hefur verið að gera, eða vilja þiggja.

Svona mál þarf að vinna eins og það sé verið að ganga í stórverk eins og að byggja stóriðjuver það þarf hæfasta fólkið og marga sérfræðinga til til að leysa þetta verk af hendi og þá fær almenningur trú á stjórnvöldum.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 20.1.2009 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband