Afhverju koma bara innvígðir til greina í dómsmálaráðuneytið?

Althingishusid_f045Hvernig í ósköpunum stendur á því, ef þessi frétt er rétt, að loks þegar vinstriflokkar stjórna landinu komist þeir ekki útfyrir hring innvígðra og innmúraðra innstu koppa fráfarandi dómsmálaráðherra þegar þeir leita að nýjum? - Velja settan ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins til að verða dómsmálaráðherra.

Þetta er hreint fráleitt. Við höfum fyrst nú nýlega dregið fram einhverjar upplýsingar um ólöglegar njósnir og hleranir lögreglu með einstaklingum af pólitískum ástæðum um miðja síðustu öld þegar nú hafa enn komið fram vel rökstuddar staðhæfingar um að símar séu hleraðir af pólitískum ástæðum í dag og fylgst sé með og skráðar persónulegar upplýsingar um fólk vegna þess að það tjáir skoðanir sínar í mótmælum og með ýmsum hætti og hefur í frami gagnrýni og skoðanir í blóra við fráfarandi lögregluráðherra. mynd_2009-01-20_15-21-53_2.jpg- Og þá kemst Steingrímur J Sigfússon sem fær víst að ráða þessu ráðneyti ekki útfyrir þennan þrengsta hring innvígðra og innmúraðra helstu gerenda þessa málaflokks í langri misnotkunarsögu Sjálfstæðisflokks með málaflokknum. Fyrst bárust fréttir af því að fv. innvígður og innmúraður stjórnandi lögreglumála Björg Thorarensen hefði verið beðin um að taka málaflokkinn að sér en nú er bætt um betur og settur innvígður og innmúraður sjálfur ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis Björns Bjarnsonar, Ragna Árnadóttir. - Maður skilur nú bara ekkert í svona löguðu.

- Ekki að ég hafi neitt persónulega uppá þessar mætu konur að klaga, en þetta er óskiljanlegt að ekki sé hægt að fara útfyrir innsta hring Björns Bjarnsonar við val á dómsmálaráðherra.


mbl.is Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta sýnir bara þörfina á endurnýjun.. það skiptir litlu máli hvaða flokk maður kýs því þeir enda allir í sama spillingar og vinavæðingarfarinu...

Óskar Þorkelsson, 1.2.2009 kl. 16:45

2 identicon

Já þetta er merkilegt - við hljótum að fá haldbærar skýringar á þessu vali, ekkí síst í ljósi orða Jóhönnu Sigurðardóttur á Borginni áðan þess efnið að ákveðinn seinagangur hefði verið í því að taka á ákveðnum málum undir forystu Björns Bjarnasonar í dómsmálaráðuneytinu.

Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 17:03

3 Smámynd: Brattur

Er ekki óþarfi að mál skrattann á vegginn fyrirfram? Gefum henni tækifæri... það kemur þá fljótlega í ljós hvort hún er virkilega "innvígð og innmúruð"...

Brattur, 1.2.2009 kl. 17:10

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Brattur, það sem við Íslendigar þurfum að læra núna er að það er ekki nóg að „vita“ að þetta sé nú allt „gott og vel meinandi fólk“ - það eru tengingarnar og tengslin, sagan og umhverfið sem ræður hvernig fólk aktar þegar á reynir.

Sú sem hefur annast öll þessi mál, undirbúið allar fyrri ákvarðanir og verið nánasti samstarfsmaður BB við allar ákvarðanir í ráðuneytinu síðustu misseri getur ekki endurskoðað sjálfa sig ferkar en bankamennirnir, hún fer sjálkrafa  að réttlæta og verja þær ákvarðanir og forðast að viðurkenna mistök sem í þeim felast.

- Það er hið mannlega eðli - ekki sérstakt eðli þessa ráðherra heldur okkar allra. Þessvega á að stilla öllu þannig upp að sé svo sem unnt er hafið yfir öll slík tengsl við ákvarðanatöku og eftirlit.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.2.2009 kl. 17:21

5 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sammála þér Helgi, mér finnst þetta mjög skrítið.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 1.2.2009 kl. 17:24

6 identicon

Sakna Guðfríðar Lilju í ríkisstjórninni. Þar fer heiðvirð og hámenntuð,  gæðakonakona. Hef heyrt af hennar verkum fyrir  skákhreyfinguna, en hún var fyrsta konan til að gegna embætti ,forseta Skáksambands Íslands. 

kolbrún Bára (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 17:55

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Já, svo sannanlega hefði hún verið frábær kostur hún Guðfríðar Lilja og að því gefnu að VG hafi ráðið þessu ráðuneyti þá er það beinlínis rangt að það þurfi að binda sig við lögfræðinga því réttlæti og lögreglumál er ekki sérsvið lögfræðinga, jafnvel nauðsynlegt og heilbrigt að „venjulegt“ fólk komi þar með vöndinn og spyrji þeirra spurninga sem venjulegt fólk myndi gera.

- Þess utan á VG frábæran kost þar sem Atli Gíslason lögfræðingur er og þá hefði viðskiptaráðherra getað verið kona t.d. Lilja Mósesdóttir eða einhver önnur þeirra mæti kvenna sem hafa tjáð sig undanfarið.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.2.2009 kl. 18:04

8 Smámynd: Smjerjarmur

Kannski er hér á ferðinni viss viðurkenning á því að ekki eru allir í stjórnsýslunni þar vegna tengsla við einhver hagsmunaöfl, heldur í sumum tilfellum vegna getu sinnar og þekkingar.  Mér finnst þessi færsla lýsa hálfgerðri "paranoju".  Tókstu lyfin í morgun?

Smjerjarmur, 1.2.2009 kl. 18:26

9 Smámynd: Smjerjarmur

Þú ert pikkfastur í gömlu "flokkadráttunum".  Það er einmitt það sem háværustu raddirnar í þjóðfélagi vilja losna við.

Smjerjarmur, 1.2.2009 kl. 18:27

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já Guðfríður Lilja hefði átt að gegna þessu embætti!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.2.2009 kl. 18:28

11 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Smjerjarmur, það skiptir engu máli hver persónan er, hún sjálf hefur persónulega stjórnað undirbúningi allra mála sem nú þurfa skoðun í þessu ráðuneyti og þannig á aldrei að koma hlutum fyrir.

Það er reyndar grunnregla stjórnsýslulaga og góðra stjórnsýsluhátta að enginn komi aftur að eigin málum. - Hafir þú tekið þátt í fyrri afgreiðslu máls ertu vanhæfur um að skoða það ef það er tekið fyrir aftur.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.2.2009 kl. 18:42

12 Smámynd: Smjerjarmur

Helgi, ég skil þetta sjónarmið.  Hef e.t.v. ekki skilið þig áðan.  Eftir sem áður tel ég að hún sé þarna vegna sinnar getu og menntunar, ekki af því að BB hafi hönk upp í bakið á Steingrími. 

Guðfríður Lilja er mjög fín, en ekki víst að hún sé rétta konan í þetta ráðuneyti. 

Smjerjarmur, 1.2.2009 kl. 19:03

13 Smámynd: Brattur

Einhvernvegin treysti ég þeim sem völdu Rögnu sem dómsmálaráðherra. Er nokkuð öruggur á því að t.d. Steingrímur J. hefði ekki valið hana ef hún er einhverskonar spegilmynd af  BB eða höll undir hann... þykist einnig skynja að Steingrímur J. er ekki sú manngerð sem lætur einhvern hafa "tak" á sér... tek það fram að ég er ekki VG maður...

Brattur, 1.2.2009 kl. 19:36

14 identicon

Þessi ábending þín er rétt. Hún er vanhæf.

Ef maður verulega paranoid þá virðast Björn Bjarna og co. vera komnir með flugukonu inn á ríkisstjórnarfund hjá nýju ríkisstjórninni.

En ég sé þetta líka sem fyrstu mistök ríkisstjórnarinnar að skipa ekki í þetta embætti einstakling með róttæka pólitíska sýn, sem líkleg(ur) var til að gera eitthvað eða alla vega byrja á einhverju. T.d.

endurreisa traust almennings á dómstólum landsins og leggja niður ríkislögregluembættið.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 19:39

15 identicon

Dögg Pálsdóttir lögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokks viðist vera sömu skoðunar og þú Helgi, að það sé ekki fært að gera starfandi ráðuneytis- og skrifstofustjóra ráðneytis að ráðherra þess ráðuneytis, vegna aðkomu og undirbúnings allra fyrir ákvarðanna sem gæti þurft að skoða og endurskoða - þ.e. ef ég skil hana rétt. - Sjá hérna

Gunnar (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 19:53

16 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Er ekki málið að um starfstjórn er að ræða sem starfar í stuttan tíma.  Manneskja sem þekkir vel til er fljót að koma hlutum í verk og það er það sem skiptir máli. Framkvæmdarvaldið sér víst um framkvæmdir ekki satt. Löggjafinn er Alþingi sem á að hafa öll völd.

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.2.2009 kl. 21:54

17 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það virðist ekki hvarfla að neinum hér að Björn Bjarnason gæti hafa staðið að ráðningum í ráðuneyti og víðar án þess að hafa pólitíska hagsmunagæslu í huga.

Samkvæmisleikur vormánaða gæti verið að fara yfir stöðuveitingar Björns á ráðherraferli og geta sér til um pólitíska hagsmuni hans í hverju tilfelli.

Upplýsingarnar má finna í sumarhefti ÞJÓÐMÁLA árið 2007, útgefandi Bókafélagið UGLA.

Góða skemmtun við lesturinn.

Ragnhildur Kolka, 1.2.2009 kl. 22:29

18 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ragnhildur, það breytir engu á hvaða forsendum Björn réð hana að hún sem starfandi ráðuneytisstjóri og skrifstofustjóri ráðuneytis Björns er nánasti trúnaðaramaður Björns við störf hans og á hlut í öllum ákvörðunum Björns í ráðuneytinu, undirbjó þær og ritaði rökstuðning fyrir þeim og réttlætingar þeirra.

- Svo ef eitthvað þar þarfnast endurskoðunar eða breytingar er hún að meta og skoða sín eigin verk. 

- Það er ekkert réttlætanlegra þarna en í bönkunum eða hvar sem er í kerfinu að fólk endurskoði sjálft sig.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.2.2009 kl. 22:43

19 identicon

Alla okkar sögu hafa Sjálfstæðisflokkur og svo Framsóknarflokkur farið með dómsmálaráðuneytið. Undantekningar frá því eru helstar þegar klofningsframboð Borgarflokks Alberts Guðmundssonar fór með embættið.

-Og svo 3ja mánaða seta Vilmundar Gylfasonar sem samt gerbreytti Íslandi á þessum stutta tíma með því að úthluta veitingastöðum í Torfunni vínveitingaleyfi og í kjölfarið fleiri smáum stöðum sem ekki uppfylltu skilyrði  um stórt fullkomið eldhús og rúmgóða salernisaðstöðu sem áður var skilyrði fyrir vínveitingaleyfi og útilokaði veitingastaði sem ekki voru eins og félagheimili og þar með alla smáa veitingastaði.

Gunnar (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 00:19

20 identicon

---

Það er óskiljanlegt hvernig auðvalds og eignaklíkna fer að því aðað tryggja sér alltaf dómsmálaráðuneytið - þetta er eins og miðstöð og höfuðstöðvar Frímúrarareglunnar.

Gunnar (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 00:23

21 Smámynd: Smjerjarmur

Fyrir hvaða auðvalds- og eignaklíku er Ragna fulltrúi?  Er þér kunnugt um að hún sé fædd til mikils auðs?  Lögfræðingur hjá ríkinu sem vinnur sína vinnu, er hún allt í einu orðin fulltrúi einhvers forréttindafólks af því Björn Bjarnason vann með henni?  Mér sýnist að það séu fleiri en stjórnmálamennirnir sem þurfa að breyta um vinnubrögð í þessu landi. 

Smjerjarmur, 2.2.2009 kl. 01:54

22 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Smjerjarmur, Þetta er gallinn við okkur íslendinga að við erum ekki farinn að skilja að prinsipp og reglur eiga vera blind á nöfn, ættir og upprunna.

Ég hef enga hugmynd um persónuna á bak við þetta nafn né neitt annað en störf hennar og stöður í dómsmálaráðuneytinu og þar með tengsl við allar ákvarðanir sem þar hafa verið teknar en sem hún nú á taka við, - og meira þarf enginn að vita til að sjá að hún er vanhæf til að gegna þessu hlutverki nema beinlínis til að halda öllu óbreyttu í þágu fyrri herra. 

„Vanhæf“ merkir ekki að hún geti ekki, heldur að vegna sögunnar sé ekki að hægt reikna með að hún sé óvilhöll gangvart fyrri ákvörðunum.

- Það merkir það að ef þar er einhverra endurbóta þörf þá er hún í þeirri stöðu að þurfa að meta sín eigin verk og/eða verk sem hún hefur átt aðkomu að þegar fyrri ákvarðanir voru teknar - hún er því ekki fær um að endurmeta eða endurskoða neinar ákvarðanir fyrri ráðherra.

- Um það snýst málið.

- Þess utan hefur tryggð hennar árum saman hefur verið við BB og Sjálfsstæðisstefnuna í hans þágu og hugmyndafræði BB - jafnvel ekta ráðuneytisstjóri í anda Sir Humphrey gæti ekki skipt svo algerlega um stefnu að verða trúr og dugmikill ráðherra í stjórn andstæðinganna fyrir 80 daga tímabil.

Helgi Jóhann Hauksson, 2.2.2009 kl. 02:26

23 identicon

Þetta er gjörsamlega óskiljanlegt, og raunar með öllu óásættanlegt!!

Garðar (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 07:25

24 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Helgi, fyrst þér er svona annt um að nýir ráðherrar hafi hreinan skjöl þegar þeir koma að verki, hvað segir þú þá um Gylfa Magnússon? Var hann ekki stjórnarformaður Samkeppnisstofnunar og hver skipaði hann. Sem slíkur, var hann ekki beinn þátttakandi í stjórnathöfnum.

Tilkallaður í hvert sinn sem viðskiptaráðherrann, Valgerður Sverrisdóttir þurfti utanaðkomandi efnahagsráðgjöf, svo ekki sé minnst á að hann er lærifaðir stærsta hluta þessara glaðbeittu viðskiptafræðinga sem reiknuðu okkur upp til stjarnanna. Á hann engan þátt í fallinu?

Ég þekki ekki Rögnu Árnadóttur, en skipunarlisti Björns ætti að geta sannfært sanngjarna menn um að pólitísk undirgefni var ekki fyrsta krafa hans til starfsmanna ráðuneyta.

Ragnhildur Kolka, 2.2.2009 kl. 08:18

25 identicon

Ég er þér gjörsamlega sammála Helgi, alveg sama hver þessi manneskja eða persóna hennar er, þá er tengslanet hennar of náið ráðuneytinu og fyrrverandi ráðherra, Birni Bjarna, svo að skiljanlegt verði að hún hafi verið sett í það í nafni breytingar og jöfnuðar!

 Ég hafði gert mér vonir um að loksins myndu lögin virka í þágu almennings, en hvernig eiga þau að gera það með kolspilltu dómskerfi?? Getur verið að hann Gunnar hér að ofan hitti naglann á höfuðið þegar hann talar um dómsmálaráðuneytið sem höfuðstöðvar frímúrarareglunnar? Jóhanna Sig gerði nú á sínum tíma tilraun til þess að koma í veg fyrir frímúrara og annars konar leyni(reglu)-tengslanet í dómskerfinu, en það náði ekki fram að ganga... maður spyr sig...

Dröfn (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 08:51

26 identicon

Fyrir fólkið sem virðist ekki skilja hvað Helgi er að fara, og sakar hann annað hvort um að kalla nýskipaðan ráðherra, Rögnu Árnadóttur, spillta, eða reynir að útskýra fyrir honum að Ragna sé góð manneskja: bara það að lesa yfir ritgerðir sem maður hefur sjálfur skrifað er ekki það sama og að fá annan til að gera það. Það þekkja allir sem hafa lokið grunnskólaprófi, að fjarlægð og nýtt sjónarhorn á ritverkið getur gert gæfumuninn. Og þá skiptir litlu eða engu máli hversu vel maður vill sjálfur í yfirlestrinum.

.

Ef inn í spiluðu svo þættir eins og að það sem kemur fram í ritgerðinni, og hvaða sjónarhorni það er litið gæti ráðið úrslitum um framtíð og starfsferil, eða jafnvel sakaferil, vina, kunningja og/eða samstarfsfólks til langs tíma, þá er augljóst að siðferðilegu klemmurnar munu að öllum líkindum líta dagsins ljós, og ekki síður fyrir fólk af miklu siðgæði.

.

Ef þú virkilega vildir að verkið yrði vel unnið, af réttsýni og eftir þeim leiðum sem ætlast er til, án þess að eiginhagsmunir nokkurs manns spili þar inn í, þá myndirðu sjálfur biðja um að annar yrði settur í að vinna verkið!

 .

Svo einfalt er það.

Siggi (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 09:10

27 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Austur í Kambódíu var um tíma starfandi stjórnmálahreyfing sem kallaðist Khmer Rouge. Hún var þekkt með þeim hætti að hún kallast nú alræmd frekar en alþekkt. Það væri slæmt ef aðferðafræði Khmer Rouge yrði ofan á eins og stungið virðist upp á.

Flosi Kristjánsson, 2.2.2009 kl. 10:59

28 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er sérstakt og umhugsunarvert.

Því er ekki að neita.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.2.2009 kl. 11:34

29 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Við Íslendingar virðumst fljót að gleyma. Það eru ekki mörg ár síðan við sögðum um sýslumenn að þetta væru auðvitað allt vel menntaðir, mætustu menn og auðvitað væri ekki erfitt að treysta þeim til að bæði að stjórna lögreglu, rannsaka mál og dæma í málum.

- Það þurfti hinsvegar ekki nema litla umferðasekt sem fór alla leið fyrr mannréttindadómstól Evrópu til að allur heimurinn sæi að þessi sér íslenski hugsanaháttur um mæta og merkilega höfðingja sína sem smeygðu sér úr einu hlutverkinu í annað við umfjöllun sama máls stóðst ekki.

- Við vorum neydd til að breyta öllu dóms og málsmeðferðarkerfinu okkar.

Engir í siðmenntuðum ríkjum nema við gerðu ráð fyrir að höfðingjar væru svo upphafnir, mætir og merkilegir að þeir gætu með trúverðugum hætti fjallað um sama mál úr tveimur eða fleiri áttum.

- Ef nýi dómsmálaráðherrann væri settur til að halda öllu í horfinu ósnertu og óbreyttu þar til BB eða einhver á sömu línu tæki aftur við væri valið skiljanlegt en þar sem ríkisstjórnin er skipuð til 80 daga til snarpra verka og þarf með gagnrýnum hætti að líta í kringum sig og sópa úr skúmaskotum þá er skipun þeirrar manneskju sem framkvæmt hefur og undirbúið allt sem BB gerði óskiljanleg.

- Fyrir utan formlegar hæfis og vanhæfisreglur gagnvart málum fólks sem vildi leita réttar síns vegna stjórnarathafna í tíð fyrri ráðherra sem jú fékk á sig ótrúlega marga úrskurði - jafnvel ákvörðun Árna Matt um ráðningu dómarans unga hefur trúlegast verið undirbúin af Rögnu. 

Sæl Ragnhildur Kolka,

Gylfi Magnússon er einn þeirra sem gat sér gott orð nú í aðdraganda og eftirmála bankahrunsins fyrir opinbera gagnrýni á allt kerfið og ákvarðanir þess, hann sagði jafnvel hverju sinni rétt fyrir um styrk eða öllu heldur veikleika bankanna. - Hann er því ekki á neinn hátt bundinn af að verja að réttlæta það. - Ég þekki ekki aðkomu hans að samkeppnimálum en hafi hann komið að ákvörðun einhverra slíkra verður hann að víkja sæti ef sama mál kemur á hans borð til endurskoðunar. - Það ætti samt í engu að hamla honum við að yfirfara hvað er að í ráðuneyti hans  og í bankamálum í heild.

Það hamlar honum heldur ekki þó hann hafi kennt við viðskiptafræði þar sem jafnan er háksólakennari að miðla kenningum annarra nafngreindra manna  og oftast nokkur ólík sjónarhorn mismunandi höfunda á hvert megin viðfangsefni.

Hann er ekki formlegur höfundur þeirra kenninga og kennslubóka sem báru fram þær kenningar sem ollu hruninu er það? - Er hann ekki gagnrýnandi þeirra?

- Lykilatriði er þó að hann gagnrýndi kerfið opinberlega og það skildi ég að væri markmiðið með að kalla inn utanþingsmenn að fá þær raddir inn í ríkisstjórn. Hlutverk þeirra sem nú taka við er að hefja það verk að finna og upplýsa hvað er að.

-Tilgangurinn með utanþingsmönnunum var að kalla til verka þá sem áunnið hafa þjóðinni traust þjóðarinnar síðustu misserin þegar ráðmenn sögðu fátt og enn færra af viti.

Helgi Jóhann Hauksson, 2.2.2009 kl. 13:41

30 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Flosi,

Innlegg þitt er í raun ekki svaravert - en bendi þér þó á að kynna þér fyrir hvað Rauðu Khmerarnir urðu alræmdir, þ.e. þeir ollu dauða 1/3 þjóðar sinnar með því m.a. að reka alla íbúa borga til sveita, og svo ættir þú endilega að kynna þér meginreglur góðra og vandaðra stjórnsýsluhátta.

Helgi Jóhann Hauksson, 2.2.2009 kl. 14:39

31 identicon

Sæl öll

Ég get ekki skilið hvað er svona umdeilt í þessu máli. Hún er hæf. Björn Bjarna ræð töluvert mikið af hæfu fólki. Hvaða þátt áttu þessu kona í hruninu? Það að Björn hafi líka verið með umdeildar ráðningar kemur henni ekkert við. Hún tók ekki þátt í því. Það er óumdeiltað Björn Bjarna hefur alla tíð verið sá ráðherra sem hefur unnið hvað skipulegast og alltaf verið opinn öllum sem leitað hafa til hans. Einnig er hann sá sem hefur verið hvað best tengdur fjölmiðlum, í gegnum bloggið. Hver annar getur sagt það.

Kv.

Sveinbjörn

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 15:43

32 identicon

Þetta er ótrúlegt, fólk virðist bara elska að vera notað sem dyramottur af ráðamönnum og auðjöfrum sem eitt sinn áttu að heita partur af þessari þjóð!

"Það að Björn hafi líka verið með umdeildar ráðningar kemur henni ekkert við. Hún tók ekki þátt í því."Sveinbjörn, hvernig koma ráðningar Björns inn í rökstuðning Helga? Þær gera það ekki, því þær skipta ekki máli í þessu samhengi.

"Það er óumdeiltað Björn Bjarna hefur alla tíð verið sá ráðherra sem hefur unnið hvað skipulegast og alltaf verið opinn öllum sem leitað hafa til hans. Einnig er hann sá sem hefur verið hvað best tengdur fjölmiðlum, í gegnum bloggið"

Ég þekki ekki vinnubrögð Björns nema af fasísku yfirbragðinu, en jú hann hefur bloggað helling, enda komið þannig aftur og aftur upp um algjöran skort sinn á gagnrýninni hugsun og fullkomna vöntun á hæfileika til að byggja upp röklegan málaflutning!

Haraldur (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 18:56

33 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Er Gylfi Magnússon gagnrýnandi kenninga sem kenndar eru í HÍ, eins og þú segir Helgi Jóhann?  Hva hefur þú fyrir þér í því? Það er ekki alveg að sjá ef farið er í gagnasafn Morgunblaðsins. Samkvæmt gagnasafninu virðist hann hafa verið eins og hver annar glaðbeittur viðskiptafræðingur í góðærinu. Hann var skipaður stjórnarformaður Samkeppnisstofnunar af Valgerði Sverrisdóttur og var henni gjarnan til halds og trausts í efnahagsmálum þegar grunnurinn var lagður að því fjármálaumhverfi sem óx okkur yfir höfuð og nú er hrunið.

Hvenær þurfa menn að skipta um gír til að falla að þínum hugmyndum um heiðarleika og hvað þarf aðdragandinn að vera langur fyrir gagnrýnina til að verða trúverðuga? Skv. Mogga tók Gylfi ekki að gagnrýna íslenska fjármálakerfið fyrr en í des. 2007. Það er 4 mánuðum eftir að Davíð Oddson,  (skv. upplýsingum Andrésar Magnússonar í Silfri-Egils)  tilkynnti þjóðinni að útrásin væri búin því skuldir erlendis væru meiri en eignir. 

Andrés kveikti strax á því sem DO sagði, en það tók Gylfa (sérfræðinginn í faginu) 4 mánuði að fatta það. Dagblöðin kæfðu viðvörunina í fæðingu, en gagnrýninn hagfræðidósent hefði ekki átt að þurft að láta blöðin þagga niður í sér.

Við skulum vona að Gylfi sé heill í því að taka þátt í hreinsunarstarfinu, því ekki veitir af.  Sömu óskir læt ég fylgja til Rögnu Árnadóttur.

Ragnhildur Kolka, 2.2.2009 kl. 20:39

34 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég er hissa á því að Atli Gíslason skyldi ekki hafa fengið dómsmálaráðuneytið. Hefið viljað sjá hann reyna sig í þessu embætti enda hæstaréttarlögmaður.

Haukur Nikulásson, 2.2.2009 kl. 21:54

35 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ragnhildur, ég hef ekkert fjallað um Gylfa - en þér er velkomið að gera það sjálf á þinni síðu. Ég veit ekki ekkert um hann nema að hann gagnrýndi stjórn efnhagsmála og sagði fyrir um hrun bankanna - ég hef hvergi sagt hann hafa gagnrýnt kenningar sem kenndar eru við HÍ - enda hef ég ekki hugmynd um það.

- Hafi hann komið að fyrri afgreiðslu máls ber honum að víkja ef honum er falin endurupptaka þess. - Þess utan er ráðgjöf sem ekki felur í sér ábyrgð á ákvörðunartöku eða framkvæmd allt annað.

Ég sé bara ekkert hvað Gylfi kemur því við að ég gagnrýni skipun setts ráðuneytisstjóra og starfandi skrifstofsustjóra ráðuneytisins í stól ráðherra. 

Mín vegna máttu finna skipun milljón manns til að gagnrýna sjálf án þess að ég sjái hvernig það kemur gagnrýni minni hætings hót neitt við.

Helgi Jóhann Hauksson, 2.2.2009 kl. 22:36

36 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

OK, svo Ragna er mágkona Sifjar Friðleifsdóttur þingmanns Framsóknar - er það skýringin?

Helgi Jóhann Hauksson, 4.2.2009 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband