Allt uppá á borðið núna! -Þetta er bankinn minn eins og Davíðs

Mynd 2008 10 10 12 41 25+Núna verður að leggja á borðið öll gögn, skýrslur minnisblöð og fundagerðir þar sem ríkisstjórn eða einstakir ráðherrar, hafa verið varaðir við bankahruninu. Við verðum að fá að vita það áður en frambjóðendur verða valdir og áður en gengið verður til kosninga, hver vissi hvað hvenær og hvað þeir gerðu sem vissu.

Davíð ásakar í reynd Sjálfstæðismenn um að hafa ekki brugðist við mjög alvarlegum viðvörunum hans ef rétt er; Geir Haarde um að hafa ekki gripið til eðlilegra varúðarráðstafanna, neyðaráætlana og ráðstafanna þegar Davíð lét Geir hafa viðbragðsáætlunarskýrslu í febrúar sem gerði ráð fyrir að bankahrunið yrði í október, og Björn Bjarnason um að skera niður hjá efnahagsbrotadeild lögreglunnar þó Davíð segði honum að full ástæða væri til að þrefalda eða fjórfalda mannafla hennar eftir að Davíð hafi varað hann við hvað í vændum var.

Mynd 2009 01 25 00 51 46Og Kaupþing um að hafa flutt milljarða punda frá London og Breta um að hafa sett hryðjuverkalög á Landsbankann, ríkisstjórn Íslands og Seðlabankann vegna þeirra verka Kaupþings.

Öll gögn um þetta verða nú að koma uppá borðið, - strax fyrir kosningar og sama á við um gang rannsókna á málum tengdum bankahruninu, hvaða ábendingum hefur verið fylgt og hvort rétt sé að eina rannsóknin sem sé í gangi sé vegna ábendingar Davíðs, og að um öll önnur alvarleg mál hafi hann þó ekki sjálfur sent upplýsingar áfram, heldur sagt heimildarmönnum sínum að bera þau sjálfir áfram en að enginn þeirra mála hafi skilað sér inní kerfið til rannsóknar.


mbl.is SÍ varaði í febrúar við hruni í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ásakaði Davíð þá um þetta eða komu viðvarnarnirnar á tíma þar sem lítið fékkst við ráðið úr því sem komið var?

Ólafur Þórðarson, 25.2.2009 kl. 04:41

2 identicon

Það er verið að flæma þessa menn í burtu af því að þeir vita of mikið.  Það sem þeir vita kemur mörgum illa, sérstaklega núverandi stjórnarbastarði og vinum þeirra.

Þegar Davíð og Eiríkur fara úr bankanum verða tætararnir fluttir inn í Seðlabankann til að eyða gögnum.

Var einhver að tala um að þessir þrir ágætu bankastjórar nytu ekki trausts á alþjóðavísu?

Er það ekki einmitt traustsyfirlýsing við Ingimund og Seðlabankann að sjálfur Norski seðlibankinn vill fá hann til starfa?  Þetta er einmitt sami seðlabankinn sem Skallagrímur vill í myntsamstarf við.

Karl Fr. Jóhannesson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 09:11

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Af hverju ætli Bretar hafi sett hryðjuverkalög á Landsbankann þegar þeir komust að óeðlilegu millifærslunum hjá Kaupþingi

Sigrún Jónsdóttir, 25.2.2009 kl. 09:39

4 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Það er einfalt að svara því Sigrún. Ef Íslenskir bankamenn treystu sér til að millifæra fé úr Breskum banka sem var undir Bresku eftirliti þá ætti það að vera mun auðveldara að gera það í tilfelli Landsbankans sem var Íslenskur banki. Þetta með að Davíð hafi ásakað Sjálfstæðismenn er einfaldlega rangt, hann var að svara fyrir allar þær fáránlegu ásakanir sem á honum hafa dunið nú undanfarið og lái honum hver sem vill. Geir verður að svara hvað hann gerði með þessar aðvaranir og hvort hann deildi þeim með ríkisstjórninni, ef fjölmiðlar eru starfi sínu vaxnir sem þeir hafa margsannað að þeir eru ekki þá munu þeir leita skýringa á þessu.

Davíð Þór Kristjánsson, 25.2.2009 kl. 10:18

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er kannski ekki fréttnæmt að vel menntaður hagfræðingur eins og Ingimundur sem starfað hefur við Seðlabanka Íslands í yfir 30 ár bjóðist ráðgjafavinna við erlendan seðlabanka, það væri hinsvegar verulega fréttnæmt ef einhver þeirra stjórnmálamanna t.d. Davíð Oddsson sem ekki hafa hagfræðimenntun en setið hafa sem bankastjórar við Seðlabanka Íslands, biðist starf við erlendna seðlabanka.

Helgi Jóhann Hauksson, 25.2.2009 kl. 11:05

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Annars fólust fleiri ásakanir í garð Geirs Haarde í orðum Davíðs en ofangreindar þar á meðal þegar Davíð sagði stjórnmálamenn hafa hreykt sér sjálfum af verkum Seðlabanka eftir hrun. 

Það er enginn annar en Geir Haarde og ýmsir félagar hans sem vegna stjórnarslita Samfylkingarinnar, hafa margendurtekið að ríkisstjórninni hafi tekist að halda opnu greiðslukerfi bankanna og hreykt sér sjálfum af verkum sem starfsmenn gömlu bankanna unnu í Seðlabankanum í samstarfi við starfsmenn JP Morgan og Seðlabankans.

Helgi Jóhann Hauksson, 25.2.2009 kl. 11:16

7 identicon

Allt upp á borðið, já.

Ég held líka að ráð sé að skoða hvar nýtt eignarhald Morgunblaðsins liggur. Það er svo sem ekkert nýtt, að Sjálfstæðisflokkurinn haldi á Morgunblaðinu – en það er rétt að halda því til haga.

bjargfastz.blogspot.com

Vörður Ó. Bjargfastz (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband