Án krónu væri engin verðtrygging, jöklabréf eða Icesave

busahaldabylt syning hugmyndahus

Þó allt annað hefði farið eins væri Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn IMF ekki að ráðskast með Ísland ef hér hefði ekki verið króna heldur evra. Hlutverk risalánsins og tengdra lána, afskipti gjaldeyrissjóðsins og skilyrðin sem fólk óttast svo mjög er eingöngu að bjarga íslensku krónunni. IMF er björgunarsjóður gjaldmiðla - gjaldeyrissjóður og rislánið þar sem við fullnýtum einnig lánamöguleika okkar hjá frænd- og vinaþjóðum er eingöngu til að vera björgunarhringur um íslensku krónuna. Án hennar ætti IMF ekkert erindi hingað. – Þeir sem völdu að halda í krónuna í stað evru og ESB, þeir völdu líka IMF. Það verður bara að segja það eins og það er.

- Án krónu væru engin Jöklabréf sem myllusteinn um háls okkar

Án krónunnar með evru og aðild að ESB hefði heldur ekki skapast markaður fyrir jöklabréfin, þ.e. skuldabréf í íslenskum krónum seld útlendingum til að græða á íslensku krónuvöxtunum, sem nú eru sem myllusteinn um háls okkar þar sem þau byggja á vaxtamuninum sem var milli kónusvæðisins okkar og stærri myntsvæða heimsins. – Þeir sem völdu að halda í krónuna í stað evru og ESB,  þeir völdu jöklabréfin.

- Án krónu hefðu ekki verið forsendur fyrir ICESAVE og EDGE

Það hefðu heldur ekki verð forsendur fyrir markaðssókn hávaxtareikninga íslensku bankanna í Evrópu án krónunnar. ICESAVE bauð hæstu almennu innlánsvexti Evrópu og það skapaði hinn öra vöxt reikninganna og bjó þannig til enn einn myllusteininn um háls okkar og kallaði yfir okkur hryðjuverkalög Breta sem við sitjum enn undir. Þegar erlendir menn viðskiptavinir bankanna, eftirlitsaðilar og erlendir fjölmiðlamenn könnuðu hvort það væri raunhæft að ICESAVE reikningarnir gætu greitt svo háa vexti, hærri en allir aðrir, var vísað til vaxtastigsins á íslenska krónusvæðinu sem svo aftur grundvallaðist á að Seðlabanki Íslands hafðu hæstu stýrivexti í hinum vestræna heimi og þó víðar væri leitað. Svo ICESAVE var öðru fremur að markaðssetja vaxtamuninn sem krónan kostaði okkur. – Þeir sem völdu að halda í krónuna í stað evru og ESB,  þeir völdu ICESAVE

- Án krónu hefði ekki verið gerð regluleg áhlaup á krónuna

Bæði vogunarsjóðir útí heimi og spákaupmenn af ýmsum toga auk bankanna okkar reyndu vísvitandi að rugga litlu krónunni okkar til að selja krónur þegar hún fór niður og kostaði margar evrur og kaupa krónur þegar hún fór upp og kostaði fáar evrur í þeim sveiflum sem þeir sjálfir sköpuðu og græða þannig mikla peninga. En eins og alltaf er ekki hægt að græða á engu án þess að einhverjir tapi og þeir sem töpuðu voru auðvitað við, allur íslenskur almenningur. – Þeir sem völdu að halda í krónuna í stað evru og ESB,  þeir völdu gengismuninn og vald spákaupmennskunnar og vogunarsjóðanna.

- Verðtryggingin er fyrir krónuna - án krónu væri ekki verðtrygging.

Við fundum uppá því á mestu verðbólgutímunum að verðtryggja laun til að ekki væri hægt að taka af okkur launahækkanir jafnóðum með gengisfellingum. Það hinsvegar skapaði óðverðbólgu með víxlverkun hækkana launa og verðlags. Á sama tíma voru vextir föst lág prósenta - án verðlagstengingar, sem svo aftur gerði það að verkum að þeir sem fengu lán fyrir t.d. togara eða húsi greiddu upphæðina einfalda til baka á löngum tíma á sama tíma og húsið eða togarinn tuttugufaldaðist eða hundraðfaldaðist að verðgildi. Þá tóku menn að krefjast vísitölutengingu lána.

Þ.e. krónan varð þá þegar ónýtur gjaldmiðill sem kostaði þá sem áttu krónur ómældan skaða en færði þeim sem skulduðu krónur ómældan auð og gróða. Flestir sem eignuðust t.d. skuttogarana okkar sem síðar kvótinn var gefinn á þeim til eignar og sölu, þeir borguð aldrei meira en 1%-10% af verði sjálfra skipanna sem þeir þó eignuðust líka. Hitt borguðum við þjóðin og gáfum þeim, því sjóðir okkar útveguðu þeim lán sem við öfluðum erlendis og við urðum greiða að fullu.

Við sitjum hinsvegar enn uppi með vístölutengingu lánaskuldbindinga bara til að halda lífi í krónunni. – Þeir sem völdu að halda í krónuna í stað evru og ESB,  þeir völdu áframhaldandi vísitölutryggingu lánaskuldbindinga.

- Ísland var eitt ríkasta og best stæða land heims, hversvegna skyldi það hafa fallið fyrst og verst?

Hrunið eins og það gekk yfir Ísland sem var í hálfa öld ein ríkasta þjóð heims, en varð þrátt fyrir það  fyrst, verst og alvarlegast fyrir heimskreppunni. Það var val þeirra stjórnmálaafla og auðvaldsafla sem hafa haldið uppi hræðsluáróðri gegn ESB, evru og Evrópu, til að verja sérhagsmuni sína, því við vissum að þetta var hættuspil.

ESB og evra er ekki töfralausn, en ESB og evra er traustur grunnur í stað kviksyndis krónnunnar. Við sjálf sjáum svo um að hanna og að byggja á þeim grunni. Við verðum að byggja á ESB og evru ef við ætlum ekki að endurtaka vitleysuna og trappa okkur niður til varanlegrar fátæktar. Samskiptin við umheiminn gerðu okkur rík og færðu okkur raunverulegt vald yfir okar málum, einangrun hélt okkur áður fátækum um aldir og valdalausum um allt sem okkur snerti.  - Nú vitum við þetta og höfum enga afsökun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ísland og Noregur voru og eru tvær ríkustu þjóðir í heimi og íbúar þessar landa búa við einhver bestu lífskilyrði sem finnast í heiminum í dag.   Fyrir 50 árum var Ísland einhver fátækasta þjóð vestur Evrópu. Fyrir 50 árum voru Norðmen fátæklingar í augum granna sinna Svía. Íslendingar og Norðmenn eru ekki í EU og báðar þessar þjóðir hafa verið utan myntbandalaga þennan tíma.

Guðmundur Jónsson, 22.4.2009 kl. 18:00

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Afhverju einblína menn alltaf á evru?? er sambó kannski búin að lofa uppí ermina á sér með múturpeningum frá ESB einsog þeir eru þekktir fyrir að nota til að nauðga þjóðum inní ESB.Við búum á besta stað í heimi og ég vill ekki að einhver Brussel ketlingur segi mér í framtíðinni um það hvenær ég megi fara á klósettið af því að hann bjó til reglu um það!! nei takk.Það eru miklir möguleikar að opnast fyrir okkur kannski í olíu og kannski líka þegar siglingaleiðin norðurfyrir Grænland opnast og ekki vill ég að einhverjir spilltir ánskotar í Brussel hirði það af okkur.Það virðist vera voða viðkvæmt að ræða um aðra möguleika tildæmis að ath með Dollar sem væri mun heppilegra fyrir okkur einsog er og tæki ekki eins langan tíma að koma í gagnið og evru.Er ekki aðalmálið í dag að koma stöðugleika á okkar gjaldmiðil svo að við getum haldið áfram?og ég held að það gerist ekki í sambandi með ESB þar sem allt er á niðurleið og hver hugsar um sjálfansig..

Marteinn Unnar Heiðarsson, 22.4.2009 kl. 23:23

3 Smámynd: Hlédís

Athugum þatta, Marteinn! Rökin fyrir að hlaupa undir pilsfald EB eru bara ekki nógu góð!

Hlédís, 23.4.2009 kl. 00:09

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Kæra Hlédís

Eins og ég vona að þú vitir þá virði ég mikils skoðanir þínar og skrif.

Okkur greinir á um Evrópusamabandið. Því miður er ég persónulega ekki í minnsta vafa um að sumir gamlir Alþýðubandalagsmenn fari þar í mikilli villu um grundvallaratriði og hafi látið auðvaldsplebba og breska heimsvaldasinna villa sér sýn um grundvallaratriði.

Flag of the Commonwealth of Nations

Breskir íhaldsmenn, bæði þeir sem enn bara lát sér dreyma um breska heimsveldið sem og þeir sem sérstaklega fá greitt í sjóði sína fyrir að verja hagsmuni breskra auðvaldsfyrirtækja innan breskra samveldisns boða „heimssýn“ í stað ESB en meina og segja beint að það merki aukin áhrif og vald Breta á þeim 60 ríkjum sem tilheyra breska  samveldinu. Einn aðal Postuli „Heimssýnar“ Hannan nokkur sem „Heimssýn“ hefur mikið vitnað til hefur formlega lagt til að Bretar gengju úr ESB og aftur í EFTA með þeim röku að þá gætu þeir eflt áhrif sín í Breska samveldinu- eflt heimsvaldadraum Bretlands. - Þau rök nota svo ESB—andstæðingar á Íslandi. Það er ekki sæmandi.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.4.2009 kl. 00:39

5 Smámynd: Hlédís

Gleðilegt sumar, Helgi Jóhann!

Þó ert ekki sá eini sem ég tek verulega mark á er telur EB-aðild nauðsynlega fyrir Ísland.  Ég er mjög uggandi gagnvart því sjálf - hef alltaf litið þetta ríkjasamband hornauga - og ekki þurft til þess áróður frá neinum flokki. Vil þó könnunarviðræður og þjóðaratkvæðagreiðsu, að vel athuguðu máli.

Hlédís, 23.4.2009 kl. 08:28

6 Smámynd: Hlédís

Þú ert átti að standa ;)

Hlédís, 23.4.2009 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband