Heimssýn er sýn breska samveldisins

Því miður er ég persónulega ekki í minnsta vafa um að sumir gamlir Alþýðubandalagsmenn fari í mikilli villu um grundvallaratriði varðandi ESB og hafi látið „auðvaldsplebba“ og breska heimsvaldasinna villa sér sýn þegar áróðri þeirra er endurvarpað yfir Íslendinga.

Breskir íhaldsmenn, bæði þeir sem enn bara lát sig dreyma um breska heimsveldið sem og þeir sem sérstaklega fá greitt í sjóði sína fyrir að verja hagsmuni breskra auðvaldsfyrirtækja innan breskra samveldisns boða „heimssýn“ í stað ESB en meina og segja beint að það merki aukin áhrif og vald Breta á þeim 60 ríkjum sem tilheyra breska  samveldinu. Einn aðal postuli „Heimssýnar“ Hannan nokkur sem „Heimssýn“ hefur mikið vitnað til hefur formlega lagt til að Bretar gengju úr ESB og aftur í EFTA með þeim rökum að þá gætu þeir eflt áhrif sín í Breska samveldinu, - eflt heimsvaldadraum Bretlands. - Þau rök þ.e. rök bresku samveldissinnanna nota svo ESB—andstæðingar á Íslandi. Það er ekki sæmandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í þessu eru 9 stafsetningar- og málvillur.

En það er nú lítið hjá efnisvillum þínum sífelldum í EBe-málum.

Svo er merkilegt, að þú kippir þér ekkert upp við ummæli brezks ráðherra í Fréttablaðinu, sem einnig koma fram hjá Hjörleifi Guttormssyni í nýjum pistli hans: Málflutningur á ótrúlega lágu plani, þar sem hann segir (og hér feitletra ég það, sem ég var sérstaklega að vísa til):

"Álíka gáfulegur er forsíðuuppsláttur Fréttablaðsins um að Bretar muni hjálpa Íslandi inn í ESB á mettíma og bæta með því fyrir að beita hryðjuverkalögum á Íslendinga. Flest er þannig tínt til af merkingarlausu þvaðri til stuðnings við áróður ESB-liðsins. Þegar fréttin er útfærð aftar í blaðinu kemur í ljós að viðkomandi ráðherra breskur nefnir sérstaklega að "aðgangur að fiskimiðum" yrði væntanlega stórt atriði! Það er von að Bretar myndu "fagna og styðja sterklega" ESB-aðildarumsókn Íslands, svo enn sé vitnað í þennan fréttamiðil Þorsteins Pálssonar."

Jón Valur Jensson, 23.4.2009 kl. 03:11

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Jón, það kemur ekki á óvart að enfisatriði teljist aukaatriði hjá þér.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.4.2009 kl. 03:24

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já og Amerískum neó-kónum má líka kasta í þennan pott, en þeir voru til dæmis aðalfjárstuðningsmenn gegn lissabon sáttmálanum. 

Já þeir eru ekki lítið aumkunnarlegir þessar bresku þjóðrembur. Bretar hafa einhvern veginn aldrei sætt sig við að þeir eru ekki heimsveldi lengur. Það er alveg sérstaklega gaman af þeim á youtube þar sem þeir pósta myndir af sjóhernum sínum með yfirskriftinni, Rule Britannia. Þegar maður fer að inna þá eftir hugmyndum um hvernig ætti að útfæra þessa hugmynd um uppfært Commonwealth, þá verður nú reyndar minna um svör. Alveg eins og Íslandi þá kemur mikill meirihluti útflutningstekna þeirra frá ESB, eitthvað um 70%.

Ég verð nú reyndar að segja að ég það væri forvitnilegt að sjá Breta í EES. Fá reglurnar bara sendar í póstinn og ekkert rugl, bara samþykkja og amen eins og smáþjóðirnar Ísland og Lichtenstein. Ég er ansi hræddur um að rostinn myndi aðeins lækka í þjóðrembunum þá.

Jón Gunnar Bjarkan, 23.4.2009 kl. 06:19

4 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

En já varðandi það hvernig íslenskir talíbanar apa allt eftir félögum þeirra í Bretlandi, til dæmis UKIP þá er það nokkuð skondið hvernig umræðan hefur þróast hér á landi varðandi landbúnaðinn.

Ég man fyrir ekki meira en svona einu og hálfu ári þá var ég oft að rökræða við einangrunarsinna hér á blogginu og þá voru þeir alltaf að tönnlast á því hvernig þessi ægilega bjúrókrata kommúna í ESB gerði ekkert annað en að niðurgreiða lata bænda vesalinga í Evrópu og hvernig þetta væri svo og svo slæmt fyrir Afríkubúa og við íslendingar hin friðelskandi þjóð ættum nú aldrei að taka stöðu gegn Afríku með því að ganga inn í þetta helvítis ESB. Þegar Franski bændur væru farnir að kunna á traktora og kominn einhvern framleiðni hjá þessu liði og ríkisstyrkir farnir að lækka til þeirra og búið að fjarlægja þessa glæmsamlegu tolla þá mætti nú kannski fara að kíkja á þetta dæmi. 

Þetta er nefnilega einmitt sami málflutningur og UKIP hafa haldið sleituleist á lofti því bretar hafa aldrei framleitt neina landbúnaðarvörur aðrar en kúariðu og klaufaveiki. Nema hvað að síðan kemur skýrsla frá OECD út sem tók af allan vafa að Ísland hélt úti lang mest niðurgreidda landbúnaði á byggðu bóli. Þar á eftir okkur komu Noregur og Sviss, báðar Evrópuþjóðir ekki í ESB. Þá þögnuðu íslensku talíbanar, hinir miklu hugsjónarmenn fyrir betra lífi í Afríku, í nokkra mánuði á meðan þeir náðu áttum og koma síðan núna aftur í allt öðru skötulíki. Málflutningur þeirra núna er að íslenska víkingarollan verði útdauð og allt fari til fjandans til í landbúnaði hér því að þá muni lífsnauðsynlegum tollum okkar í landbúnaði verða aflétt að hluta. Til andskotans með þessa helvítis Afríkubúa er mottóið núna.

Hvað segir þetta manni þegar þeir taka slíka kollsteypur í afstöðu sinni í til dæmis þessu máli? Snýst andstaða þeirra gegn ESB um einhver málefni? Að sjálfsögðu ekki. Menn eru bara að skíta í buxurnar út af einhverri andskotans minnimáttakennd. 

Jón Gunnar Bjarkan, 23.4.2009 kl. 06:35

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hjörtur J. Guðmundsson, 23.4.2009 kl. 07:48

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Helgi Jóhann, vitaskuld eru efnisatriðin aldrei aukaatriði í mínum augum, sennilega hefurðu misskilið orð mín: "... En það er nú lítið hjá efnisvillum þínum sífelldum í EBe-málum," sem merkja auðvitað: villurnar í rithætti eru harla litlar í samanburði við efnisvillur þínar.

Jón Valur Jensson, 23.4.2009 kl. 08:53

7 Smámynd: Atli Hermannsson.

Þetta er allt að mjakast í áttina að ESB. Nú síðast í gærkveldi kom skýrt fram hjá Svandísi Svavars að þjóðin ætti að ákveða hvað hún vill. Einföld eða tvöföld atkvæðagreiðsla væri ekkert atriði í hennar huga, Það var aðeins svo að skilja að ASINN væri aðeins of mikill á Samfylkingunni fyrir hennar smekk.

Svo þegar ágreiningurinn á milli stjórnarflokkana er farinn að snúast um tempóið er farið að styttast í land - evruland.  

Atli Hermannsson., 23.4.2009 kl. 08:58

8 Smámynd: Björn Heiðdal

Hér eru nokkur samningsmarkmið fyrir harða ESB sinna:

1) Fá sérstakan landsstjóra í staðin fyrir óhæfa ríkisstjórn og vitlausa þingmenn.

2) Lágmark 12 skipaferðir með vörur til landsins á ári.

3) Sex þúsund ný störf!

4) Velferð.

5) Jöfnuð.

6) Allt fyrir ekkert og aukin fiskveiðikvóta.

Björn Heiðdal, 23.4.2009 kl. 10:45

9 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Jón, ég skili ekki enn þessa árás þína á ritun mína og sé ekki betur en fleiri villur séu í þínum stutta texta en mínum.

Hitt er að sama hvað menn í öðrum löndum láta sér detta í hug þá fá engar þjóðir Evrópu neinar fiskveiðiheimildir hér, hvorki myndi neinn stjórnmála- eða embættismaður voga sér að koma frá borði ESB með slíkt til að leggja fyrir þjóðina sem aldrei myndi sætta sig við, og svo hitt að þó við gengjum að fiskveiðistefnu ESB án neinna sérlausna fyrir fiskveiðistjórn íslenska hafsvæðisins myndi það ekki veita neinum utan Íslands aðgang að íslenska hafsvæðinu umfram það sem nú er.  

Eins og þú veist vel, þó þú látir oft sem þú vitir það ekki, þá eru kvótar ESB „ríkjakvótar“ þ.e. kvótar til ríkjanna byggðir á veiðireynslu hvers ríkis á hverju hafsvæði sem svo aftur ríkin sjálf endurúthluta til sinna þegna og nota ýmsar og mismunandi aðferðir við það.

Svo eru aftur ólíkar aðferðir notaðar til að stjórna fiskveiðum mismunandi hafsvæða ESB eftir aðstæðum og eðli hvers hafsvæðis þar sem nálægðarreglan ræður miklu og hvort viðfangsefnið er sameiginlegt eða sértækt. Þannig er upphaflega fiskveiðistefnan sett um hafsvæði Norðursjávar og vestur fyrir Bretland og Frakkland. Allt annað fyrirkomulag er síðan á Miðjarðarhafi og svo á Eystrasalti. Þá er enn annað fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar við fjarlægir eyjar ríkjanna. Bæði þær sem eru vestur og suður af Evrópu, þ.e. Kanaríeyjar, Azoreyjar, Madeira og svo alla leið í Karabískahafinu og víðar. -Og Þá er ég bara að tala um eyjar og svæði sem teljast fullir aðilar að ESB, ekki Grænland og Færeyjar sem einnig hafa sínar sérlausnir sem felast í því að teljast ekki til ESB þó Danmörk sé það.

Þá hafa auðvitað líka Hjaltlandseyjar sína sérlausn þó hafsvæði Hjaltlands sé órofa hluti af hafsvæði Bretlands, og svo hefur Malta sína sérlausn þó Malta sé á miðju Miðjarðarhafinu.

– Sérlausnir mismunandi hafsvæða og eyja sem taka mið af aðstæðum er regla en ekki undantekning og fellur fullkomlega að meginreglum ESB. Ef hafnað væri að finna bestu sérlausn fyrir Ísland sem tæki mið af grundvallarreglum ESB um að málum væri stjórnað sem næst vettvangi þá væri það brot á reglum ESB og það væri undanþága frá þeim meginreglum sem ESB byggir á.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.4.2009 kl. 13:26

10 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Björn, þetta með skipaferðirnar 12 er reyndar svolítið merkilegur punktur. Byggð norrænna manna á Grænlandi þurrkaðist út af því að talið er vegna þess að skipaferðir þangað lögðust af.

Í dag gerum við ekkert án þess að nota útlendar vörur og hráefni. Við veiðum ekki fisk hvorki með öngli eða í net nema nota útlenska öngla, útlenskt snæri og útlenskt girni og hverskyns útlensk áhöld og verkfæri. Fyrir utan skipin og olíuna. Og svo pökkum við fiskinum í útlenskan pappír sem prentaður er með útlensku bleki í útlenskum prentvélum - og seljum fiskinn útlendingum til að hafa tekjur.

- Ef einhver þjóð er háð „12 skipaferðum“ þ.e. góðum samskiptum við umheiminn eru það Íslendingar. Við getum ekki einu sinni lifað hér nauðþurftar lífi á landsins gagni og gæðum án áhalda, málma og hráefna frá frá útlöndum. Jafnvel timbur kemur frá útlöndum enda var það þess vegna sem landsmenn sjálfir gátu ekki tryggt samgöngur við útlönd án loforðs frá Noregskonungi um skipaferðir 1262.

- Það er bara spurning á hverjum tíma um hve góða og sanngjarna samninga við getum fengið um samskipti við útlönd en ekki að við verðum að ganga til samninga.

Ísland lifir aðeins með viðskiptum við útlönd og þá stendur Evrópa okkur næst.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.4.2009 kl. 13:55

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Málfars- og stafsetningarvillurnar að viðbættum ásláttarvillum, sem vitaskuld geta nú gerzt (en auðvelt að laga þetta í pistlum, ekki í athugasemdum nema með því að taka þær burt og setja réttar í staðinn eða með leiðréttingu í annarri aths.) voru þessar, Helgi Jóhann:

1. Í upphafssetningu: "að sumir gamlir Alþýðubandalagsmenn fari í mikilli villu ..." (menn vaða í villu, fara ekki í villu).

2.–4. Í næstu setningu: "Breskir íhaldsmenn, bæði þeir sem enn bara lát sér dreyma um breska heimsveldið ..." (þannig í upphaflegri gerð þinni – þú hefur breytt því síðan í: "sem enn bara lát sig dreyma," og eru þá tvær villur eftir af þremur upphaflegum; orðið bara er þarna rangstætt, ætti að koma á eftir "sig").

5.–6. "innan breskra samveldisns".

7. "áhrif og vald Breta á þeim 60 ríkjum" ("yfir" komi í stað "á").

8. "Einn aðal Postuli Heimssýnar" (aðal-postuli eða aðalpostuli).

9. "með þeim röku að ..."

10. " eflt áhrif sín í Breska samveldinu" (í stað: breska).

Ég er ekki að segja, að þetta neitt stóralvarlegt, Helgi, enda hef ég þegar sagt, að efnisvillur þínar í Evrópubandalagsmálum séu langtum alvarlegri.

Með góðum óskum,

Jón Valur Jensson, 23.4.2009 kl. 20:38

12 identicon

Jón Valur, þú ert meiri kjáninn. Segir eitt en gerir annað. Lætur sem efnið sé frekar gagnrýni vert en stafsetningin en eyðir langtum meira púðri í að setja út á hana heldur en efnið, bendir á prentvillur en bendir ekki á eina einustu efnisvillu, jafnvel þótt þú segir þær vera þar. Ég verð að segja, þar sem þú gefur þig svo út sem slíkan – að þú kemur óorði á stétt guðfræðinga.

Vífill (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 22:10

13 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Jón Valur, árás á ritun í bloggfærslum hvort sem er innsláttarvillur, fljótfærni-pikk eða beinar villur er aumasta og ómerkilegasta vörn rökþrota manna og ég einfaldlega frábið mér umræður byggðar á slíkum aðferðum.

Ég beinlínis nenni ekki að leiðrétta villur einmitt vegna þessa innleggs þíns.

Reyndar er það svo aftur hluti af afturhaldinu, þjóðrembunni og forneskjunni að ætla að steypa tungumálið fast í einhverri tiltekinni mynd eins augnbliks og panta að þannig  sé það um alla eilífð þegar eðli þess er að þjóna þörfum notendanna, taka breytingum og þróast.

Auðvitað veit ég að sagt er að menn „vaði í villu“ en það er viljandi að ég segi „fari í villu“ og vísa þá til miklu lengra tímabils en mér finnst „vaða í villu“ vísa til. Þeir hafi farið um árum og áratugum saman og ekki séð handa sinna skil í dimmri þykkri þoku sem þeir létu leiðast inní.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.4.2009 kl. 22:10

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Taktu það rólega, Helgi minn Jóhann, það sjást nú verri villur en þessar.

Þú varst bara að draga það í efa kl. 13:26, að villurnar væru nokkrar að ráði, og því varð ég að staðfesta það.

En ég er sennilega að gera sjálfum þér stóran greiða með þessari ábendingu, því að vandi menn málfar sitt og innslátt færslnanna, fá þær oft meira vægi í hugum lesendanna.

Svo óska ég þess, að þér megi auðnast að þokast jafnt og stöðugt í rétta átt í leit þinni að réttlátu samfélagi á þessu nýbyrjaða sumri.

Jón Valur Jensson, 23.4.2009 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband