Er fólk að stinga uppá að íslenska ríkið hætti að vera til?

city0115.jpgFólk talar nú hér á landi eins og það sé minnsta mál fyrir Ísland að varpa af sér skuldum með því að Ísland sem ríki lýsti sig gjaldþrota. Til vitnis um það vísa menn til reynslu Argentínu sem fyrir tíu árum hafi einfaldlega lýst sig gjaldþrota. Í gær var vitnað til þess að enskt matsfyrirtæki teldi Ísland vera í 5. sæti yfir ríki sem líklegast væri að yrðu gjaldþrota - hvaða ríki skyldi hafa vera í 1. sæti?, jú einmitt Argentína ríkið sem varpaði af sér skuldum sínum með gjaldþroti fyrir 10 árum. Það merkir reyndar líka að Argentína er það ríki sem hefur hæsta lánatryggingarálag allra ríkja heimsins, og borgar því mest fyrir að fá lán af öllum ríkum heims. - Hvaða vanda skyldi þá þjóðargjaldþrot Argentínu hafa leyst?  - Engan, alls engan, í raun aðeins skapað enn meiri vanda en var fyrir.

Þeir sem vilja að við leggjum árar í bát og gefumst upp eru að stinga uppá að hending ráði hverjir eignast auðlindir Íslandsins og hending ein ráði hvort Ísland verði til sem skráð ríki eftir aðeins skamman tíma. Öfugt við Argentínu erum við í ofanálag ekki sjálfbjarga um neitt, við framleiðum ekki einu sinni öngla til að veiða fisk, hvað þá íhluti í vélar og tæki eða tölvur, pappír og umbúðir. Það er ekkert al-íslenskt til.

Fyrir ríki er það að verða gjaldþrota eins og fyrir einstakling, við sjálf, Íslendingar látum gjaldþrota einstakling aldrei í friði þó skuldir hans séu smáar á mælikvarða banka eða ríkis, hann getur ekki hætt að vera til og skráð sig undir nýrri kennitölu eins og fyrirtæki. Eins er með ríki, ríkið getur ekki hætt að vera til - eða hvað? - Er fólk að stinga uppá að íslenska ríki hætti að vera til?

Það er rétt hjá Steingrími J Sigfússyni að við megum aldrei gefast upp, við megum aldrei lýsa okkur gjaldþrota sem ríki - aðrir verða að gera það. Svo lengi sem lengt er í hengingarólinni er sá möguleiki til staðar að við náum að tipla tám á jörð og bjarga okkur, og svo lengi sem við fáum gálgafrest má vera að hann dugi, en uppgjöf kemur ekki til greina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

heyr heyr

Óskar Þorkelsson, 4.7.2009 kl. 00:29

2 identicon

Sæll; Helgi Jóhann !

Aðalatriði; þessarra mála eru, að Íslendingar, hverjir endurreisn vilja hefja, á ný, losni alfarið við fólk, eins og ykkur kratana, héðan frá Fróni, sem aðra velunnara vestrænnar heimsvaldastefnu.

Það er ekki vinnandi vegur; að gera ráð fyrir uppbyggingu, meðan þið AGS/ESB/NATÓ liðléttingar Brussel valdsins, fáið að spígspora áfram, á íslenzkri grundu; gildir þá einu, hverra flokka, viðkomandi hafi hengt sinn hatt á, áður.

Ísþræla reikningana; má borga, á 150 árum, ef vill - gömlu nýlendu veldin, suður í Evrópu, má minna á framkomu þeirra sjálfra, í þeim löndum, sem þeir slógu eign sinni á, fyrr meir, og mergsugu, og traðka á sumum þeirra - enn þann dag, í dag.

Hygg; að þú ættir að líta á málin, í ögn víðara samhengi - hvar; litrófið einskorðast nú ekkert, við svart og hvítt, Helgi minn.

Nafni !

''Heyr''; fyrir hverju, annars ? Ert þú enn; sami krata bjálfinn, nafni minn, eða hvað ? Hafa fortölur mínar; ekkert bitið á þig, ágæti drengur ?

Með; fremur þurrum kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 00:50

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Umhugsunarvert.

Maður heyrir suma tala eins og að lýsa landið gjaldþrota sé bara einfallt.   Byrja með hreint borð segja sumir o.s.frv.

Það er það nefnilega ekki. Þetta er miklu frekar eins og að fara inní algjöra óvissu.   Samkv. því sem eg hef reynt að kynna mér er meir að segja ekkert sjálfgefið að þó gjaldþroti eða greiðslufalli (hvað sem menn vilja kalla það) sé lýst yfir að þar með hverfi skuldirnar bara.  Gufi upp.  Það er ekkert sjálfgefið.   Miklu líklegra endurskipulagning skuldana, einhver niðurfelling og minni afborganir etc.

Auk þess er traustið eða trú viðkomandi lands alveg í lausu lofi að því leiti að enginn getur sagt fyrirfram hve lengi vantraust vari eða hversu djúpt það verði o.s.frv.

Sést einmitt í argentínutilfellinu.  Bullandi vantraust ennþá.  Hvenær defaultuðu þeir ? 2002 minnir mig.  Held að þeir hafi fengið niðurfelldar 75% skuldanna.

Það er nefnilega eins og ég heyrði SJS segja einhversstaðar að þó að ísland neitaði að borga icesave - þá hyrfi það ekkert bara !

Annars ættu fjölmiðlar að upplýsa fólk um hvað gjaldþrot eða greiðslufall merkir fyrir þjóðir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.7.2009 kl. 00:54

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Manni óar við svona liði segir fólk við mig um skrif nafna Óskar Helgi Helgason,

Helgi Jóhann Hauksson, 4.7.2009 kl. 01:10

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Er fasisminn að ná tökum á Íslendingum?

Helgi Jóhann Hauksson, 4.7.2009 kl. 01:11

6 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Helgi Jóhann (ágætur nafni minn; að, því siðara, míns nafns) !

Óttast þú ei; mættir þú, í friði fara, ágæti drengur - sem ljósmyndatöku maður vænn.

Víst er það; að hinar ágætu hreyfingar, þeirra Salazars í Portúgal - Francós á Spáni, og Nikosar Sampson, á Kýpur, eiga sér hugmynda fræðilegar eftirmyndir, víðs vegar - og líka hér; heima fyrir, nafni minn.

Hefðu þjóðfrelsis hreyfingar Portúgals - Spánar og Kýpur, náð að halda sínu, hefði mátt torvelda útþenzlu Fjórða ríkisins, á Brussel völlum, til mikilla muna.

En; koma dagar - koma ráð.

Með; ögn mildilegri kveðjum, að þessu sinni /

Óskar Helgi Helgason 

   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 01:28

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

"Germany has gone bankrupt twice in its more recent history, once in 1923 and the second time after 1945. A country has reached this final stage if, as a result of war or blatant mismanagement, it has gambled away all trust, can no longer service its debt or convince anyone to lend it any money, no matter how high an interest rate it promises to pay. "

Sjá: http://www.spiegel.de/international/business/0,1518,588419,00.html

Helgi Jóhann Hauksson, 4.7.2009 kl. 02:18

9 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Er þá ekki ráðið að leggja meiri áherslu á mentun sem snýr að framleiðslu en kannski minni áherslu á hin djúpvitru fræði sem að gagnast jú í umræðum og mun kyjana og gang sólkerfa. Kannski lausnin sé að mennta fólk í að búa til pappakassa. Vil þó benda á að við framleiðum nú bara töluvert hér vandamálið er hinsvegar það að það er búið að sá þeirri hugmynd í fólk að það sé ekki lífvænlegt að starfa í framleiðsluiðnaði ekkert er lengur menntun nema að fullt af stöfum fylgi á eftir.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 4.7.2009 kl. 11:04

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

allt sem er framleitt hér á landi Jón er upprunalega innflutt vara...

Óskar Þorkelsson, 4.7.2009 kl. 11:27

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Hvaða bull er þetta, það er ekki rétt að íslenska þjóðin skuldi þetta ícesave! sem eru tilkomnar eingöngu út af EES"

Það er bara því miður þannig, að ríkið var og er í ábyrgð fyrir lágmarkinu.  Það er eiginlega varla nokkur maður sem mótmælir því lengur.  (Nú tala menn aðalega um betri samning)  Á endanum situr ríkið uppi með lágmarkið sem skuld.  Þetta er bara þannig.

Og þetta sko, það að skuldin skuli vera við almenna borgara, þ.e. ekki einhverja stóra lánastofnun, gerir málið enn alvarlegra og erfiðara viðvíkjandi því að ætla að neita bara að borga.  Svo mikill álitshnekkir fylgir,  að afleiðingarnar af slíku alveg ófyrirsjáanlegar.  (skiptir ekki máli þó uk og holland séu búin að greiða borgurum - skuldin er alltaf óbeint gagnvart þeim)

Þetta er nefnilega þes eðlis að það mundi líklega aldrei hverfa. 

Það furðulegasta í þessu máli er líklega að einhverjum skyldi detta í hug að Ísland kæmist upp með að labba bara sisona frá þessu og allt í gúddí bara.  Getur varla verið að ráðamönnum hafi dottið það í hug í alvöru.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.7.2009 kl. 11:48

12 Smámynd: Björn Heiðdal

Þetta er virkilega loðin umræða hjá Helga Haukssyni.  Að borga ekki Icesave er ávísun á þjóðargjaldþrot að hans mati.  Að kaupa ekki í matinn er ávísun á veisluhlaðborð.  Þú snýrð öllu á haus.  Þjóðin verður ekki gjaldþrota nema hún ráði ekki við skuldbindingar sínar.  Þess vegna þurfum við að draga úr skuldasöfnun en ekki auka hana.  Ef ríkissjóður neitar að greiða þetta Icesave klúður Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins þá hætta íslenskt fyrirtæki ekki að vera til eða geta flutt út.  Við fáum ekki viðskiptabann á okkur eins og Kúba eða Norðu Kórea.  Gefðu mér smá brake. 

Björn Heiðdal, 4.7.2009 kl. 11:58

13 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Björn minn, þú verður nú að lesa það sem ég skrifa eins og það er skrifað áður en þú tjáir þig um það. Ég er að tala um fólk sem beinlínis segir að við séum gjaldþrota og best sé að lýsa því yfir núna. Að samningar séu „bara lenging í hengingarólinni“ eða „gálgafrestur“. Fyrir utan að sérfræðingar ríkisstjórnarinnar segja það vera rangt, þá ef svo er þá er samt lenging í hengingarólinni möguleiki til að ná niður og tipla tám á jörð, og gálgafrestur getur dugað til að vinna sig útúr erfiðleikum. Að lýsa sig gjaldþrota nú er hinsvegar öruggur ósigur, öruggt þrot en enginn ávinningur. - Óþarft að endurtaka greinina mína lestu hana bara Björn og þá orðin sem þar standa en ekki ímyndanir þínar, ef þú vilt svara mér svaraðu þá því sem ég segi en ekki því sem þú ímyndar þér að ég segi.

Yfirlýsing um gjaldþrot hefur miklar afleiðingar en engan óvinning.

Helgi Jóhann Hauksson, 4.7.2009 kl. 13:51

14 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Annars þess utan er hér aðeins 10 daga gamalt bréf frá Gordon Brown sem birt var á netinu fyrir nokkrum dögum:

 --------------

23 June 2009

Dear Prime Minister

I am delighted that our great countries have reached an agreement regarding the sensitive ICESAVE dispute. However, it has been brought to my attention that conformation from the Icelandic Parliament has not been assured.

Let me make it clear that should the Icelandic parliament reject our agreement, such a humiliation would not be easily tolerated by Great Britain. I am sure you understand that we consider parliamentary support only as a formality in diplomatic relations between countries.

Should the Icelandic Parliament reject the agreement I ensure you that there will be no further negotiations. You must understand that my government can not appear weak when dealing with a country of only 300,000 citizens. We will therefore be obliged to use our influence within the European Union as well as the International Monetary Fund to slow down any aid or development. This might result in cancelling loans and postponing the Icelandic application for EU membership. More serious consequences would follow with gradual isolation of Iceland from the international community.

It will eventually be realized that the Icelandic parliament will have no other options than to confirm this agreement but the time wasted until conformation is indeed unfortunate.

I am deeply sorry for sharing such unpleasant concerns, but I wish you to be fully informed on the vital importance of having our differences solved quickly and easily, so I hope you are able to influence your respected members of parliament. Only if necessary, you may share the contents of my letter to relevant parliament members on a confidential basis.

Let me at last ensure you that it is the full intention of Great Britain to maintain the strong friendship between the two nations. We will certainly acknowledge special interests of Iceland regarding its application for membership in the European Union.

I believe that our two countries will become even stronger allies in the future as we sail through these difficult times.

Yours sincerely,
Gordon Brown
(sign)

Helgi Jóhann Hauksson, 4.7.2009 kl. 14:00

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

illa dulbúin hótun frá Mr Brown

Óskar Þorkelsson, 4.7.2009 kl. 14:05

16 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Nafni minn; Jóhann Hauksson !

''sérfræðingar ríkisstjórnarinnar'' hvað, Helgi Jóhann ?

Hvítflibba skari ráðuneytanna; upp til hópa, mætti setja, til gapastokks - dægrum saman, öðrum til viðvörunar. Lygahrappar og ómenni; hverjir unnið hafa meira tjón, heldur en gagn, eins og HRUN dæmið sýnir, eitt og sér.

Óþarft; að hnýta í Björn Heiðdal. Sýnist; sem hann megi draga þær ályktanir, sem honum þykir við blasa, eða er ekki svo, sem öðrum hér ?

Nafni minn; Þorkelsson !

Lélegur ert þú; í landvörn allri, mér og öðrum þjóðfrelsissinnum, til handa. Farðu; að dragnast á fætur; og sverja þig; ENDANLEGA, frá helvítis krata hjörðinni, ágæti drengur.

Með; sæmilegustu kveðjum, þó; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 14:48

17 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sammála þér Helgi Jóhann!  Kv. B

Baldur Kristjánsson, 4.7.2009 kl. 15:40

18 Smámynd: Himmalingur

Helgi Jóhann: Er þú til í að borga mínar skuldir?

Himmalingur, 4.7.2009 kl. 16:13

19 identicon

Við verðum að borga Icesave en fólk er reitt vegna þess að þetta útrásarfólk virðist bara hafa það fínt á meðan almenningi blæðir. Eva Joly bað Íslendinga að vera þolinmóða en þar er þrautin þyngri því þolinmæði er lítil í genum þessarar þjóðar.

Þolinmæðin þrautir vinnur allar . Þessi málsháttur er búinn að hvína í hausnum á mér síðan ég sá viðtalið við hana á RUV. Verðum við ekki að treysta yfirvöldum til að sigla okkur út úr mestu hættunni? Við erum dugleg þjóð og saman getum við flutt fjöll trúi ég.

En það verður að slá á þessa miklu reiði sem er í þjóðfélaginu og sýna okkur einhvernveginn að það sé verið að vinna í réttlætinu og hreinsa út spillinguna.Annars fer hér allt í bál og brand.

Ína (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 17:58

20 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ég væri líka alveg sáttur ef Helgi borgaði mínar skuldir líka,þvi ef þessi vinstri stjórn fær að halda áfram munu fáir geta haldið áfram að borga og standa í skylum með sýn lán.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 4.7.2009 kl. 20:17

21 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Ína (hverrar; föðurnafn/ættarnafn skortir) !

Hví; skyldi Alþýða Íslands; taka á sig þessar drápsklyfjar; til viðbótar öðru, í hina botnlausu hít - hver orðin er, hér á Fróni ?

Nema; málamiðlunin yrði upp tekin, og gömlu nýlendu veldunum (Bretlandi og Hollandi, til dæmis) boðið; að greiða þetta upp, til næstu 150 ára, í stað 15 ára, eins og þeir krefjast, nú um stundir.

Þú talar; um þolinmæði. Ekki sýnist mér; sem fjölskyldurnar og fyrir tækin, komi til með að lifa á henni, öllu lengur, hvar; þau Jóhanna og Steingrímur, hafa svikið alla svardaga, um skjóta liðveizlu, þeim til handa.

Og; til að kóróna myndarskapinn. Glæpalýðurinn; innan þings, sem utan - frumkvöðlarnir að þessum ósköpum, ganga ENN lausir, í boði þeirra Jóhönnu og Steingríms, og senda fólkinu, úti í þjóðfélaginu, hæðnis glott eitt.

Vargöld; er hin rétta nafngift, yfir hörmungar tíma þá, sem við upplifum, Ína mín.

Marteinn Unnar !

Helgi Jóhann Hauksson; sá mæti drengur, vildi eflaust, borga allar okkar skuldir, hefði hann tök á. Megin ljóður; á hans ráði er, að veita þessum liðleskjum, hver með völdin fara, þann stuðning, sem; mér er til efs, að hann gerði, hefðu þau ekki logið hann fullan hugmynda, að þau væru að vinna, að lands og fólks og fénaðar heill, Marteinn minn.

Með; sæmilegum kveðjum, sem áður og fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 21:25

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Fólk er samt, held eg, margt almennt séð ekki að ná þessu.

Það er (líklega) ógerlegt að hafna Icesave einum og sér.  Þetta hangir saman við aðrar skuldir ríkis.

Christensen var á stöð 2 áðan.  Hefði viljað betra eða nánara viðtal.  Of studdar klippur til að byggja á en mátti skilja að hann teldi vissa möguleika í vondri stöðu  í að lýsa yfir gjaldþroti sem hægt væri að vinna úr.

Nú, hvað sagði hann svo ?  Jú nokkrunveginn að endurskipuleggja skuldirnar, einhver niðurfelling, minni greislubyrgði o.s.frv.

Ef sú leið væri farin (sem eg tel litlar líkur á allavega á næstunni) þá yrðu icesave skuldirnar að öllum líkindum síðastar til að hverfa.  Þær eru þess eðlis.

Að lýsa yfir þjóðargjaldþroti eða greisluþroti er alls ekki einfallt mál og er heldur ekki þannig að það líði einhver nokkur ár og þá sé bara hreint borð. 

(Svo er auðvitað spurning hvernig fer með skuldir gömlu bankanna og kröfuhafa í þá.  Mér finnst það ekki alveg ljóst ennþá)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.7.2009 kl. 21:50

23 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ef valkostirnir eru annarsvegar að gera Íslenska ríkið að yfirlýstu þrotabúi, gjaldþrota þjóðar, sem ekki getur sjálf ráðstafað eignum sínum sem eftir kostum verða teknar upp í skuldir og vera samt enn í sömu sporum og Argentína tæpum tíu árum seinna eða efst á lista þjóða sem líklegast er talið að verði gjaldþrota á næstunni, með minnst viðskiptatraust allra þjóða heims, og hinsvegar þess að reyna til þrautar og eiga enn möguleika á endurskipulangingu skulda, geta enn lengt í hengingarólinni þar til við náum til jarðar og geta enn fengið gálgafrest sem gæti dugað til að breyta því sem breyta þarf, - þá vel ég að reyna til þrautar og gefast aldrei upp með því að við sjálf lýsum yfir gjalþroti, - við látum aðra um það.

Helgi Jóhann Hauksson, 5.7.2009 kl. 14:30

24 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Einstaklingar og ríki geta ekki hreinsað sig af skuldum sínum með því að hætta vera til líkt og fyrirtæki geta gert.

Ríki eru gagnvart gjaldþroti með stöðu sambærilega einstklingum fremur en fyrirtækjum. Fyrirtæki geta hætt að vera til eftir gjaldþrot og þeir sem að því stóðu geta stofnað nýtt um starfsemi þess laust við allar skuldir þess fyrra.

Einstaklingar og ríki er lifandi á miklu víðtækari hátt en fyrirtæki og deyja með miklu meiri afleiðingum.

Margir halda enn að einstaklingar losni undan skuldum sínum með gjaldþroti - því fer víðs fjarri, þeir missa allar eigur sínar og fjárræði sitt og eru settir í áratug undir umsjón fulltrúa skiptastjóra sem jafnvel fær allan póst þeirra til að lesa yfir, og eftir sem áður geta kröfuhafar samt viðhaldið kröfum sínum og gengið að skuldaranum alla ævi skuldarans og krafist bæði skuldarinnar og allan kostnað og dráttarvexti af því öllu.

Þó skuld sé afskrifuð í banka er það aðeins bókhaldsatriði fyrir bankann því einstaklingurinn er samt áfram til og skuldin er áfarm til og bankinn heldur áfram að rukka hina afskrifuðu skuld, jafnvel þó krafan sé auk þess fyrnd (meginhlutverk Kröfuvaktar Intrum). Ef einstaklingurinn ætlar 15 - 25 árum seinna að leita fyrirgreiðslu bankans fær hann svo synjun á þeirri forsendu að hjá bankanum sé hin afskrifaða skuld. Engin fyrirgreiðsla fáist nema greiða hana með dráttarvöxtum og kostnaði.

Ríki eru miklu nær því að vera í stöðu einstaklings við gjaldþrot en stöðu fyrirtækis, því ríkið getur ekki hætt að vera til og endurstofnað sig, nema þá með fullkominni uppgjöf í hendur annarra ríkja, líkt og Þjóðverja í heimsstyrjöldinni og þá aðeins undir yfirráðum annarra ríkja.

Helgi Jóhann Hauksson, 5.7.2009 kl. 14:53

25 Smámynd: Héðinn Björnsson

Við getum vel skotið gjaldþrotinu á frest um nokkur ár og notað tíman til að koma fólkinu úr landi, en gjaldþrotið kemur. Ef við viljum byggja þetta land áfram verðum við að taka slaginn og taka frumkvæðið í hinu óumfýjanlega gjaldþroti. Valið er okkar.

Héðinn Björnsson, 6.7.2009 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband