Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Stærðfræðiliðið farið til Hanoi höfuðborgar Vietnam

Rétt í þessu var hópur ungmenna, landsliðið í stærðfræði að leggja upp í langferð til Hanoi höfuðborgar Vítetnam til að keppa á árlegu Ólympíumóti ungmenna í stærðfræði. Á þessari mynd er allur hópurinn með fararstjóra sínum saman kominn við leigubílinn til Keflavíkur. Frá vinstri er Ögmundur Eiríksson, Einar Axel Helgason, Jón Benidiktsson, Pétur Orri Ragnarsson, Hlín Vilhjálmsdóttir Önnudóttir, Guðmundur Reynir Gunnarsson og fararstjóri hópsins er Auðunn Sæmundsson stærðfræðikennari.
Stærðfræðilið á leið til Víetnam
Það er gaman að Laugvetningurinn Ögmundur Eiríksson vann sér sæti í liðinu og svo ein stelpa Hlín Vilhjálmsdóttir Önnudóttir er í hópnum en of oft eru eingöngu strákar sem vinna sér sæti. Sæti vinnast með framstöðu í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna og á Norðurlandamóti sem all nokkur hópur þeirra efstu fær rétt til að keppa á en það fer fram í hverju landi (án ferðalaga milli landa).
Jón, Pétur, Guðmundur og Einar hafa allir talsverða reynslu af þátttöku í liðinu voru t.d. allir á Ólympíumótinu í fyrra í Slóveníu og hafa farið á Balkanmót en Einar Axel er með mesta reynslu þeirra sem eru í hópnum og sigraði í stæðrfræðikeppni framhaldsskólanna í vor og er að fara sína 6. keppnisferð nú. Einar á þó eitt námsár eftir og lýkur væntanlega stúdentsprófi næsta ár.

Einar Axel var fyrst valinn til að fara á Balkanmótið í Lettlandi haustið 2004 á sínu fyrsta ári í menntaskóla eftir forkeppni framhaldsskólanna og svo á Ólympíumótið á Yuctanskaganum í Mexico sumarið eftir þ.e. 2005. Það var fellbyljasumarið mikla þegar Katrín lét til sín taka í USA en yfir Yuctanskagann í Mexico gekk 4ðu gráðu fellibylurinn Emilía síðustu daga mótsins. Sem betur fer gerði Emilía það eins snyrtilega og hægt er að ætlast til af  4ðu gráðu fellibyl sem meira að segja skömmu áður sló upp í 5tu og efstu gráðu. – Ég verð að viðurkenna að mér stóð alls ekki á sama um soninn þegar ég fylgdist með veðurtunglamyndum af fellibylnum á internetinu og sá auga bylsins nálgast stöðugt Yucatan Skagann og stefna beint á Merida höfuðborg skagans þar sem mótið var haldið og hópurinn hafðist við. Það fór þó allt á besta veg , með undarlegum hætti þræddi bylurinn framahjá Cancun og beygði svo rétt til hægri með megin afl sitt framjá Merida (sjá mynd af veðurvef - smella til að stækka).

Mexíkó 2005 - pýramídinn nú eitt af undrum veraldar

IMG_0071En nú hefur aðal pýramídinn á svæðinu (Yukatanskaganum í Mexikó) verið valinn eitt af 7 undrum veraldar ef ég hef skilið rétt, og með leyfi Einars eru hér nokkrar myndir þar sem hópurinn fór og skoðaði pýramídann. Það vekur athygli hvað hann er brattur. IMG_0065IMG_0066IMG_0067IMG_0064Fyrir ferðamenn hefur verið lagður kaðall eftir miðjum tröppunum til að halda sér í. Það er kannski ekki nema von að yfirvöld í Mexíkó óttist of mikla ágengni við pýramídann eftir valið, því ekki aðeins troðast tröppur hans og umhverfi örar niður heldur eykst líka slysahætta þegar mikill fjöldi er í tröppum pýramídans í einu.

Eins og fyrr sagði  er Einar Axel er að fara sína sjöttu keppnisferð með stærðfræðiliðinu og í þriðja sinn á Ólympíumót og nú til Víetnam, hann vann sér líka sæti í Ólympíuliðið í eðlisfræði sem er nú í Íran á sama tíma og stærðfræðiliðið leggur af stað til Víetnam og þurfti því að velja annað hvort og tók stærðifræðilið framyfir enda árangur hans betri þar (fyrsta sæti) og reynslan meiri.

Það má þó hafa til marks um hve seinna en aðrar þjóðir við ljúkum stúdentsprófum að þó Einar eigi eitt námsár eftir í eðlilegu námsferli getur hann ekki tekið þátt í Ólympíumótinu næsta sumar því þann 11. júní 2008 um mánuði fyrir mótið næsta ár verður hann orðinn 20 ára. Mótin miða við framhaldsskólanemendur en þó ekki deginum eldri en tvítugt. 


Mótmæli við hvert hús á Kársnesi

Kársnesið:Varðskip siglir frá Kópavogshöfn

Í góða veðrinu fór ég í göngutúr strandleiðina um Kársnesið (í Kópavogi). Hér fylgja nokkrar myndir því mér til mikilar undrunar voru mótmælaborðar á nær annarri hverri lóð en ef það hefur verið sagt frá því í fjölmiðlum hefur það algerlega farið fram hjá mér.

Ég hafði heyrt af skiljanlegri óánægju á Kársnesinu en af einhverjum ástæðum gera fjölmiðlar miklu meira með mótmæli vegna einnar íbúðar við Njálsgötu í Reykjavík en með allsherjar mótmæli íbúa á Kársnensi vegna uppfyllinga fyrir stórskipahöfn og bryggjuhverfi. Undanfarin ár hefur verið of freistandi einfalt að vísa á Gunnar Birgisson um ábyrgð á verktakavæðingu bæjarins, en svo virðist sem aðrir í bæjarpólitíkinni sem einnig tengjast verktökum og húsabyggingaiðnaðinum skýli sér bak við Gunnar.

Frá mínum sjónarhóli bera allir bæjarfulltrúar og nefndarmenn viðkomandi nefnda jafna ábyrgð á þessum málum ef þeir hafa ekki gert skýra, heiðarlega og auðsýnilega tilraun til að stöðva þau eða færa til betri vegar (smellið á myndir til að stækka - og svo aftur til að stækka meira).Á Kársnesi í KópavogiÁ Kársnesi í Kópavogi

Á Kársnesi í KópavogiÁ Kársnesi í Kópavogi

Á Kársnesi í KópavogiÁ Kársnesi í Kópavogi

Á Kársnesi í KópavogiÁ Kársnesi í Kópavogi

 Á Kársnesi í KópavogiÁ Kársnesi í Kópavogi

Á Kársnesi í KópavogiÁ Kársnesi í KópavogiÁ Kársnesi í KópavogiÁ Kársnesi í KópavogiÁ Kársnesi í KópavogiÁ Kársnesi í KópavogiÁ Kársnesi í KópavogiÁ Kársnesi í KópavogiÁ Kársnesi í KópavogiÁ Kársnesi í Kópavogi


Glæsileg opnunarathöfn landsmóts UMFÍ - nokkrar myndir

Auk afar glæslegra og skemmtilegara atriða á opnunarathöfn landsmóts UMFÍ í Kópavogi var Sigurðar Geirdal fyrrverandi framkvæmdastjóra UMFÍ og bæjarstjóra Kópavogs í 14 ár minnst við athöfnina. Það fór vel á því og var smekklega gert og í stíl við vandaðan undirbúning allra sem að mótinu koma. Ég set hér inn nokkrar myndir sem ég tók úr sæti mínu í nýju stúkunni. Hún var troðfull af fólki og vart hægt að hugsa um að færa sig til.
 Fleiri myndir eru hér í myndaalbúmi á hægri spásíunni. Landsmót UMFÍ 2007


mbl.is Landsmót UMFÍ sett í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... trúir þú á álfa- og Huldu- sögur?

Efst á Nónhæð er í aðalskipulagi bæjarins merkt álfabyggð, nú á að grafa þar niður 18.000 fermetra bílakjallara þ.e. nærri jafnstór og Kringlan var upphaflega, og uppúr henni eiga rísa 14 og 12 hæða turnar. Er hægt að fara verr með byggð álfa og huldufólks en það?

 

Folk_Fj_17Juni_0148Efst á Nónhæð í Kópavogi hefur verið gert ráð fyrir opnu grænu svæði til útivistar og bænahúsi frá því þetta svæði kom fyrst í alvöru inn á aðalskipulag Kópavogsbæjar. Þegar skipulag annarrar íbúðabyggðar á Nónhæða var kynnt með bæklingi til að selja þar lóðir uppúr 1990 var sérstaklega mikið gert úr undurfögru  tilbeiðslu- og bænahúsi sem ætti að vera þar og græna svæðinu þar í kring, í litprentuðum bæklingi Kópavogs um útivistarsvæði sem má nálgast á heimasíðu skipulagsdeildar bæjarins er enn mynd af þessu húsi og áréttað um útivistarsvæðið. Þar kemur einnig fram að langmestur meirihluti Kópavogsbúa notar útivistarsvæði bæjarins oftar en vikulega og helst þau sem eru næst heimili þeirra.

Þettni byggdarÞessi úrklippa hér til hliðar er úr skýrslu Kópavogsbæjar með aðalskipulagi 2000-2012.
Við gerð aðalskipulags Kópavogs 2000-2012 eru merktar inn hvar eru álfa- og vættabyggð í Kópavogi og þar er ein merkt á opna svæðinu á Nónhæð, þar er einnig áréttað að þessi reitur sé frátekinn fyrir opið svæði, einnig kemur fram með greinagerð um íbúðabyggðir að Nónhæð er þá þéttbýlasta svæði Kópavogs. Nónhæð var árið 2000 meira en þrefalt þéttbýlli en Kársnesið og tvöfalt þéttari en Fossvogurinn (sjá textamynd úr aðalskipulagi Kópavogs) Þó eru öll opin svæði meðtalin í Nónhæð en undanskilin í meðaltali hinn svæðanna. Þá kemur fram í skýrslunni að 2/3 hlutar Kópavogsbúa stunduðu atvinnu utan Kópavogs og því þyrfti að byggja upp athafnsvæði fremur en íbúðasvæði. Samt er íbúum Nónhæðar nú selt það sem rök fyrir blokkamassa á græna svæðinu að svæðið sé ekki nógu þéttbýlt og einnig að eftir svo mikla uppbyggingu athafnasvæða í nágrenninu verði að byggja meira íbúðarhúsnæði á móti. Þ.e. í aðalskipulagi voru það rök fyrir mikilli uppbyggingu athafnsvæða að atvinnusvæði skorti á móti íbúðabyggð en nú eru það rök að atvinnuhúsnæði sé orðið svo mikið á svæðinu að það verði aftur að auka íbúðabyggð á móti - þó svo taka þurfi undir hana úr aðalskipulagi grænt opið svæði og moka í burtu álfabyggð Shocking

Mynd_2007-07-02_17-51-41- Kópavogsbær hefur kosið að gera ekkert fyrir opna svæðið á Nónhæð árum saman og láta það liggja í fullkominni órækt, og nú notar skipulagsstjóri Kóp óræktina sem Kópavogsbær hefur stofnað til sem rök fyrir því að leyfa allt aðra notkun en var þar fyrirhuguð og merkt á skipulagi þegar verktakinn sem nú vill byggja keypti lóðina. Það er engin ný uppgötvun að eitthvað þurfi að gera fyrir svæði svo það verði vel nýtt útivistarsvæði, þannig er um öll útivistarsvæði.

Þarna er einnig afar eftirsóknavert útsýni sem annað hvort er hægt að opna öllum eða selja fáum, en skipulagsstjóri sagði um útsýni á fundinum með okkur að hann ætlaði ekki að segja hvað sagt væri um þá sem keyptu útsýni (sbr hljóðskrána hér til hliðar) en um þá sem seldu útsýni væri sagt að þeir væru snillingar Woundering.

Sá sem keypti land skipulagt sem opið svæði með bænahúsi í annars grónu hverfi á ekki kröfu á að gera þar neitt annað en það að byggja bænahús og sjá til þess að gengið sé frá opna svæðinu. Bæjaryfirvöld halda því fram að réttur lóðaeiganda sé mikill í Kópavogi (-meiri en lífsgæði íbúanna sem búa fyrir?) og þessvegna sé ekki hægt að neita þeim sem keypti opið svæði að byggja þar íbúðamassa.  Samt vita allir að venjulegir íbúar sem ekki eru stórverktakar þurfa að sæta ótrúlegustu skorðum við minniháttar breytingum, t.d. er í Mogganum sl. sunnudag undir "Ummæli vikunnar" á bls 20 er vitnað í lögfræðing Ríkeyjar Pétursdóttur sem í 4 ár hefur barist fyrir því að fá að hafa einn hárgreiðslustól heima hjá sér án breytinga á húsi eða lóð, en fær alltaf synjun. "Aldrei séð annað eins á ævi minni" segir lögfræðingurinn um framkomu Kópavogsbæjar og þrjósku.
Mynd_2007-07-02_17-06-28Réttur lóðareiganda til breytinga er auðvitað ekki meiri en bærinn veitir - og sá sem tekur þá áhættu að kaupa grænt svæði og vill byggja þar dýr íbúðarhús í stað útivistarsæðis íbúa og moka í burtu heilli Kringlu af jarðvegi fyrir bílakjallara, á engan rétt til annars en bænahússins og útivistarsvæðisins sem skipulagið gerði ráð fyrir. - Það er reyndar útaf fyrir sig rannsóknarefni hvers vegna menn taka yfir höfðu slíka áhættu og leyfa sér svo að gera kröfu á íbúa Kópavogs um að þeir uppfylli fyrir þá gróðavonina á kostnað lífsgæða sinna. Mynd_2007-07-02_15-53-18

 NonhaedBaenahus2


mbl.is Vilja ekki að háhýsi rísi á Nónhæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásýnd og skipulag Kópavogs varðar alla bæjarbúa

Mynd_2007-06-23_16-35-26Kópavogsbúar verða nú að taka höndum saman og stöðva ofvaxin stórverktaka-krabbamein sem spretta nú upp og vaxa stjórnlaust í grónari hlutum bæjarins eftir að mest öllu nothæfu byggingalandi bæjarins var ausið út á umliðnum árum. Bæjarstjóri hefur lýst því yfir að Kópavogsbúar eigi að vera orðnir 50 þúsund eftir aðeins fáein ár. Íbúar bæjarins ættu að velta fyrir sér hvar tvöföldun bæjarbúa eigi að komast fyrir nú þegar mest allt gott byggingarland er upp urið. Jú augljóslega á að byggja upp í loftið og hvar sem nothæfur blettur finnst, hvort sem þar er fyrir opið svæði eða hús.

Rétti staðurinn til að stöðva þetta er hinn helgi reitur á Nónhæðin og rétti tíminn er núna.


Margt hefur verið vel gert í Kópavogi á umliðnum árum og þar sem bærinn sjálfur hefur á annað borð ákveðið að taka til hendinni t.d. við Kópavogslækinn hefur vel tekist til. - En það ætti þó fremur að vísa til þess í hve góðum bæ við viljum búa en að við látum hvaða skipulagsklúður sem er yfir okkur ganga.
Skipulag og ásýnd bæjarins mun ráða hvernig hann og hverfin byggjast til framtíðar og hvernig um hann verður gengið.
Það er engin tilviljun að sumstaðar er engin virðing borin fyrir umhverfinu og af stað fer keðjuverkun lækkandi fasteignaverðs og enn verri umgengni á meðan annarsstaðar fær ljúfleikinn og fegurðin að njóta sín óspjölluð. Skipulag og uppbygging hverfa ræður hvernig eðli þeirra þróast síðar og hvernig um þau verður gengið.

Á Nónhæð hefur samkvæmt skipulagi í um 20 ár verið gert ráð fyrir útivistarsvæði, þar er jafnvel merkt á aðalskipulagi byggð vætta og álfa og ákveðin helgi hvílir yfir hæðartoppnum. Það er enginn vafi að Kópavogsbær gæti gert það svæði jafn eligant og honum hefur tekist til annarsstaðar þar sem vilji hefur staðið til þess.  Reyndar ætti Kópavogsbær kannski að tengja saman álfabyggðirnar sínar, sem eru víða, með einhverjum sérstökum hætti og merkja gönguleiðir á milli þeirra. – Það gæti haft mikið gildi fyrir fjölmargt fólk innlent og erlent og bæinn í heild - Kópavogur á sögu sem tengist meira slíkum hlutum en flesta grunar sem svo aftur eru ekta íslenskir. Þess í stað á nú að ryðja einni álfabyggð í burtu og setja í staðin neðanjarðarbílastæði á tveimur hæðum jafn stór og Kringlan var ný, og auk lægri húsa munu 12 og 14 hæða turnar rísa uppúr henni.


Prúttið er partur af planinu


Mynd_2007-06-28_19-55-18Athyglisvert er að sú aðferð virðist notuð að fara að hætti prúttsölumanna og nefna fyrst eitthvað "hærra"  en til stendur “að selja íbúunum”. Þegar við  svo fáum strax nokkra lækkun byggingarmagns líður okkur eins og við höfum unnið persónulegan sigur og kaupum pakkann verði sem við hefðu aldrei sætt okkur við í hreinskiptum og heiðarlegum viðskiptum.
Þannig er t.d. afar athyglisvert að fyrstu og ýtrustu óskir verktakanna gera ráð fyrir nýtingahlutfallinu 0,94 að slepptum 18.000 fermetra bílakjallara, en afgreitt úr skipulagsnefnd og bæjarráði til kynningar fyrir íbúum er nýtingahlutfallið 1,1 eða nokkru meira en verktakinn lét sér dreyma um. Augljóslega á svo að skera eitthvað niður aftur að fengnum viðbrögðum íbúa, kannski niður í sama hlutfall og verktakinn bað um upphaflega eða 0.94  og þá eiga allir að geta verið ánægðir með framistöðu bæjaryfirvalda og hve vel þeir gæta hagsmuna bæjarbúa er það ekki?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband