Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Björn Ingi hættir í stjórnmálum

bjorn_ingiÉg hef séð það gerast nokkrum sinnum í gegnum tíðina að ef ungir menn ná „of bröttum“ frama og athygli í stjórnmálum þá er eins og gefið sé opinbert veiðileyfi á þá í samfélaginu, í fjölmiðlum og í þeirra eigin flokkum og bókastaflega ráðist á þá úr öllum áttum og loks klipptir fæturnir undan þeim úr návígi innan þeirra eigin flokks.

Það er að sönnu sagt að nýir vendir sópi best og á vel við um unga stjórnmálamenn - en það fylgir því að vera ungur að skorta reynslu. Þegar víða er stígið niður fæti er óhjákvæmilegt að ungir óreyndir menn misstígi sig af og til - nóg til að úlfar og hýenur sem elta í slóðina geta með eljuseminni og einbeittum vilja fundið veikleika ungu mannanna og ráðist til heiftúðugra árása. - Fáir þola margar slíkar atlögur.  - Ég held að Björn Ingi hafi verið mjög efnilegur stjórnmálamaður og ekki haft aðra galla en þá sem eldast af honum þ.e. ungan aldur og reynsluleysi.  Hann stóð sig ótrúlega vel undir mjög hörðum árásum en ég skil líka vel að hann sitji ekki undir þeim endalaust. 

Ég held t.d. að Björn Ingi hafi ekki tamið sér að talað illa um aðra í fjölmiðlum.
Þá kalla ég það heldur ekki að tala illa um aðra að tjá þá skoðun sína innanbúðar við aðra flokksmenn að einhverjir hafi ekki kjörþokka, það er ekki margt sem flokksmenn mega spekúlera ef þeir geta ekki velta því fyrir sér.


Æ! Sigursteinn þetta var óþarfi - hvað segir þetta okkur?

Mynd_129Æi! Sigursteinn þetta var óþarfi. Fáir menn búa yfir jafn snarpri greind og Sigursteinn Másson en fáa menn skortir eins félagsfærni og Sigurstein Másson. Sigursteinn er stórbrotinn og býr yfir stórum kostum en líka stórum göllum t.d. þeim sem hér birtist, að rjúka á dyr þegar hann fær ekki sjálfur að handvelja alla, hvern og einn einasta í stjórn Brynju. – Hann var ófáanlegur um að einn einasti frá fyrri stjórn sæti áfram. Samt var bæði verið að skipta um framkvæmdastjóra og fulltrúa félagsmálaráðuneytisins í stjórn Brynju og svo einnig  þessa 4 fulltrúa ÖBÍ. Og hann var einnig ófáanlegur til að leyfa kosningu á milli nafna eins og tíðkast hjá ÖBÍ Heldur aðeins allan pakkann. Það var því óhjákvæmilegt að annar yrði settur saman og boðinn fram.

Þannig vill til að ég er einn þeirra 16 á aðalstjórnarfundi ÖBÍ sem greiddi atkvæði með nú nýrri stjórn Brynju og studdi því ekki þann lista/pakka sem Sigursteinn vildi. En Sigursteinn Másson var ekki í kjöri hér.

Vel að merkja þá rekur Brynja tvöfalt fleiri leiguíbúðir en t.d. Kópavogsbær.

Frá minni hálfu hefur þetta mál eða önnur sem ég hef komið nálægt hjá ÖBÍ á engan hátt snúist um nafnið Sigursteinn Másson heldur um grundvallaratriði, málefni, upplýsingar og rök.

Sigursetinn Másson vildi einn ráða öllum mönnum í stjórn Brynju húsfélags sem stofnað var af frumkvöðlum ÖBÍ við lítil eða engin efni þar sem frumkvöðlarnir tóku sjálfir persónulega ábyrgð, og til að þjóna sem flestum með sem lægst leigugjald voru íbúðir hafðar smáar. Þó nú sé verkefnið að færa Brynju til nútímans þá verða ekki til jafn margar en miklu stærri og betur búnar íbúðir nema með miklu nýju fé, hinn kosturinn væri að selja margar litlar og lélegar íbúðir en kaupa miklu færri, stærri og betri íbúðir sem þá þörfnuðust hærri leigu til samræmis.

Aðalstjórn ÖBÍ velur fjóra menn í stjórn Brynju en ráðherra velur einn. Sigursteinn sætti sig á þessum fundi ekki við neitt annað en að ráða sjálfur öllum 4 fulltrúum ÖBÍ – allt eða ekkert – ekkert minna en það kom til greina frá hans hálfu og öllum málamiðlunum var hafnað þar á meðal að kjósa á milli nafna eins og tíðkast hjá ÖBÍ en ekki bara allan pakkann/listann. Fyrst engar málamiðlanir voru í boði valdi aðalstjórn því stjórn sem saman stóð af tveimur síðustu formönnum ÖBÍ á undan Sigursteini og tveimur vel menntuðum og mætum konum. 

Skýrar og ítrekaðar óskir höfðu komið fram í aðalstjórn um að bætt yrði við nöfnum og kosið milli nafna en ekki lista en listakosning hefur ekki tíðkast hjá bandalaginu. Einnig að innri reynsla og þekking yrði varðveitt milli stjórnartímabila með því a.m.k. einn úr gömlu stjórninni sæti áfram. Ekki síst þar sem þegar var  væntanlegur nýr framkvæmdastjóri og nýr fulltrúi ráðherra. En öllu slíku var alfarið hafnað af Sigursteini. Því var óhjákvæmilegt að annar listi yrði settur saman sem svo var kosinn.


mbl.is Sigursteinn segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband