Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

700 milljaðrar fyrir krónuna en Félagsþjónustan ber fólk út v skulda

Landsfundur Samfylkingarinnar 22Það verður óbærileg skömm fyrir þetta samfélag ef fyrstu viðbrögð við kreppunni eru að bera út fjölskyldur, atvinnulausa og lífeyrisþega, skammarlegast er þegar Félagsþjónustan stendur að því.

Allur IMF-pakkinn er kostnaður vegna krónunnar

Það þarf að koma krónunni á flot á ný ef það er á annað borð hægt. Kostnaðurinn ef því og fórnirnar vegna krónunnar okkar eru gríðlegar. Allt IMF dæmið, 18% stýrivextir og öll önnur skilyrði sjóðsins sem kunna að koma í ljós og svo risalánið sjálft með tugum miljarða króna í vexti á ári er aðeins og eingöng til að koma krónunni á flot aftur, sem auðvitað þyrfti ekki ef við hefðum ekki haft krónu heldur evru.

Og þá er allt annað eftir vegna bankahrunsins, t.d. hundruð milljarða kostnaður ríkissjóðs til að halda helstu stoðum atvinnulífsins gangandi og byggja upp bankakerfi á ný því ríkissjóður tekur við þeim á núlli og þarf að leggja þeim til nýtt eigið fé, - og svo Icesave.

mynd_2008-05-21_14-19-44_714937.jpgAð allir geti lifað kreppuna af

Eitt viðfangsefni er þó að mínu mati öllum öðrum mikilvægara þ.e. að ríkið tryggi að allir geti lifað þessa kreppu af. Árum saman hefur ríkið komið sér undan að skilgreina hvað Íslendingur þarf  til að geta séð sér fyrir grunnþörfum - þ.e. hvað kostar að lifa, hver grunnframfærslukostnaður er. Þó hefur umboðsmaður Alþingis bent á að ógerningur sé fyrir ríkið að taka upplýsta ákvörðun um lífeyri öryrkja og aldraðra og tekjutryggingu lífeyrisþega ef ríkið veit ekki hvað fólk þarf til að lifa.

Við þær aðstæður sem nú ríkja eru þeir sem búa við einhverja vanheilsu eða skerðingu þeir sem helst missa vinnu og eru sístir til að fá vinnu á ný.  Samkeppnissamfélagið hefur í vaxandi mæli hafnað þeim sem búa við skerta heilsu eða skert atgervi. Það mun ekki batna nú.
-  Vandi þerra sem töpuðu milljónum eða milljörðum á hlutabréfamörkuðum er enginn vandi við hlið þeirra sem áttu ekkert  - ekki einu sinni heilsu til að tapa. Það er sá vandi sem verður að hafa forgang nú því þeim fjölgar hratt og bjargir þeirra hverfa fyrst.

Við verðum að tryggja fyrst af  öllu að allir geti lifað og bjargað sér eins og unnt er sjálfir, það verður að tryggja öllum lágmarksframfærslu og til þess þurfum við að vita hvað kostar að lifa.

Fréttir berast af 7 útburðarmálum sem Félagsbústaðir þingfestu í vikunni. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða kvaðst búast við að hröð fjölgun yrði í slíkum málum hjá þeim á næstunni vegna kreppunnar. - Og enginn hefur gert athugsemdir við þessi orð. Þetta er skuggaleg afstaða og vinnubrögð Félagsþjónustunnar í Reykjavík og sýnir vel hve grimmt  og miskunnarlaust samfélagið er orðið. Hér heggur sá er hlífa skyldi. - Útburður af hendi félagsþjónustu sveitfélaganna var til skamms tíma nánast óþekktur - en nú er sem ekkert sé sjálfsagðara.

Bönnum að lögum að fólk sé borið út vegna skulda

Við verðum því að fá það sett í lög að banna sé að bera fólk út úr venjulegu íbúðarhúsnæði vegna skulda hvort sem er vegna leigu eða afborganna ef skuldari greiðir eitthvert tiltekið sanngjarnt hlutfall af tekjum sínum eftir skatta, hvort sem það eru tekjur lífeyrisþega eða launþega. - Það verður óbærileg skömm fyrir þetta samfélag ef fyrstu viðbrögð við kreppunni eru að bera út fjölskyldur, atvinnulausa og lífeyrisþega í hrönnum á götuna af heimilum sínum, skammarlegast er þegar Félagsþjónustan stendur að því.


Nú sagt: „Efnahagur myndi hrynja“, en áður: „eignir duga“

Mynd 2008 10 10 11 56 57BHér bregður við nýjan tón þegar sagt er að Icesave-krafa Breta gæti riðið okkur að fullu, þar sem viðskiptaráðherra fullvissaði okkur um það í upphafi þessa máls að eignir Landsbankans í London myndu vel duga eða duga að mestu fyrir skuldum Icesave. Það sama réttlætti undirritun samninga við Hollendinga um 350 milljarða króna lán þeirra til okkar til að standa straum að Icesave í Hollandi, -hvar stendur sú skuldbinding nú?

Það er eitthvað sem enn á eftir að gera okkur grein fyrir ef ljóst er orðið nú að litlar eða engar eignir komi uppí þessa hrikalegu skuld Icesave-reikninganna.

Bretar mega ekki reka reikninga fyrir fólk búsett utan UK

Einnig er mikilvægt að hafa í huga þegar forsætisráðherra segir að breyta verði evrópskum reglum um banka svo þetta geti ekki endurtekið sig, að breskum bönkum er bannað að reka reikninga eins og við leyfðum Landsbankanum, þ.e. fyrir fólk búsett utan landsins í gegnum útibú bankanna, á þeim forsendum að Bretar hefðu ekki bolmagn til að tryggja innistæður íbúa annarra landa en þeirra sem eru heimilisfastir á Bretlandi. Hversu miklu fremur hefðum við ekki getað gert það sama því Bretar eins og við eru líka í EES.


mbl.is Efnahagur myndi hrynja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan er okkur dýr og á eftir að verða dýrari

Mynd 2008 10 10 12 41 25+Vísitölutrygging í áratugi er einn fórnarkostnaður þjóðarinnar af gjaldmiðli sem hún treysti aldrei sjálf. Nú verður gerð tilraun til að gera krónuna aftur nothæfa, eftir hrun, með helmings hækkun stýrivaxta. Það er gert til að þjóðin flýi ekki með peningana sína yfir í evrur. Alls óvíst er að það takist en ljóst er að það er enn ein fórnin sem þjóðin færir til að halda krónunni sinni. Fórnin gæti samt reynst til einskis og fórnarkostnaðurinn orðið geigvænlegur. Ef það hinsvegar tekst nú að bjarga krónunni er eftir sem áður langur vegur til þess að hún nái alvöru trausti eftir undangengin áföll svo næsta víst mun fé leka í burtu yfir í aðra traustari gjaldmiðla, það er bara spurning um hve hratt.

Það sem er samt ólíkt með afleiðingum af háum stýrivöxtum nú og stöðunni undangengin ár er að afar ólíklegt er að aftur streymi gjaldeyrir erlendra lánveitenda og kaupenda jöklabréfa inn til landsins, svo þessi hækkun ætti næsta örugglega ekki að leiða til offjárfestinga í íslensku efnahagskerfi og ofstreymis fjár til landsins.


mbl.is Erfitt fyrir fólk og fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankastjóri óskast!

Rakst á þessa í atvinnuauglýsingum í Fréttablaðinu í morgun:

„Seðlabankastjóri óskast! Seðlabanki
Alþýðunnar leitar að hagfræðimenntuðum,
óflokksbundnum aðila sem á
auðvelt með mannleg samskipti, sýnir
yfirvegun í starfi, hefur almannahagsmuni
að leiðarljósi og axlar ábyrgð
af miklu æðruleysi. Áhugasamir sendi
umsóknir á sedlabankinn@gmail.com“


Séð fyrir hrun Lehman Brothers og áhrif á ísl. bankana

Úr Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins þann 23. mars 2008.

„Í einum virtasta fjármáladálki heims, dálki Lex í Financial Times var fyrir nokkrum dögum fjallað um fall eins stærsta fjármálafyrirtækis Bandaríkjanna, Bear Stern, og ástæður þess falls en fyrirtækið var selt fyrir nánast ekki neitt um síðustu helgi. Lex útskýrði ástæðurnar fyrir falli Bear Stern og bætti því við að af sömu ástæðum væru Lehman Brothers og íslenzku bankarnir „undir þrýstingi“. Það er erfitt að sjá samhengið á milli þessara stóru bandarísku fjármálafyrirtækja og litlu íslenzku bankanna en svona er skrifað. “

Svo nú þegar ráðherrar okkar og fv bankastjórar segja í kór „enginn gat séð fyrir fall Lehman Brothers bankans“ þá er það beinlínis rangt og hætta á falli hans hafði meira að segja í umfjöllun verið tengd „falli“ íslensku bankanna, og verið sagt frá þeirri umfjöllun í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins fyrir sléttum 7 mánuðum síðan.


mbl.is Baksvið: Að fljóta sofandi að feigðarósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem menn hafa þó verið að gera rétt

Lekinn

Mynd 2008 10 18 Það var rétt að leka samtali Árna Matt og Darling í fjölmiðla. Að mínu mati bera orð Árna með sér að hann var að reyna eftir föngum að vera heiðarlegur og hreinskilinn við Darling og að lofa ekki upp í ermina á sér án þess á neinn hátt að afneita skyldum Íslands. Samtalið réttlætir því á engan hátt viðbrögð Breta.
Á móti má þó segja að samtalið sýni að íslensk stjórnvöld voru illa undirbúin og vissu vart sitt rjúkandi ráð. Vísa ég þá aftur til undrunar minnar í eldra bloggi um að ekki hafi verið til staðar þróuð og prófuð krísuáætlun vegna bankakreppu hjá Seðlabankanum og eftir atvikum ríkisstjórninni þar sem vitað hafði verið lengi að það gat gerst að íslenskur banki lenti í áhlaupi eða annarri krísu.
- En Árni kemur miklu betur útúr þessu samtali en ég óttaðist, og það var rétt að leka samtalinu. Darling hafði vitnað í það við hörð viðbrögð Breta og því sjálfsagt að það væri birt í heild.

Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (IMF)

IMFStjórnvöld hafa varið hagsmuni okkar gagnvart bæði Bretum og IMF - og á þeim grunni sótt um aðstoð og samstarf við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (IMF). Það er náttúrulega alrangt hjá Steingrími J Sigfússyni að IMF sé „peningalögga“.
Við Íslendingar erum stofnaðilar að þessum sjóði sem er einmitt samkvæmt stofnskrá ekki síður „Rauði-krossinn“ á sviði gjaldeyrisviðskipta en lögga. En hann þarf að sækja til sín gríðlega mikla peninga til að gegna hlutverki sínu og þeir sem leggja þá til hafa tilhneigingu til að reyna að krækja á þá eigin peningalegum hagsmunum og horfa yfir öxl sjóðsins við notkun þeirra svo sjóðurinn er vissulega togaður í báðar áttir. Hér reynir því enn á að við þekkjum vel til og beitum forsendum og rökum sjóðsins sjálfs í þágu okkar hagsmuna og minnum hann á hlutverk sitt. Það virðist hafa verið gert hér og dugað vel. Enginn vafi er að störf mætra íslendinga við sjóðinn og þekking þeirra á honum hafa hér komið okkur að miklum notum.

 


VG bjóði Samfylkingu og Framsókn raunhæft samstarf um ESB

Einar og HafdísÞað er ekkert sem gerir Vinstri græna að náttúrlegum andstæðingum aðildar Íslands að samstarfi fullvalda Evrópuríkja í ESB. Þvert á móti.

Ef við lítum til hinnar sögulegu arfleiðar og hugmyndalegs grunns þá var t.d. Karl Marx afar mótfallinn þjóðríkjamódelinu og hans draumsýn var um landamæralausa Evrópu.

Norrænir flokkar sem eru líkastir VG hafa flestir, að fenginni reynslu, snúist til stuðnings við ESB.

VG og forverar hans hafa verið stuðningsmenn æðri menntunar. Það að við erum utan ESB kostar okkur nú að íslensk ungmenni hafa orðið miklu takmarkaðri aðgang að háskólanámi í Evrópu en var áður þrátt fyrir stóraukið skiptinám vegna EES. Nú þurfa íslendingar að greiða full skólagjöld t.d. í Bretlandi og sæta inngöngukvótum með íbúum fjarlægra og ótengdra þjóða þegar aðrir þegnar Evrópu eiga þar forgang.

ESB hefur reynst öflugasti vettvangur umhverfismála í heiminum og forystuafl á því sviði. Ótal margt fleira má telja þar sem ESB aðild lyftir undir önnur stefnumál VG það breytir þó ekki því að ESB er langt í frá draumríkið og þar þarf sífellt að leggjast á sveif með samherjum til að hnika málum í rétta átt og halda góðum málum í horfinu en jafnvel það eru rök fyrir aðild en ekki því að halda sig einangruðum í burtu frá umheiminum.

VG verður að endurskoða hug sinn til ESB og bjóða Samfylkingu og Framsóknarflokki uppá raunhæft samstarf sem leiði til aðildarviðræðna svo mögulegt verði að senda Sjálfstæðisflokk í langþráð frí.

 


Segið okkur satt - og við stöndum með ykkur

Haukur MárGeir, Ingibjörg og þið hin í ríkisstjórninni þið verðið að segja okkur satt og hreinskilnislega frá og sannið til að við erum tilbúin að leggja ýmislegt á okkur.


Um það bil þegar ég stofnaði heimili og eignaðist elsta barnið okkar fyrir mörgum árum var hjónaband foreldra minna að leysast upp. Við þær aðstæður gaf karl faðir minn mér heilræði: „Helgi minn, mundu að hafa konuna þína alltaf með í ráðum um allt sambandi við peningamálin ykkar, ekki leyna hana neinu.“    

Mynd 2008 10 12 13 28 23Seinna urðum við Heiða konan mín fyrir miklu fjárhagslegu áfalli, misstum íbúðina okkar og ótrúlegir erfiðleikar fylgdu - en hjónabandið hélt.
Og ég er ekki í vafa um að það má ég þakka þessu heilræði föður míns sem sat í mér og ég fylgdi. Þrátt fyrir allt fór ekki traustið okkar í milli og með það og börnin okkar fyrir okkar einu eign gátum við látið ýmislegt yfir okkur ganga.

Ríkisstjórnin má ekki hegða sér nú gagnvart þjóðinni eins og karl sem fer með peningamál fjölskyldunnar eins og sitt einkamál í laumi fyrir eiginkonunni. Ef ríkisstjórnin sýnir okkur traust og trúnað, segir okkur satt og talar við okkur eins og fullgilda þátttakendur en ekki eins og börn þá mun hún finna að við stöndum með henni og erum tilbúin að láta ýmislegt yfir okkur ganga til að komast í gegnum erfiðleikana með ríkisstjórninni. Hafdís og Jórunn í RómEf hún er að reyna leyna okkur sannleikanum og er óhreinskilin þá mun hratt skilja leiðir með þjóðinni og ríkisstjórninni og við þær aðstæður verður á litlu að byggja til framtíðar.

Þið öll í ríkisstjórninni þið verðið að segið okkur jafnóðum satt og hreinskilnislega frá og við verðum tilbúin að leggja ýmislegt á okkur. Ef þið hinsvegar leynið okkur sannleikanum og blekkið okkur og felið raunverulega stöðu mála og reynið að „redda“ hlutum í laumi þá skilja leiðir með okkur og ykkur. 

 


Þetta eru nú gott betur en 500 manns

Ég tók nokkrar myndir af kröfufundinum um afsögn Davíðs Oddssonar. Hér gerist það sama og þegar fjölmiðlafrumvarpinu var mótmælt á Austurvelli á sínum tíma að yfirvöld töldu sig þurfa skrökva niður fjölda mótmælenda. Sjónvarpsáhorfendur beggja stöðva sáu náttúrulega vel að miklu fleiri en „á fimmta hundrað“ voru á Austurvelli en hér má vel sjá það líka.

Sjá myndaalbúmið hér (semlla).

Mynd 2008 10 18 16 00 23BMynd 2008 10 18 15 25 28B

Mynd 2008 10 18 16 00 10B


mbl.is Mótmæla Davíð Oddssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjartur sólargeisli - fyrsta barnabarnið

Mynd 2008 10 12 12 44 09Í dag fæddist yndisleg lítil stúlka, - en samt svo stór og skýr og lifandi, heilar 17 merkur að þyngd og 53 sentímetrar að lengd. Þetta er fyrst barnabarnið okkar Heiðu, dóttir Einars Axels þriðja barnsins okkar og Erlu unnustu hans. Mynd 2008 10 12 13 20 40Dásamlegur sólargeisli sem sópar í einni svipan í burtu öllu svartnættinu sem grúft hefur yfir fréttum. Svo heilbrigð og lifandi og virtist strax forvitin um tilveruna sem birtist henni. Ótrúlega þæg og róleg í fangi pabba síns sem var að rifna úr stolti og hamingju. Fæðingin var strembin en allt fór vel og undursamlegt hvernig erfiði fæðingarinnar víkur þegar barnið er komið í heiminnMynd 2008 10 12 13 21 32.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband