Bloggfćrslur mánađarins, júní 2009

Langsamlega flest ágreiningsmál eru leyst međ samningum

img 2009 06 15 15 33 46Engir vita ţađ betur en lögmenn ađ langsamlega flest ágreiningsmál manna eru leyst međ samningum. Ţađ er ţví í hćsta máta óeđlilegt ađ hćstaréttardómari, sem sjálfur kveđst ekki vita hver réttarstađa okkar er, skuli rita blađagrein og hvetja til ađ fara dómstólaleiđ fremur en ađ semja um Icesave.

Jafnvel dómurum ber ađ kanna möguleika á sáttum milli ađila. En ţađ er megin hlutverk lögmanna ađ gera samninga og gćta hagsmuna skjólstćđinga sinna viđ samningsgerđ, og meta međ skjólstćđingum sínum ávinninginn af eftirgjöf og mögulegri samningsniđurstöđu á móti annarsvegar kostnađi og ávinningi af sigri fyrir dómi og svo kostnađinn af hreinum ósigri.

img 2009 06 08 15 11 47Hver yrđi samningsstađan eftir ađ hafa hafnađ samningi og tapa svo árum seinna dómsmálinu? - Og hver yrđi stađan ţann tíma sem málarekstur tćki?  Yrđi jafnvel sigur of dýru verđi keyptur?

Ef líkur eru á svo dýrum ósigri ađ hann myndi nćsta örugglega ríđa fjárhag okkar ađ fullu eru allir samningar sem gera máliđ viđráđanlegt mikill ávinningur.  - Lykilatriđi er ţó ađ samningurinn geri máliđ viđráđanlegt.

Sjálfur er ég engu vissari en Jón Steinar kveđst vera um hver réttarstađa okkar er varđandi Icesave. Ég veit ekki hvađ réttast er ađ gera.

img 2009 06 08 15 12 07Ég hef tekiđ mér ţá stöđu ađ vilja ađeins fá upplýsandi, skynsamlega og öfgalausa umfjöllun um máliđ. 

Málflutning ţeirra sem augljóslega hafa annan tilgang en ađ finna bestu niđurstöđu í málinu sjálfu verđur ađ víkja til hliđar.

Eđa eins og Lára Hanna segir í nýjustu grein sinni [hér]:

„Ég hef lćrt, ef ekki á langri ćvi ţá ađ minnsta kosti í ölduróti vetrarins, ađ spyrja sjálfa mig ćvinlega: Hver segir hvađ? Af hvađa hvötum? Í ţágu hvađa hagsmuna? Í umbođi hvađa stjórnmálaafla? Ţađ hefur reynst mér nokkuđ vel í tilraunum mínum til ađ skilja hina ómálefnalegu og ţröngsýnu umrćđu sem einkennist af... jú, einmitt... orđheingilshćtti og titlíngaskít.“ 


Mikilvćgir tenglar um máliđ:

Lára Hanna greinir hér frá heimsókn hennar međ Herđi Torfasyni til fjármálaráđherra sem sýndi ţeim gögn um um trúnađarkröfu Breta og Hollendinga hér.

Gauti B Eggertsson
um sérkennilegan skilning laga tveggja pólitískra lögmanna hér.

Embćttismenn skýra samninginn, forsendur og ákvćđi hans hér (tenglar á gögn eru ţarna á vinstri spásíu).

Guđmundur Hálfdánar­son „Segir Íslendinga sjálfa hafa skert fullveldiđ“ sjá hér


mbl.is Skylda ráđamanna ađ láta dómstóla fjalla um Icesave, segir hćstaréttardómari
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skil ekki umkvörtunarefni ađstandenda komu Dalai Lama

Mynd 2009 06 02 14 0#24F863Satt ađ segja hef ég veriđ svolítiđ undrandi og átt erfitt međ ađ fóta mig um afstöđu til umkvörtunarefnis ađstandenda komu Dalai Lama hingađ ţ.e. ađ ćđstu stjórnvöld hitti hann ekki öll. Ég held vart ađ hann kvarti sjálfur enda sýnd mikil virđing bćđi af stjórnvöldum ţingi og ţjóđ, og sjálfur veitir hann ekki viđtöl, smá eđa stór nema međ margra mánađa fyrirvara. Ţá hefur hann ekki sjálfur óskađ sérstaklega fyrirfram eftir viđtölum viđ ráđamenn viđ komu sína hingađ.

Ţó var vitađ fyrir allnokkru ađ forseti alţingis og utanríkismálanefnd ţingsins biđi honum til heimsóknar í alţingishúsiđ viđ einkaheimsókn hans til landsins. Einnig kom í ljós ađ a.m.k. tveir ráđherrar (Árni Páll og Svandís Svavarsd.) sóttu samkomu í Hallgrímskirkju sem biskup Íslands bauđ Dalai Lama til. Ţađ var einnig fljótt ljóst ađ Ögmundur Jónsson, Katrín Júlíusdóttir og Björgvin Sigurđsson ásamt Birgittu Jónsdóttur hitta Dalai Lama sérstaklega.

Mynd 2009 06 02 15 12 24EN samt kvörtuđu íslenskir ađstandendur komu hans opinberlega yfir ţví ađ enn ćđri stjórnvöld hittu hann ekki. Vart er ţá öđrum til ađ dreifa ćđri ţeim sem hittu hann en forsetanum, sem eins og venja er til er á Smáţjóđaleikunum á Krít, utanríkisráđherra er á Möltu og forsćtisráđherra var úti á landi í gćr og í samtöđusamningum međ ađilum vinnumarkađarins í dag. 

Komiđ hefur fram ađ ćtlast er til ađ ráđamenn óski eftir fundi međ Dalai Lama en ekki ađ hann biđji ţá um fund međ sér. Ţannig hafa ţeir sem ţegar hafa hitt hann allir átt frumkvćđi ađ ţví og ţeirri virđingu sem ţeir ţannig hafa sýnt honum og ţjóđ hans.

Ţessu skítur ţó skökku viđ ţegar leitađ er viđtala viđ Dalai Lama sjálfan.

Eftir ítrekađar óskir til ađstandenda komu DL hingađ um ađ fá ađ hitta hann til ađ spyrja hann einnar spurningar fyrir heimildamynd sem veriđ er ađ safna efni í og til vara ađ taka af honum ljósmyndir, fékkst loks svar, og ţađ var á ţá leiđ ađ allar óskir um viđtöl viđ Dalai Lama smá eđa stór ţyrftu ađ fara í gegnum „Lundúnaskrifstofuna“ međ margra mánađa fyrirvara. Einnig ađ ađeins ljósmyndarar helstu fjölmiđla fengju 45 sekúndur til ađ taka af honum myndir viđ upphaf fyrirlestursins í Laugardalshöll. Ekkert var minnst á blađamannafundinn eđa önnur tćkifćri til ađ ná myndum eđa hitta hann líklega vegna ţess hve stíft ţađ var allt skipulagt fyrirfram.

Ţ.e. Ţeir sömu ađilar og kvarta yfir ađ forsetinn snúi ekki fyrirvaralaust frá Krít og utanríkisráđherra frá Möltu og forsćtisráđherra hendi frá sér sínum verkum,  vinna sjálfir eftir stífri dagskrá sem ađeins Lundúnaskrifstofan getur hnikađ ögn til međ margra mánađa fyrirvara.


mbl.is Óljósar fregnir af sendiherra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband