Hannes Hólmsteinn á þjóðkirkjuhorninu
Mynd sem ég tók af Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni í okt 1984, þar sem hann stendur í öruggu skjóli við þjóðkirkjuhornið og rýnir í 12 þúsund manna mótmælafund á Austurvelli í verkfalli BSRB og prentara 1984. Þá rak Hannes ólöglega útvarpsstöð í húsnæði Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. Myndin birtist við hlið annarar af fjöldafundinum í BSRB tíðindum sem var eini prentmiðillinn sem kom út í verkfallinu. Mörgum fannst hún táknræn fyrir einmanleika frjálshyggjunnar andspænis samhjálp og samstöðu fólksins og var snarlega ortur mikill fjöldi ljóða til myndarinnar.
Ljósmyndari: Helgi J Hauksson | Staður: Austurvöllur, Reykjavík