Skattaloforð svikið - Áfall fyrir álverssinna

Álver í mótvindiÞað hlýtur að vera talsvert áfall fyrir álverssinna að álverinu sé ekki gert unnt að efna loforð sitt um að greiða sín gjöld til Hafnarfjarðar eins og önnur fyrirtæki í bænum. Það er nefnilega þannig að það er langt í frá að Hafnarförður hafi fengið af álverinu gjöld eins og af öðrum fyrirtækjum. Það þótti á sínum tíma einmitt ekki réttlátt að Hafnarfjörður græddi svo neinu nam á álverinu gróðinn ætti að ganga til ríkisins og því voru sett sér lög sem færðu ríkinu mest allar skatttekjur sem hefðu átt að ganga til Hafnarfjarðar ef sömu reglur giltu um álverið og önnur fyrirtæki.

Reyndar er merkilegt að álverið hefur ekki lagt sérstaklega til samfélagsmála í Hafnarfirði fyrr en ljóst var 2002 að Hafnarfjarðarbær ætlaði að leggja stækkunina í dóm bæjarbúa, en hefur tekið vel til hendinni síðustu ár t.d. með stuðningi við íþróttaélögin, og Björgvin Halldórsson.

Á nokkuð að bíða og sjá hvort Hafnfirðingar samþykki örugglega? - Reyndar er ég viss um að stækkun álversins verður samþykkt, hræðslupólitíkin leiðir óhjákvæmilega til þess að margir kjósendur vilja ekki taka ábyrgð á að álverið fari heldur láta öðrum það eftir og greiða því stækkun samþykki eða sitja heima.


mbl.is Sól í Straumi: Fjárhagsleg rök fyrir samþykki stækkunar Alcan brostin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband