Skipta þarf um stjórnvöld svo ekki verði alltaf sömu mál útundan

Vinnulag fólks og hugðarefni eru mismunandi. Manni hættir til að gæta vel að ákveðnum hlutum – en gleyma líka og vanrækja alltaf sömu hlutina. Enginn gerir allt fullkomlega.  Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið samfellt með ríkisvald í 16 ár og lengst af haft sömu ráðuneyti og verkefni og Framsókn í 12 ár er víst að þau mál sem þessir flokkar hafa minnstan áhuga á eru illa vanrækt en þau sem þeir hafa mestan áhuga á sæta jafnvel ofstjórn þeirra. -Þá er ekki talin sú tilhneiging sem alltaf kemur fram eftir langa valdasetu að fara með ríkisvald sem sína eign eða eign flokksins.

Því er afar mikilvægt að reglulega séu skipti á flokkum við stjórn, - jafnvel þegar þeir standa sig almennt vel því samt verða að óbreyttu alltaf sömu mál útundan á meðan önnur sem viðkomandi hafa sérstakan áhuga á fá of mikla afskiptasemi þegar svo lengi er setið við völd.
Nú er svo sannanlega kominn tími til að Sjálfstæðisflokkur hvíli vaktina alveg sama hvað hann hefur staðið sig vel eða illa og rykið fái að sópast af vaktleið jafnaðarmanna eftir langa hvíld og að jafnaðarmenn gangi næstu vakt. Velferðarmálin hafa mætt afgangi í 12 löng ár og nú verður það að breytast. Það þarf uppstokkun á almannatryggingakerfinu og endurbætur á bóta og endurhæfingarkerfum sem engin leið er að treysta Sjálfstæðisflokknum fyrir.

Samfylkingin er loks að minna á rætur sínar jafnaðarstefnuna (ekki bara stytting úr „jafnrétti kynjanna“) og að enginn er betur til þess fallin  að endurreisa velferðarkerfið eftir áralanga vanrækslu og niðurbrot þess í höndum íhaldsins en pólitískur erfingi jafnaðarmanna sem lögðu grunninn að velferðarkerfinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband