Ráðherrar Samfylkingar verða:

Landsfundur Samfylkingarinnar 28Svo er nú það hverja velur Ingibjörg Sólrún með sér sem ráðherra. Það er trúlega ekki bara einfalt mál að ákveða það. Ljóst er þó að Össur Skarphéðinsson verður ráðherra enda sá einu utan Jóhönnu Sigurðardóttur sem hefur ráðherrareynslu úr þingflokki Samfylkingar. 

Báðir flokkar hafa talað um að fækka ráðherrum, þeir gætu gert það eftir frekari undirbúning eða núna strax sem er líklegast þó svo endurskipulagning ráðuneyta fylgi seinna í kjölfarið með meiri og betri undirbúningi.

Ef við því gerum ráð fyrir 5 ráðherrum frá hvorum flokki verða þrír í viðbót frá Samfylkingunni auk Ingibjargar og Össurar. A.m.k. einn þeirra verður að vera kona og a.m.k. einn þeirra verður að vera landsbyggðarþingmaður, vart verður með öllu reynslulaus þingmaður strax ráðherra þó svo hann sé í fyrsta sæti síns kjördæmis, og forðast verður að taka marga úr sama kjördæmi. Útilokunaraðferðin hjálpar til og gerir t.d. konuna Katrínu Júlíusdóttur líklegri en Gunnar Svavarsson úr sama kjördæmi, og svo landsbyggðarþingmennina Kristján Möller af norðurlandi og Björgvin Sigurðsson af suðurlandi. Ég held  þó að aðeins annar þeirra verði fyrir valinu þ.e. Kristján Möller og svo þriðja konan og þá líklega Þórunn Sveinbjarnardóttir sem gæti orðið 5. ráðherrann.

ThorunnSvAnnars eru þó allt eins líkleg og Þórunn til að fá 5. stólinn þau Björgvin Sigurðsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Ágúst Ólafur. Suðvesturkjördæmi er hinsvegar lang stærsta kjördæmið með flesta kjósendur á bak við hvern þingmann sem vissulega er ákveðin réttlæting til að þær báðar Katrín Júlíusdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir yrðu ráðherrar þaðan, Þórunn hefur mikla reynslu og í prófkjörinu munaði í raun engu að Þórunn hlyti 1. sætið, þá er hún kona og á langa sögu í kvennabaráttunni. - Svolítið skemmtilegt reyndar ef Þórunn yrði fyrir valinu því þá yrðu alls þrjár konur ráðherrar úr því kjördæmi því Þorgerður Katrín kemur auðvitað þaðan líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Líst vel á Þórunni sem ráðherra.

 En eru ekki mestar líkur á því að ráðherrar Samfylkingarinnar verði sex?

Svala Jónsdóttir, 18.5.2007 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband