Eru liðsmenn Björns strax í rætinni stjórnarandstöðu?

A_forsetbillinn_01 Það er margt skrítið að gerast í pólitíkinni þessa dagana skrítnara en áður í kringum stjórnarmyndanir flokksformanna.
Eitt er Dr Jekyll og Mr Hyde hegðun Jóns Sigurðssonar, annað er afar undarleg hegðun Steingríms Joð, en merkilegust er þó að verða sú rætna stjórnarandstaða sem sumir Sjálfstæðisflokksmenn sýna strax þeirri stjórn sem verið er að mynda á Þingvöllum af formönnum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Föstudagsleiðari Morgunblaðsins gaf tóninn og er stórmerkilegur í þessu samhengi einn og sér ekki síst þar sem hann vísar sérstaklega til Björns Bjarnasonar, en svo koma þekktir liðsmenn Davíðs og Björns í hrönnum í sama anda, t.d. hér á blogginu. Augljóslega berst þessi hópur nú af alefli gegn því að stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks verði mynduð. Ekki þyrfti að koma á óvart að skýringa á hegðun Steingríms Joð væri að leita í samskiptum við aðila sem tengdust þessum hópi sem þá hefði veitt honum tilefni til að halda að Sjálfstæðisflokkur vildi samstarf við VG  en alls ekki Samfylkinguna. - í raun eru hér átök milli afla sem í það minnsta í mínum huga standa annarsvegar fyrir kúgun, ófrið, ofríki og "innilokun", og hinsvegar þá sem nú eru að mynda stjórn saman og gætu staðið fyrir frið, frelsi, velferð, sátt og velmegun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband