Stoltur af börnunum mínum í dag

SigurvegararYngri sonur okkar Einar Axel fékk 100 þúsund krónur í verðlaun fyrir fyrsta sæti í stæðrfræðikeppni framhaldsskólanna í gær, en fjögur eftsu sætin tryggja jafnframt sæti á Ólympíukeppninni í stærðfræði  sem verður í Víetnam í sumar. Einar er á þriðja ári í sínum menntaskóla og það verður nú í þriðja sinn í röð sem hann öðlast sæti í Ólympíukepninni. Fyrst í Mexikó en þar gekk einmitt yfir fellibylurinn Emily af styrknum 4-5 daginn áður en átti að halda heim, sama sumar og Katrín fór yfir New Orleans. Áður náðu þeir þó að sjá píramída Mayanna og margt fleira merkilegt. Í fyrra var keppnin í Slóveníu og var bæði Alpanna og Adríahafs vitjað og ísl liðið náði besta árangri sínum fram til þessa, og svo núna í Víetnam. Annars náði hann einnig ólýmpíusæti í eðlisfræði sem haldin verður í Íran í sumar en þar sem keppninar fara fram samtímis verður hann að velja aðra þeirra og fyrsta sætið í stæðrfræðinni fær að ráða því.

Sl. kvöld var líka mikil lukka á frumsýningu í Hagskóla þar sem þau yngri dóttir mín Hafdís Helga með Oddi vini sínu voru aðstoðarleikstjórar. Fyrir aðeins mánuði fóru þau með burðarhlutverk í uppfærslu Hamrahlíðarskólans, en auk þess hefur Hafdís verið með burðarhlutverk í allmörgum ungmennaleiksýningum öðrum, og annast götuleikhús með fleirum, en fyrst þó sem Sól litla í kvikmyndinni "Íslenski draumurinn".

Eldri dóttirin Jórunn Edda er við heimspekinám á Ítalíu og stendur sig frábærlega, var með 30, 28 og 30 af 30 mögulegum á munnlegum heimspekiprófum á ítölsku, þar sem bekkurinn (háskólinn) situr og hlustar á meðan prófað er. Þannig var það víst líka hér fyrir 40 árum. - En Ítalía er svo sannanlega (hugar)heimur útaf fyrir sig.

Haukur Már Helgason eslta "barnið" okkar 28 ára var fyrir nokkru að tryggja heimsókn heitasta heimspekingsins í dag Slavoj Zizek á næstu vikum, en Haukur þýddi eftir hann Órapláguna eða The Plague of Fantasies, sem vonandi nær að koma út í einhverju formu í tenglsum við heimsóknina.

 Eitt sinn sagði við mig vitur kona: „ef foreldrarnir eru ekki montnir af börnunum sínum er það enginn, - og einhver verður að vera það“.  - Ég get ekki neitað því að montið krefst útrásar í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

:) Takk fyrir þetta Þrymur

Helgi Jóhann Hauksson, 19.3.2007 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband