Ofurskuldir sjávarútvegs með veði í ofurverðlögðum kvóta

Í kvótanum og ofurskuldsettum sjávarútvegnum er í raun upphaf og endir íslenska fjármálaævintýrsins.  Til veiða undir JökliEf ég man rétt sagði Edda Rós Karlsdóttir í útvarpsviðtali í sumar að útlendingar sem ekki trúðu á íslenska fjármálaævintýrsið áttuðu sig ekki á hve kvótinn hefði aukið mikið „eigið fé“ og veðsetningamöguleika íslenskra fyrirtækja.

Þetta jafngilti því raun að stórir haugar af peningum væru prentaðir og gefnir útgerðarmönnum sem svo uxu eins og við töfra við það eitt að velta þeim fram og til baka í sömu fyrirtækjum, úr vinstri hendi í þá hægri og aftur til baka í þá vinstri, með sameiningum og myndun „group“-fyrirtækja um þau og öðrum hundakúnstum.

EN í stað þess að peningarnir nýttust til uppbyggingar í sjávarútvegi fóru menn með peningabunkana og keyptu banka, moll eða flugfélög og aðrir keyptu útlensk stórfyrirtæki við Oxfordstræti og víðar og léku þar einnig töfrakúnstirnar sem þeir höfðu lært með verðlagningu kvóta nema nú hét það einverjum fínni nöfnum, „viðskiptavild“ og fleiri fín orð yfir uppblásin tómamengi ...

- en það á enn eftir að finna einhvern til að borga kvóta-reikninginn...

... og ef við viljum hafa áhrif á að hann lendi ekki á börnunum okkar eins og allt hitt ættum við láta skoða ofurskuldir sjávarútvegsins með veði í ofurverðlögðum kvóta strax.

Brimið brýtur ströndinaKrisitinn Pétursson hefur lengi fjallað um þetta og Egill Helgason hefur nú dregið fram afar athyglisverðar upplýsingar (hér) frá  Dr. Ingólfi Arnarsyni.

Tölur um skuldir sjávarútvegsins eru þó á reiki eða frá 500 milljöðrum til 1000 milljarða. Ljóst er hinsvegar að kvóti var verðlagður útúr kú til að geta veðsett hann hærra - og prentað meiri peninga útá hann - á okkar kostnað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Dr. Ingólfur skýrði kvótakerfið og ofjárfestinguna afskaplega vel fyrir áhorfendum Silfursins í gær.  Ég hef svo sem lengi vitað að kvótinn hefur verið ofmetinn og misnotaður í að auka verðmæti sjávarútvegsfyrirtækja.  En ég skal fúslega viðurkenna að það hvarflaði ekki að mér að staðn væri slík sem dr. Ingólfur sagði.

Þetta þýðir einfaldlega að uppistöðuatvinnuvegur þjóðarinnar, besta mjólkurkýrin, er rekin með bullandi tapi. Hvaðan á þá að taka taka fjármagn til að koma fótunum undir "Nýja Ísland?"

Ætli við verðum ekki að opna budduna Helgi minn? 

Dunni, 19.1.2009 kl. 07:05

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæl félagi Guðni

Ég er með hjartans kveðju til þín frá bæði systur minni og karli föður mínum.

Helgi Jóhann Hauksson, 19.1.2009 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband