Það þarf ekki að breyta örorkumatinu til að heimila fólki tekjur

Það þarf ekki að breyta örorkumatinu til að auka iðjuþjálfun og heimila fólki að afla sér tekna án þess að missa strax bætur og hjálpa því til starfa á ný.
Fyrir utan að engir iðjuþjálfar fást núna til starfa dettur þá einhverjum í hug að nefnd sem fékk það hlutverk að draga úr "örorkubyrði lífeyrissjóðanna" ætli bæði að auka kostnað vegna iðjuþjálfunar og stór aukins eftirlits (öryrkjalöggu) og líka að óþörfu að breyta örorkumatinu nema til að fá peningana til baka með skertu mati?

Í stað mats á örorku sem einn læknir framkvæmir sem ekki er jafnframt læknir sjúklingisins, nú 2ja klukkustunda viðtal, skoðun á sjúkragögnum, langur spurningalisti og mat tryggingalæknis á þessum niðurstöðum, á að koma teymi allskyns fóks og þar á meðal fulltrúi stéttarfélags viðkomandi og í stað endurmats á 4 ára fresti á að koma a.m.k. árlegt endurmat og oftar ef hægt er samkvæmt niðurstöðu nefndarinnar.
Nú eru 13 þúsund öryrkjar - hvað ætli að kosti að meta fólk 4-10 sinnum oftar en nú er og ekki með einum lækni heldur heilu teymi sérfræðinga - og fulltrúa stéttarfélgs viðkomandi (hve margir eiga þar að fá aðgang að öllu sem fólki er heilagst og þar a meðal starfsfélagar?).
Trúlega er vinnan sem í þetta fer þá a.m.k. 40 sinnum meiri en nú þ.e. 6 tíðar x 7 falt fleiri að framkvæma matið, - auk þess sem ekki er byggt á reyndu stöðluðu kerfi, og heilt teymi er lengur að komast að niðurstöðu en einn læknir í einu.

Þetta merkir a.m.k 20 þúsund möt þarf að framkvæma á ári, hvað verða það mörg möt á hverjum fundi teymisins? - Hvernig geta það orðið annað en geðþóttaákvarðanir jafnvel verri en voru fyrir tíma núverandi matsaðferða?

-Skilyrði fyrir bótum á að vera virk atvinnuleit eins og hjá atvinnulausum og/eða virk endurhæfing (engir iðjuþjálfar fást nú til starfa sbr geðdeild LSH).
-75% öryrki á ekki að teljast 75% öryrki heldur hafa 25% starfsgetu og því aðeins að fá 75% örorkubætur, í 10 tíma eða 1/4 af 40 tíma vinnuviku á hann að geta unnið eins og hver annar fullkomlega heilbrigður samkvæmt þessu en þá á móti á hann að vera 100% öryrki hina tímana. - Vita menn ekki að 75% öryrki telst þurfa nota þessa 25% starfsorku til að sjá um sjálfan sig, klæða sig, borða. þrífa og leggja eitthvað að mörkum til að halda heimili?

-Engin önnur þjóð fer þessa leið sem hér er verið að ákveða enda hvergi byggt á svo yfirgripsmikilli fáfræði um málefni öryrkja eins og þessar tillögur um nýtt mat endurspegla, en vel að merkja öryrkjar eru ekki fleiri hér en hjá öðrum þjóðum þó svo þeim hafi fjölgað eftir að geðþóttamat lækna vék fyrir stöðluðu mati frá bretum sem vissulega er ekki galllaust en miklu nr að vinna útfra en að láta allt vera í lausu lofti um hvernig og hvað.

Það þarf ekki að breyta örorkumatinu til að heimila fólki að afla sér tekna og veita því endurhæfingu og stoðþjónustu.

Ég sá mjög góða líkingu um daginn þar sem spurt var fyrst þingmenn halda að 75% öryrki geti gegnt 25% starfi í 10 klukkustundir á viku eins og heilbrigður, getur þá ekki sá sem hefur 50% greind gengnt hálfu þingmannsstarfi?


mbl.is Örorkumat verður endurskoðað og starfsendurhæfing efld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hjartanlega sammála þer hefði ekki getað sagt þetta betur /HalliGamli

Haraldur Haraldsson, 7.3.2007 kl. 06:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband