Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Nýja Framsókn strax orðin gamla spillta Framsókn

Mynd 2009 01 17 15 15 38Framsóknarflokkurinn er nátengdur og rígbundinn stærstu eigendum Kaupþings og fjölmargra spillingartækifæra einkavæðingar síðustu ára þar á meðal vegna Kögunar sem var einkavæðing ratsjárkerfis hersins sem einn framsóknarþingmaður fékk upp í hendurnar.

Það er því deginum ljósara að nú þegar Framsókn vill völd eins og þeir sætu í stjórn í stað þess að standa við sitt eigið tilboð um að að styðja minnihlutastjórn Samfylkingar og VG þá er það aðeins og eingöngu til að verja hagsmuni þessa gerspilta flokkspólitíska Framsóknarauðvalds. Það skyldi engan undra þó Framsóknarþingmenn kaupi sér helgina nú til að kanna hvernig hagsmunum Framsóknarauðvaldsins verður best borgið og hvort því sé betur borgið með samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn frekar  en að standa við tilboð sitt tl S og VG. - Þegar upp er staðið er það það eina sem Framsóknarflokkurinn hefur staðið fyrir í yfir 13 ár það er útdeiling þjóðarauðsins og SÍS auðsins til sín og flokksgæðinga sinna.

Þeir geta þó ekki enn ímyndað sér hvernig þjóðin mun bregðast við ef þeir svíkja nú og þó ekki væri nema ef þeir tefja og þvælast fyrir.


mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkamleg refsing er bönnuð - hvað þá meis og kylfur til að tyfta?

Mynd 2009 01 28 19 29 34Tók myndir við Nato mótmælin framan við Hilton í gærkvöldi [hér]. Eftir að verða ítrekað vitni að óþarfri og óverjandi valdbeitingu lögreglu vex hjá mér gremja í garð  valds af þessum toga, kylfu og piparúðavalds. Hér er verið að beita lífshættulegum kvalatækjum til tyftunar fyrir meinta óhlýðni en ekki til varnar neinu. Bæði piparúði og kylfur lögreglu eru tengd fjölmörgum dauðsföllum útí heimi. Því er óverjandi að þeim sé beitt nema til brýnustu varna.
 
Þau voru nú ekki svo fá tilefnin jafn gild og þessi sem ég myndaði sem fréttaljósmyndari á fyrri árum t.d. við langvarandi verkfallsátök BSRB 1984 en þá var lögregla stillt og ljúf og allt fór á besta veg. 
 
Mynd 2009 01 28 19 42 59Á Íslandi er, eða öllu heldur var, hefð fyrir því að lögregla kæmi sér hjá afskiptum af átökum vegna verkfalla og mótmæla,  alltaf hélt lögregla sig utan átaka ef einhver leið var - og öll mál leystust með friði og spekt.
 
-Nú er öldin önnur lögreglu með kylfur á lofti og meis í hönd er sigað á fólk af engu eða litlu tilefni og forstjóri Stöðvar 2 heimtar meira lögregluofbeldi - meiri hörku, og lögreglan hegðar sér eins og stórborgarlið í Mynd 2009 01 28 19 40 54USA þar sem raunverulega er til vel vopnaður múgur hundruða þúsunda og hrópandi félagslegt óréttlæti hefur brotið stóra hópa fólks, ekki síst svarta um aldir og kynnt undir gangkvæmu hatri milli hópa og kynþátta og stétta um kynslóðir.
- Aðferðir sem þróast hafa við þær aðstæður hefur okkar lögregla verið að þjálfa sig til að beita eftir brottför hersins með þjálfun í boði USA - aðferðir sem menn hafa komið sér upp við gerólíkar samfélagsaðstæður, hefðir, mannfjölda og almenna vopnaeign.
 
Mynd 2009 01 28 19 33 41- Í kvöld var ekkert tilefni til þessarar öfgafullu valdbeitingar lögreglu gegn fáu og friðsömu fólki.

Ég hef sem ljósmyndari verið viðstaddur allmarga atburði síðustu mánuði og vægast sagt undrast hvernig tekið hefur verið á málum við suma atburðina. Munurinn á því hvernig lögregla tekur á málum milli atburða er reyndar svo mikill að er eins og dagur og nótt. Þegar skynsamlega er tekið á málum og friður helst finnst mér ég alltaf sjá Geir Jón fara fyrir en þegar allt fer í handaskolum og óþörfu lögregluofbeldi er beitt sé ég önnur andlit stjórna sveitunum, þau sömu og ég sá fyrst uppá Norðlingaholti andspænis vörubílsstjórum.


Kvöldið í kvöld er skýrt dæmi um það seinna.


Fólkið var mjög stillt en bjó til saklausan hávaða minni en áður því enginn var t.d. með trommur eða neina verulega hávaðagjafa, - aðeins potta skálar og ausur, þ.e. með sín eldhúsáhöld og framleiddi hávaða. - Fyrst framan við húsið handan gulu borða lögreglunnar, þá var ákveðið að marsera kringum húsið en við það var eins og lögreglan hefði ekki haft hugmyndflug eða fyrirhyggju til að ímynda sér að fólkið væri ekki bara kyrrt á einum bletti svo allt fór í panik hjá lögreglunni þar sem engir borðar voru strekktir til að afmarka öryggissvæði aftan við húsið.
Mynd 2009 01 28 19 52 19Þó lögregluþjónar væru líklega tvöfalt fleiri en mótmælendur fóru þeir á taugum við þetta. - Ótrúlega hræddir, annað getur ekki skýrt hegðun þeirra en hræðsla, það beitir enginn fólki meisi, ógnar með kylfum og neitir yfirburða aflsmunar til að handtaka um 20% friðsamra mótmælenda sem eftir voru nema vera virkilega hræddur.

Lögreglan strengdi nú snarlega  borða þvers og kruss um bílastæðið en af svo miklum flumbrugangi að einhver hópur lokaðist inni og komst ekki neitt án þess að fara undir eða yfir borðann. Ég varð þó ekki var við að neinn bryti viljandi fyrirmæli lögreglunnar - sem voru reyndar óskiljanleg.

Það þurfti afar einbeittan ofbeldisvilja lögreglu til þessarar hegðunar að handtaka 6 manns af kannski 30 mótmælendum sem þá voru eftir. - Mér er virkilega ofboðin framkoma lögreglu.

- Ótti hennar við svo fátt fólk með eldhúsáhöld, hroki hennar og yfirlæti er yfirgengilegur. Lögreglan kallar janfvel fólk öllum illum nöfnum og virkilega ljótum orðum og ógnar því yfir gulu línurnar sínar að engu tilefni - nema finnst kannski einhver „óþolandi“, og handtekur fólk með þeim skýringum að það sé vegna þess að það sé „óþolandi“.

Siðað samfélg tók pískinn af kennurum fyrir 100 árum - líkamleg refsing er bönnuð til að aga börn eða fólk.

Mynd 2009 01 28 19 39 46Við tókum pískinn af kennurum fyrir 100 árum nú verður að taka réttin til að beita kylfum og meis af lögreglu - nema þegar um augljósa sjálfsvörn sé að ræða. Lögregla notar hinsvegar kylfur og meis sem písk til tyftunar fyrir óhlýðni og stundum bara pirring en enn hef ég ekki séð þessum tólum beitt til raunverulegrar varnar. Í raun er þá í besta falli um kvalarfulla refsingu að ræða fyrir meinta óhlýðni án dóms og laga - en oft ekki einu sinni fyrir óhlýðni.

Mynd 2009 01 28 21 00 04Við erum öll sammála um að ekki eigi að flengja börn, og langt síðan pískurinn var tekinn af kennurum og við erum öll ásátt um að beita engan líkamlegum refsingu sem agaviðurlögum og beita aldrei hvert annað ofbeldi, - en afhverju eru þá svona margir sáttir við að lögregla ógni og berji með kylfum og piparúða og beiti aflsmunar við handtökur fólks sem aðeins tjáir skoðanir sínar með mótmælum?

Ég myndi giska á að löggur hafi alls verið um 100 vel búnar kylfum, vöðvum og piparúða en mótmælendur um 50 með trésleifar og dollulok. Mynd 2009 01 28 19 49 59


mbl.is Sex voru handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aleiga hælisleitenda var kyrrsett, hversvegna ekki auðmanna?

 Mynd 2008 09 12 14 04 36Hverjir hafa gleymt flóttamönnunum og hælisleitendunum sem lögreglan réðst inná í haust og gerði upptæka aleiguna hjá? - Fólkið var grunað um að hafa unnið viðvik í láglaunavinnu fyrir nokkrum þúsundköllunum. Ljóst er að allir fjármunir sem fundust voru teknir og kyrrsettir. - Allt frá nokkrum þúsundundum króna til 200 þúsund sem í öllum tilvikum var aleiga fólksins og var tekin af þeim á meðan málið yrði rannsakað. Leitin náði til um 50 manns en aðeins nokkrir þeirra höfðu handbært fé.

 Mynd 2008 09 13 16 17 22Örvæntingafullur hælisleitandi settist fyrir framan lögreglustöðina í Keflavík og sat þar í slagviðri yfir nótt og fram á næsta kvöld. Dómsmálaráðherra upplýsti okkur um að svona alvarleg mál yrðu bara að fara sína leið enda mjög tortryggilegt þegar fólk sem hér hefði þurft að bíða svara yfirvalda í mörg ár ætti nokkra þúsundkalla og allt uppí 200. Það gæti bent til þess að einhverjir hefðu unnið einhver viðvik og þegið laun fyrir í bið sinni, einsemd og einangrun í Njarðvík. - En féð skyldi kyrrsett þar til tilvist þess yrði upplýst.

Slíkir glæpir eru náttúrlega mikið alvarlegri en að setja Ísland á hausinn og kröfðust því úrræða sem dómsmálaráðaherra og flokksbræður hans segja stjórnarskrá ekki leyfa gagnvart minniháttar brotum eins og þeim að breytta Íslandi í spilavíti og moka hundruðum eða þúsundum milljarða króna af þjóðarauðnum úr landi og á leynireikninga á leynieyjum. 

 Mynd 2008 09 12 14 22 28+Ef við nú virkjuðum sem hlutfall af fjármunum sem í húfi eru aðeins hundraðasta part af þeim mannafla sem beitt var á hælisleitendur fyrir meinta vinnusemi til að endurheimta þjóðarauðinn ætli við værum ekki farin að sjá svolítinn árangur jafnvel að eitt og annað hefði endurheimst og rannsókn mála hefði eitthvað miðað?

Mér segir svo hugur að í besta falli séu jafn margir menn á vegum lögreglunnar að rannsaka öll mál vegna bankahrunsins og þeir sem settir voru til að rannsaka þá svívirðu að hælisleitendur hefðu án leyfis en með annars fullkomlega heiðarlegri láglaunavinna mögulega unnið sér inn nokkrar krónur.

 Mynd 2008 09 12 14 32 35+Fyrst hægt var að kyrrsetja og gera upptæka aleigu þeirra sem grunaðir voru um láglaunavinnu  án annarra sannana en þeirra að þeir áttu nokkra þúsundkalla við húsleit, þá er mér óskiljanlegt hversvegna ekki ætti að mega kyrrsetja eigur auðmanna á meðan rannsakað er hvort þeir hafa tekið þátt í ólöglegum gerningum og peningaflutningum úr landi á leynireikninga og áttu þannig hlut að því að setja okkur öll á hausinn..


mbl.is Fundað um stjórnarmyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þið eruð bara of sein -en dómsmálin mætti flytja til Samfylk.

Nýjustu myndir hérhér og hér.

Mynd 2009 01 25 00 47 49

Mér er algerlega hulið hvernig ráðherrar og þingmenn Samfylkingarinnar hafa gersamlega dottið úr takti við raunveruleikann. Hvernig datt þeim í hug fyrir jól að það mætti fresta breytingum þangað til þær hentuðu af persónulegum ástæðum eins ráðherranna eftir jól, - þegar 13.000 manns voru þegar atvinnulausir og 10 þúsund útlendingar farnir úr landi, 4 milljarðar voru teknir beint af bótum lífeyrisþega en ekki má setja á hátekjuskatt, - og enn sést ekkert til aðgerða til að sækja fé og auð þeirra sem tæmdu sjóði spilavítisins Ísland né þeirra sem breyttu íslandi í spilavíti.

Þess virði ef dómsmálaráðuneyti skipti um flokk

Það væri þó til einhvers ef Samfylkingin tæki við Dómsmálaráðuneytinu og léti hefja heildarrannsókn á aðferðum lögreglu gagnvart mótmælendum og fólki annarra skoðana en Björn Bjarnason. Bæði rannsókn á lögregluofbeldi sem hann hefur fyrirskipað og rannsókn á því hvernig lögregla safnar upplýsingum um mótmælendur sem ekkert hafa til sakar unnið annað en að tjá skoðun sína.

Nú verjið þið dómsmálaráðherra sem sigaði lögreglu á eignalausa hælisleitendur til að haldleggja hverja krónu sem hjá hælisleitendum fannst en getur ekki nú kyrrsett eða snert við auði þeirra sem grunaðir eru um að hafa sett Ísland á hausinn og nú síðast grunaðir um gervisölur á hlutabréfum banka fyrir tugi milljarða og annað eftir því.

- Og þið berið alla ábyrgð á aðferðum lögreglunnar gangvart mótmælendum við þinghúsið á meðan dómsmálaráðherra situr í skjóli ykkar. Yfirlýstur tilgangur mótmælanna sem tilkynnt voru löngu fyrirfram var að skapa hávaða. En dómsmálaráðherra/þið fóruð á taugum af hávaðanum og sögðuð óeirðalögreglunni að koma og beita nú fullri hörku gegn hávaðaseggjunum með eldhúsáhöldin.

Ég Mynd 2009 01 20 13 37 13Mynd 2009 01 20 13 37 14kynntist því á eigin skrokk á leið sveitar óeirðalögreglunnar frá bílastæðinu norðan við Skálann yfir í Alþingisgarðinn á auðu svæði norðan við Skálann, kl um 13:30 rétt eftir að mótmælin hófust, áður en sveitin sá einu sinni vettvang en þá hrinti einn þeirra mér mjög harkalega fyrir það eitt að ég mundaði myndavélina mína og fylgdi þeim fremstu eftir með myndvélaauganu. - Skyndilega var eins og keyrt hefði á mig vörubíll en þá lagði einn lögreglumaðurinn sem á eftir fylgdi lykkju á leið sína til þess eins að hrinda mér. Með því hugarfari mætti sú sveit á vettvang - og gerði strax allt vitlaust. - Hvernig annars átti hún að geta sýnt meiri hörku eins og pantað var nema af handahófi gagnvart hverjum sem fyrir varð þar sem hún hafði þegar beitt meira en réttlætanlegri hörku við óverjandi aðstæður og án réttætnalegs tilefnis við Hótel Borg

- Við Alþingishúsið var ekkert ofbeldi fyrr en lögreglan hafði gengið fram af óverjandi offorsi að kröfu ríkisstjórnar ykkar - þið verðið að taka ábyrgð á þessu og krefjast rannsóknar hæfra erlendra mannréttindasamtaka á aðförum og framgöngu lögreglu. - Við erum ekki enn búin að bíta úr nálinni með bakslagið sem reiðin af ofbeldi lögreglu og rangur og villandi fréttaflutningur í garð mótmælenda orsakar. - Dómsmálaráðherra ykkar keyrir upp reiðina með lögregluofbeldi og skiptinum um meira lögregluofbeldi.

Mynd 2009 01 22 01 44 23Hér er ekkert tilefni til að taka á málum öðruvísi en þegar verkfallsaðgerðir standa yfir, ef ekki væri fyrir vopnavæðingu og Floridaþjálfun og innrætingu herja Björns Bjarnasonar.

- Flestir upplifa það vera hámark alls óréttlætis heimsins þegar lögreglan sem á að verja þjóð sína beitir það sjálft tilefnislausu ofbeldi, - og það er tilefnislaust ofbeldi að meisa það, gasa eða berja með kylfum við annars friðsamar mótmælaaðgerðir. - Fréttir og upplýsingar frá lögreglu eru stórkallega rangar frá því sem maður sjálfur verður vitni að, og nú horfa margir á það líka eigin augum.

- Munið það að lýðræðið sjálft er heilagra en alþingi og alþingi er einskisvert án táningafrelsisins og frelsis til að mótmæla. Ef fólkið fær ekki að eiga orðastað við þingið jafnvel þó fólkið geri það með hávaða einum er alþingi ekki lengur hluti af hinu heilaga lýðræði heldur þvert á móti stendur því fyrir þrifum.


mbl.is Vilja taka að sér verkstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir ruddu Austurvöll með tárgasi sem veldur DNA-skemmdum

Mynd 2009 01 22 01 32 16bVitandi það að eiginlegt táragas veldur DNA skemmdum og mörgu öðru sprengdu þeir táragas á ungafólkið okkar áðan á Austurvelli - þeir ruddu völlinn en fólkið sækir inn aftur - það vill ekki láta kúga sig - sama hvað - hér verður ekki haldið uppi fasistastjórn herja Björns Bjarnsonar - sama hvað.

Mynd 2009 01 22 01 27 23- Ég skora á fullorðið fólk sem er við góða heilsu og treystir sér til að halda stillingu og ró að fara nú á vettvang til að vera vitni og vottar að því sem gerist nú og eftirleiðis - allir sem eiga myndvélar og upptökuvélar að hafa þær með sér þó þeir haldi sér í hæfilegri fjarlægð.Mynd 2009 01 22 01 32 17

-Löggurnar okkar eru búnar að bera á sér gasgrímur í grænum töskum á mjöðm síðan þeir mættu um hádegi í gær. Af einhverjum ástæðum hafa þær verið útbúnar til að nota á okkur þjóðina sína eiturvopn í formi gas sem dreifir sér stjórnlaust þegar því er sleppt með litlum sprengjum.

Ég spurði lögreglumann í nótt afhverju þeir biðu ekki bara rólegir þar til fólk þreyttist, þeir væru í miklu betri þjálfun og líkamlegu atgervi en allur almenningur auk þess sem það reyndi miklu minna á þá að bíða en eltast við mótmælendur.

- Þrautsegja og fyrihyggja var allt sem þurfti í gær (20.jan), eða hversvegna lokaði löggan ekki Alþingisgarðinum með lögreglumönnum áður en mótmælin hófust í gær í stað þess að ryðja hann almenningi  eftirá.Mynd 2009 01 22 01 44 22

 

 


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju er Geir að leggja þetta á Ingibjörgu Sólrúnu?

Mynd 2009 01 21 20 33 38Hvernig í ósköpunum getur Geir H Haarde leyft sér að leggja það á Ingibjörgu Sólrúnu alvarlega veika í Svíþjóð að svara sér „að stjórnarsamstarfið standi traustum fótum“?

Vissulega kaupir hann sér nokkurra klukkutíma jafnvel nokkurra daga frest þar sem Samfylkingin af djúpri virðingu fyrir Ingibjörgu á mjög erfitt með að ganga hiklaust gegn því sem Geir segir Ingibjörgu hafa svarað á sjúkrahúsi í Svíþjóð. - Þó er það ekki Ingibjörg sem ræður því heldur þingmenn Samfylkingarinnar og samviska þeirra sem þeir hafa lofað þjóðinni að fylgja.

Núna, eins og þegar Ingibjörg var veik í New York hreinlega notar Geir sér og misnotar veikindi Ingibjargar til að draga vald til sín og Sjálfstæðisflokks, - það er þó skammvinnt því hér mun ekki vera haldið uppi ríkisstjórn sem nýtur aðeins stuðnings Sjálfstæðisflokks og sérsveita Björns Bjarnasonar, - þó þær séu vel græjaðar með bæði gas og gasgrímur og allt og allt ...

 Slatti af myndum frá í gær  ATH! -tvísmella á mynd í albúmi til að stækka

Mynd 2009 01 20 23 25 52


Ekta íslenkst partý á Austurvelli - Harkan sex

Mynd 2009 01 21 00 18 26Set hér inn slatta af myndum frá í gær  en vísa á Nei. um umfjöllun þar til mér vinnst betri tími til.

Ég get þó sagt að ég kynntist því strax í upphafi dags í gær að sumir lögreglumenn vissu ekki hvert þeir ættu að beina dagskipun Björns Bjarnasonar og Ara Edwald um aukna hörku annað en af handahófi á hvern sem fyrir var enda ekki aðrir til að verða fyrir henni. Því kynntist ég á eigin beinum, án slysa þó, en greini betur frá því seinna með meiru. Nefndi líka við ýmsa að mér virtust þeir sérstaklega önugir við myndvélar og þá sem bæru þær.

- Ég var reiður allan daginn eftir þá reynslu og fann á sjálfum mér hvernig ruddaskapur sumra lögreglumanna hlýtur að æsa fólk, ég hélt mér þó við myndvélina en lét eftir mér að skammast yfir þessu í nokkrum lögreglumönnum sem virtust af alvöru vera tilbúnir að hlusta.

- En tuttugu handteknir eftir klukkutíma hávær en friðsamleg mótmæli og tugir urðu fyrir piparúða strax í upphafi - það var ekki glóra í þessu sem sést best á því að þegar einhverjir voru orðnir virkilega óþekkir um nóttina voru ekki „nema“ 4 handteknir.

Þeir handteknu eru áberandi í þessum myndapakka sem ég set inn en það er m.a. vegna þess að ég var spurður hvort ég ætti myndir sem sýndu tímasetningar atburða varðandi þá. Nafn myndanna er tímasetningin og allir sem eru að vinna þessu fólki vel mega notast við myndirnar til þess, - eins ef það þyrfti stærra frumrit má hafa samband á netfangi hehau@internet.is. Margir þeirra handteknu fengu á sig piparúða en nutu engrar aðlynningar heldur eru með hendur bundnar aftur fyrir bak og gátu því ekki einu sinni sjálfir nuddað framan úr sér. - Það hefur marg oft reynst mjög hættulegt. (Sjá eldri færslu: Engar nornaveiðar segir Björn og pikkar upp mótmælendur)

- Munum það að mótmælendur eru ekki einn massi heldur þúsundir einstaklinga þar sem hver ber ábyrgð á sér einum og sínum gerðum, lögregla getur ekki hrint eða barið aðra fyrir óhlýðni eða vanvirðingu einhverra mótmælenda.

 Slatti af myndum frá í gær  ATH! -tvísmella á mynd í albúmi til að stækka


Nýja-Framsókn klúðrar tækifærinu til að skilja eftir spillinguna

Heldur hinn nýi formaður Nýja-Framsóknarflokksins að hann hafi verið kosinn einvaldur?

Ekki aðeins klúðraði Nýja-Framsókn tækifærinu til að sýna þjóðinni að þar væri uppspretta nýrra og betri vinnubragða þegar víxlað var sigurvegurum formannskjörs, heldur er fyrsta verk nýkjörins formanns að gefa fingurinn framan í lýðræðið og nýmarkaða nær einróma ákvörðun flokksþings um að sækja um ESB aðild, flokksins sem hann bauð sig fram til að þjóna en virðist í þess stað ætla eins og aðrir spilltir stjórnmálamenn að láta flokkinn þjóna sér.

- Er þá ekki almennt öll stefnumótun flokksþings Framsóknarflokksins algerlega óþörf? - Einvaldurinn er tekinn við.

Mynd_2007-07-02_16-55-19Hvað eiga kjósendur að halda um slíkan flokk og slíkan flokksformann? Hve mikið mark mun hann síðar taka á vilja kjósenda og þjóðarinnar þegar hann gefur svo lítið fyrir skýrt samþykktan vilja síns eigin flokks.

Ekki hægt að leggja grunninn eftirá

Það er beinlíns brýnt að ákveða í upphafi hvar og hvernig á að taka grunn til að byggja nýtt Ísland. Það er ekkert hægt að segjast ætla bíða með grunninn þar til búið er að byggja. ESB aðild leysir ekki vandann en með inngöngu í ESB og upptöku evru leggjum við nýjan grunn að nýrri efnahagslegri uppbyggingu, vandaðri stjórnsýslu og nýju trausti innlendis og erlendis. - Við verðum svo sjálf að hanna og byggja samfélagið sem við reisum á grunninum, en á meðan húseiningarnar eru hannaðar, smíðaðar og reistar verður að vera ljóst á hvaða grunni fyrirhugað er að byggja. Krónan er ónýt og upptaka evru er óhjákvæmileg, við verðum því að fara í gegnum það að ákveða hvert við stefnum í þeim efnum og nú er tíminn til þess fyrst við vorum ekki löngu búin að því.

Þegar Sigmundur Davíð gefur þessari nýsamþykktu stóru og lýðræðislegu ákvörðun flokksins síns fingurinn er það beinlíns risastórt brot gegn lýðræðislegum vinnubrögðum og algerlega andstætt markmiðunum með kjöri hans sem er að sannfæra kjósendur um að spillingin hefi verið skilin eftir í Gömlu-Framsókn.

Lýðræðinu gefinn fingurinn á fyrsta degi

Í þess stað birtir nýi formaðurinn strax í upphafi ferilsins þá hlið sína gefa ekkert fyrir lýðræðislega samþykkt og er þá allt áfram eins og áður, engin leið er að vita fyrir hvað Framsókn stendur þrátt fyrir skýra samþykkt flokksþings.

Nýja-Framsókn hefur því ekkert skilið eftir í Gömlu-Framsókn þrátt fyrir ný andlit, ný nöfn og ný númer.  - Sé þetta rangt skilið eins og það blasir við af fréttum ætti Sigmundur að gefa út skýra yfirlýsingu um að hann fylgi af alhug svo stórri lýðræðislegri samþykkt flokks síns sem ESB-samþykktinni.


Ofurskuldir sjávarútvegs með veði í ofurverðlögðum kvóta

Í kvótanum og ofurskuldsettum sjávarútvegnum er í raun upphaf og endir íslenska fjármálaævintýrsins.  Til veiða undir JökliEf ég man rétt sagði Edda Rós Karlsdóttir í útvarpsviðtali í sumar að útlendingar sem ekki trúðu á íslenska fjármálaævintýrsið áttuðu sig ekki á hve kvótinn hefði aukið mikið „eigið fé“ og veðsetningamöguleika íslenskra fyrirtækja.

Þetta jafngilti því raun að stórir haugar af peningum væru prentaðir og gefnir útgerðarmönnum sem svo uxu eins og við töfra við það eitt að velta þeim fram og til baka í sömu fyrirtækjum, úr vinstri hendi í þá hægri og aftur til baka í þá vinstri, með sameiningum og myndun „group“-fyrirtækja um þau og öðrum hundakúnstum.

EN í stað þess að peningarnir nýttust til uppbyggingar í sjávarútvegi fóru menn með peningabunkana og keyptu banka, moll eða flugfélög og aðrir keyptu útlensk stórfyrirtæki við Oxfordstræti og víðar og léku þar einnig töfrakúnstirnar sem þeir höfðu lært með verðlagningu kvóta nema nú hét það einverjum fínni nöfnum, „viðskiptavild“ og fleiri fín orð yfir uppblásin tómamengi ...

- en það á enn eftir að finna einhvern til að borga kvóta-reikninginn...

... og ef við viljum hafa áhrif á að hann lendi ekki á börnunum okkar eins og allt hitt ættum við láta skoða ofurskuldir sjávarútvegsins með veði í ofurverðlögðum kvóta strax.

Brimið brýtur ströndinaKrisitinn Pétursson hefur lengi fjallað um þetta og Egill Helgason hefur nú dregið fram afar athyglisverðar upplýsingar (hér) frá  Dr. Ingólfi Arnarsyni.

Tölur um skuldir sjávarútvegsins eru þó á reiki eða frá 500 milljöðrum til 1000 milljarða. Ljóst er hinsvegar að kvóti var verðlagður útúr kú til að geta veðsett hann hærra - og prentað meiri peninga útá hann - á okkar kostnað.


Engar nornaveiðar segir Björn og pikkar upp mótmælendur

Mynd 2009 01 17 15 15 38

[Myndir frá mótmælafundinum í gær]

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur áorkað því að margfalt meira fé er nú varið til sérsveita lögreglu sem fylgjast með mótmælendum en til efnahagsbrotadeildar sem átti að gæta þess að þjóðin yrði ekki rænd. Lögregla tekur nú [sjá hér] ungmenni við vinnu sína t.d. á leiksskóla eða hvar sem til þeirra næst til yfirheyrslu hjá lögreglu án tilgreindra saka, grunsemda eða ávirðinga.

Við meinta atburði hafði verið hafður í frami hávaði.

A.m.k. sjö urðu fyrir því síðustu daga síðustu viku að lögreglu dugði ekki að boða ungmennin til spurninga heldur sótti þau úr störfum sínum, og úthlutaði þeim svo lögmanni sem opinberlega hefur lýst vanþóknun á mótmælendur og opinberlega skorað á þjóðina að stofna „hvítliðasveitir“ [sjá hér] sem merkir hópa hægrisinnaðra óbreyttra borgara handgengna stjórnvöldum sem tilbúnir eru til að berja á mótmælendum með velþóknun dómsmálaráðaherra og stjórnvalda.

Á sama tíma hefur vefritið Nei. upplýst með ljósmyndgrimuloggastor1 að mögulega hafi lögreglumaður klæðst andlitsgrímu og blandað sér í hóp mótmælenda við Landsbankann (óstaðfest af lögreglu).

Þá viðurkenndu yfirmenn lögreglu á borgarafundinum í Iðnó að þeir létu óeinkennisklædda lögreglumenn blanda sér í hóp mótmælenda m.a. til að taka af þeim ljósmyndir til viðbótar við myndir úr öryggismyndavélum lögreglu sem eru t.d. á Austurvelli.

Þá eru uppi rökstuddar grunsemdir um hleranir og hafa skýr dæmi þar um verið tilgreind þar sem ekki aðrar skýringar hafa fundist bæði hjá vörubílsstjórum í sumar og mótmælendum nú.

Eva Hauksdóttir aðgerðarsinni sem talaði í Iðnó hefur einnig upplýst með útskrift frá netþjóni sínum að maður sem setti inn ofstopafullt innlegg í hennar garð á bloggið hennar undir dulnefninu „Grímur“ gerði það af vef dómsmálaráðuneytisins og að sá einstaklingur var þann sólarhring a.m.k. jafngildi heils vinnudags inni á bloggi og vef Evu [sjá hér]

- og enginn helstu fjölmiðla hefur fylgt þessu sérstaklega eftir.

Mynd 2008 12 31 14 49 13Alvarlegast af öllu sem fram hefur komið er samt ítrekuð krafa forstjóra lang stærsta fjölmiðlafyrirtækis landsins um meira lögregluofbeldi á sama tíma og sjónvarpsstöð hans gegnir kalli hans með því að hæðast að mótmælendum og mótmælum, skrökva á þá sakir [sjá hér] og ofná allt saman hafa Stöð2 eða aðrir fjölmiðlar 365 enn ekki spurt eða flutt fréttir af hve margir mótmælendur slösuðust eða þurftu að leita læknishjálpar eftir ítrekaðar óþarfar piparúðaárásir lögreglu á mótmælendur við Hótel Borg [sjá hér] eða fyrr við lögreglustöðina.

Sú afstaða fréttastofu Stöðvar 2 og forstjóra 365 sem í því felst gagnvart mótmælendum er sú sama og helstu kúgunaröfl síðustu alda hafa sýnt andmælendum sínum - þeir eru einskis verðir ekki einu sinni þess að „fallnir og særðir“ séu taldir.

Þess vegna flytur fréttastofan engar fréttir af slösuðum mótmælendum hvorki hve margir þeir eru eða hve illa leinkir þeir voru, en vorkennir á sama tíma sér og sínum ómælanlega og margflytur fréttir sjálfum sér til samúðar. - Málsstaður mótmælenda og framganga er svo vísvitandi gerð að skrípafrétt hjá fréttastofu Stöðvar 2. Merkingalaus skrípalæti Ástþórs Magnússonar sem fáir urðu varir við á vettvangi tekur yfir fréttina um þúsundir sem mættu á mótmælafundinn á Austurvelli í gær, en ekkert er minnst á efni ræðumanna, þátttöku eða undirtektir.

Ari Edwald forstjóri Stöðvar 2 hefur kosið að persónugera mótmæli gegn úrræðaleysi stjórnvalda sem fram fóru við Hótel Borg, að taka persónulega til sín mótmælin sem beindust gegn úrræðaleysi og vanhæfni stjórnvalda. Það væri jafn rétt og ef hótelstjóri Hótel Borgar tæki atburðina sem persónulega gagnvart sér.

Ari hefur síðan aðeins endurtekið öfgafulla og ýkjukennda afstöðu sína til mótmælenda og lýsingu sína á þeim sem „ótýndum vopnuðum glæpamönnum“.

Með sama hætti hefur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kosið að taka mótmælin almennt persónulega til sín. Um leið og Björn hvetur til varfærni í garð þeirra sem grunaðir eru um að hafa sett Ísland á hausinn, þá ber Björn á borð ýkjukenndar túlkanir á mótmælum og hvetur beint og óbeint lögreglu til að sýna mótmælendum meiri hörku og ver persónulegar aðfarir lögreglu að einstökum mótmælendum.

Alvarlegt ástand ranghugmynda valdamestu manna

Loggur 2008 04 23 15 13Hér er að myndast mjög alvarlegt ástand ranghugmynda og vænisýki valdhafa og valdamikilla auðmanna í garð almennings. - Þeirra ranghugmyndir  eru miklu alvarlegri en almennings þar sem þessir menn fara með einkaréttinn til beitingu á obeldis á  Íslandi.

- Það verður að gera afar ríkar kröfur til þeirra sem geta haft áhrif á beitingu lögregluofbeldis, - miklu ríkari kröfur um að ganga fram af hófsemd en til óbreytts almennings.

Það eru miklu alvarlegri mistök að beita lögregluofbeldi af óþarfa en að beita því ekki þegar það gæti gert gagn. - Reyndar ætti aldrei að beita því ef með nokkru einasta móti er hægt að komast hjá því. Það hefur þegar sannast að jafnan þarf ekki nema þolinmæði, prúðmennsku og staðfestu lögreglu til að leysa mál með mótmælendum.

Piparúði er lífshættulegt og kvalafullt vopn beitt í refsingaskyni fyrir óhlýðni en ekki til að verjast.

Mynd 2008 12 31 14 48 02Eftir að vera sjálfur vitni að atburðunum á gamlársdag og geta margfarið yfir þá með mínum eigin ljósmyndum er ég ekki í neinum minnsta vafa um að bæði þegar lögreglan beitti piparúða inn og svo aftur úti var það bæði óþarft og mjög hættulegt.  Það var lang mesta hættan sem skapaðist þennan dag bæði vegna piparúðans sjálfs sem beitt var í alltof miklu magni að ástæðulausu og svo vegna þrengsla við undankomu mótmælenda sem fyrr urðu og að lögreglan hafði lokað annarri undakomuleiðinni en einnig var grjóti hent þegar seinni árás lögreglu stóð yfir og verður skoðast sem (óverjandi) viðbrögð við henni.

- Sjálfur gerði ég mér ekki grein fyrir alvarlegum afleiðingum piparúðans fyrr en ég kom að fórnarlömbum hans og las svo um réttarhöld vegna notkunar hans. Þá grunað mig ekki að hann væri sérstklega útbúinn til að loða við augu og öndunarfæri og valda viðvarndi kvölum sem ekki væri hægt að þvo í burtu með vatni.

Þetta er miklu alvarlegra mál en flestir gera sér grein fyrir. Við nýleg réttarhöld í USA vegna beitingu piparúða voru lögð fram gögn um 100 dauðsföll tengd beitingu lögreglu á piparúða. Í flestum tilviku er þó kennt um ofnæmisviðbrögðum, astma eða hjartagöllum - en ekki piparúðanum sem kallaði fram andateppu, hjartaáfall, ofurofnæmi eða panikviðbrögð þar sem fólk treðst undir eða fellur á flótta blindað af piparúða. - Það er svona eins og að kenna hjartastoppi um dauða manns sem fær byssuskot í hjartað.

Beiting piparúða í þessu tilviki var afar kvarlarfull refsing án dóms og laga fyrir meinta óhlýðni. - Að fara ekki nógu hratt í burtu [sjá hér].  Á það má minna að þrátt fyrir allt hafði lögreglan kynnst því að mótmælendur höfðu alltaf horfið sjálfviljugir fremur fljótt á braut þar sem þeir höfðu áður sest að t.d. í Seðlabankanum og víðar. Hér höfðu þeiri líka sest niður þegar lögregla lét til skarar skríða.
 

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband