Afhverju er Geir að leggja þetta á Ingibjörgu Sólrúnu?

Mynd 2009 01 21 20 33 38Hvernig í ósköpunum getur Geir H Haarde leyft sér að leggja það á Ingibjörgu Sólrúnu alvarlega veika í Svíþjóð að svara sér „að stjórnarsamstarfið standi traustum fótum“?

Vissulega kaupir hann sér nokkurra klukkutíma jafnvel nokkurra daga frest þar sem Samfylkingin af djúpri virðingu fyrir Ingibjörgu á mjög erfitt með að ganga hiklaust gegn því sem Geir segir Ingibjörgu hafa svarað á sjúkrahúsi í Svíþjóð. - Þó er það ekki Ingibjörg sem ræður því heldur þingmenn Samfylkingarinnar og samviska þeirra sem þeir hafa lofað þjóðinni að fylgja.

Núna, eins og þegar Ingibjörg var veik í New York hreinlega notar Geir sér og misnotar veikindi Ingibjargar til að draga vald til sín og Sjálfstæðisflokks, - það er þó skammvinnt því hér mun ekki vera haldið uppi ríkisstjórn sem nýtur aðeins stuðnings Sjálfstæðisflokks og sérsveita Björns Bjarnasonar, - þó þær séu vel græjaðar með bæði gas og gasgrímur og allt og allt ...

 Slatti af myndum frá í gær  ATH! -tvísmella á mynd í albúmi til að stækka

Mynd 2009 01 20 23 25 52


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Réttmæt spurning félagi.

Svo má líka spyrja af hverju Ingibjörg leyfi sér að stefna flokknum í örflokk með áframhaldandi samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.  Hún getur alla vega ekki borið því við að það sé landi og þjóð til hagsbóta. 

Dunni, 21.1.2009 kl. 20:27

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Góð spurning í ljósi stuðningsmanna og kvenna SF?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.1.2009 kl. 20:40

3 identicon

Rétt er þetta Helgi, og vissulega hefur Samfylkingin borið djúpa virðingu fyrir Ingibjörgu og veikindum hennar.  En það er ekki hægt út í það endalausa að verja forystu Samfylkingarinnar.  Eins og hlutirnir hafa verið bornir á borð fyrir okkur þá styður Ingibjörg t.d. þá ákvörðun Geirs að halda Davíð í Seðlabankanum ... sagt er að það sé til þess að koma í veg fyrir klofning hjá Sjálfsstæðisflokknum.   

Á í þess stað að líðast að Samfylkingin klofni í herðar niður vegna vægast sagt misviturra ákvarðanna eða réttara sagt  ákvarðannaleysis og fælni?                                                      

Unnur (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 21:01

4 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Það er vegna þess að Ingibjörg ein veit hvenær fólk er þjóðin og hvenær fólk er ekki þjóðin meira að segja þó hún sé ekki á landinu.

Þorvaldur Guðmundsson, 21.1.2009 kl. 21:16

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Með því að sætta sig við að Davíð sæti áfram og að allir ráðherrar sætu áfram og að ríkisstjórnin sæti áfram þá tók Samfylkingin á sig miklu stærri hluta ábyrgðarinnar en hún rís undir. Samfylkingafólk verður að átta sig á að það er ekki hægt að endurreisa Ísland með boðlegu velferðarkerfi og félagslegu öryggisneti með Sjálfstæðisflokknum, - og reyndar heldur ekki hægt án þess að stefna að ESB aðild sem grunn að fyrir nýtt Ísland. Vonandi fer Steingrímur J að átta sig á því þrátt fyrir sérhagsmuni hans sem bónda sem gæti vissulega verðið hróflað með aðild.

Helgi Jóhann Hauksson, 21.1.2009 kl. 22:26

6 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Fín færsla, nú hefur Reykjavíkurfélagið lagt til tafarlaus stjórnarslit, eru ekki 7 eða 8 þingmenn í Reykjavíkurfélaginu? Þýðir það ekki að stjórnin er fallin? Er ekki ráð að VG leggi fram aðra vantrauststillögu?

Ingibjörg Hinriksdóttir, 21.1.2009 kl. 22:38

7 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Helgi

Ég er sammála þér í því að nú eiga menn að sýna tillitssemi og gefa Ingibjörgu Sólrúnu smá frí og svigrúm. Þessi frétt birtist í dag á mbl.is. Ef menn lesa þessa frétt hægt og rólega þá er ljóst að víða eru háðir miklir hyldir.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er væntanleg heim í vikulokin, en hún hefur dvalist á Karolínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi síðastliðna viku.  Þar gekkst hún undir aðgerð þar sem sýni voru tekin vegna heilaæxlis og hluti þess jafnframt fjarlægður. Aðgerðin heppnaðist vel en ákvörðun um frekari meðferð liggur ekki fyrir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar segir jafnframt að Ingibjörg Sólrún verði lögð inn á Landspítalann þegar hún kemur heim þar sem læknar muni taka ákvörðun um framhaldið.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 21.1.2009 kl. 22:42

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Til hamingju með góðan fund í Reykjavík!

Sigurður Þórðarson, 21.1.2009 kl. 23:07

9 identicon

Held ekki að Geir hafi notfært sér veikindi neins.  Held bara að það sé rangt lesið. 

EE (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband