Stórhættulegur áróður Stöðvar2 í garð mótmælenda

Sannleikurinn skiptir gríðlega miklu máli við núverandi aðstæður - og fjölmiðlum verður að vera treystandi.

Afleiðingar ýkjufrétta Sigmundar Ernis, Ara Edvald og Stöðvar 2 af framkomu mótmælenda m.a. skrökfrétt um milljóna króna skemmdaverk á „hljóðkerfi og útsendingatækjum“ og „vopnaða glæpamenn“ eru raunverulega stórhættulegar. Ég gekk úr skugga um það á Stöð2 í dag að það eru engin skemmd tæki eftir gamlársdag hjá Stöð2 og búið var að gera við kaplana um hæl.

Ýkjuásakanir þeirra leiddu strax til þess að öfgafullir menn réðust að fólki sem það taldi ótýnda „skemmdarvarga“ og „glæpamenn“ og fannst stjórnvöld vera gefa sér veiðileyfi á af þeim sökum og unnu verri skemmdarverk og sýndu einstaklingum hættulega ögrandi ofbeldi langt umfram það sem mótmælendur hafa viðhaft til að mótmæla hruni Íslands og magnleysi stjórnvalda.

Klipp00 Ég fór á Stöð 2 í dag og gekk úr skugga um að þar eru engin skemmd tæki eftir gamlársdag. Hvað þá að mótmælendur hafi einhvernvegin vísvitandi  skemmt tæki fyrir milljónir króna eins og skilja mátti Sigmund Erni. - Og já, Ingibjörg Sólrún, fólkið þröngvaði sér inní anddyri Hótel Borgar og settist þar niður - fyllti gólfið - og söng - það var í setuverkfalli eins og þú áður, og ég horfði sjálfur á þetta eigin augum og tók af þeim myndir - og lögreglan réðst að fólkinu sitjandi inni, - og með hendur uppí loft úti. Fólkið vann ekki „skemmdarverk“ innandyra né sprengdi eða brenndi inni í húsinu, - og dós eftir saltpétur sem lögregla sýndi, brann úti sárasaklaus um einn metra frá mér. - Miklu meiri reykur kom ef venjulegu blysi en því dóti auk þess sem blys logar miklu lengur. - Enginn sást með vopn í þessum hópi þó einhver hafi við hina hlið hússins notað vasahníf til að opna glugga og koma eggi innum hann.

- Það var gamlársdagur var það ekki annars?

- Skrök- og ýkjusögur Sigmundar Ernis, Ara Edvald og Stöðvar 2 eru raunverulega stórhættulegar. Hægri öfgamenn halda raunverulega að þeir séu að jafna metin við „skemmdarvarga“ - þó mótmælendur hafi beinlínis forðast að skemma annað en að slíta snúrur. Mótmælendur sýna líka á upptökum MBL.is merkilega stillingu þegar tveir menn ögra þeim með ofbeldistilburðum.

- Bein afleiðing af skrök- og ýkjufrétt Sigmundar Ernis má telja árásina á verslun Evu Hauksdóttur með miklu fleiri brotnum rúðum en þúsundir mótmælenda hafa samanlagt asnast til að brjóta fram til þessa. - Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, Magnús Bergmann og Daníel Eðvaldsson eru frábært fréttateymi á mbl.is með afbragðs myndum og frásögnum sem má sjá þarna. Ég leyfi mér að klippa nokkrar kyrrmyndir útúr hjá þeim. (Sjá hér og hér )

Svona ofbeldi hef ég ekki séð neina mótmælendur sýna fólki sem þessir sjálfskipuðu varðliðar gera hér.

PS Bætt við eftirá: Sagt er á bloggi að hér séu á ferð annarsvegar svæfinga- og gjörgæslulæknir og hinsvegar hagfræðingur hjá Seðlabankanum. - Það er nú ekki meira en svo að maður trúi því. Ég sá mennina gera hróp að fólki sem var verið að hlúa að og virtust sparka til einhverra, auk þess sem upptaka Mbl.is sýnir, - veit þó ekki hvort það hitti.

Klipp04Klipp06Klipp07Klipp02Klipp05Klipp08Klipp01

Sjá hér og hér 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Og nú reynir Bláa Höndin að hvítþvo Ólaf með því að klippa út blogg tengingar við fréttina Taldi sér ógnað, það er alveg magnað að verða vitni af svona vinnubrögðum. 

FLÓTTAMAÐURINN, 3.1.2009 kl. 01:44

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir þitt framlag Helgi í að upplýsa þjóðina um sannleikann.  Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með afbökuðum fréttaflutningi sjónvarpsstöðvanna til þessa.  Þitt framlag er dýrmætt.

Sigrún Jónsdóttir, 3.1.2009 kl. 01:49

3 identicon

Sæll Helgi

Gott að þú kemur með betri upplýsingar en S2, rúv OG ÖLL BLÖÐIN. Það veitir ekki af.

Kv.

Sveinbjörn

SveinbjornK (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 01:59

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk fyrir fréttaskýringuna.  Fréttastofum rúv og stöðvar 2 er ekki treystandi undanfarnar vikur.  Svo virðist ritskoðunin hér á moggablogginu færast í aukana dag frá degi.  Og takk fyrir allar myndirnar frá mótmælunum undanfarnar vikur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.1.2009 kl. 02:26

5 identicon

Þetta hegðun Klemenssona er vitaskuld ribbaldaleg og óásættanleg. Ekki ber að skilja þessa athugasemd sem málsvörn fyrir þá.

Hinsvegar þykir mér það undarlegt hvað þú hneykslast mikið á þessu á meðan að þér þótti kjaftshögg sem að tæknimaður Stöðvar tvö hlaut eða kinnbeinsbrot lögreglumanns hálf-afsakanleg fyrir nokkrum dögum. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 03:31

6 identicon

Hér sést hinn sanni skríll og um leið hve alger ró og stilling mótmælenda var að enginn lét eftir þessum mönnum að svara í sömu mynt þó þeir legðu sig alla fram við að kalla á högg frá mótmælendum. - Það var greinilega tilgangur þeirra að fá einhvern til að berja á móti og geta þá gert sig sjálfa að fórnarlömbum,  en enginn varð við því. - Gott á þá sjálfa.

Gunnar (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 03:32

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hans, ég fordæmi öll kjaftshögg og ver ekkert ofbeldi. - Þú getur ekki fundið þess stað að ég verji ofbeldi.

Reyndar hefur kjaftshöggið þegar breyst í að haldi af uppbrunnu blysi hafi verið hent í tæknimanninn - sem aftur segir að hann veit ekki hvað gerðist. Hann gæti allt eins hafa rekið sig í í hamaganginum.

-  Allt sem getur skaðað og hent er í fólk er þó afar ámælisvert í mínum huga og verra en kjaftshögg.

Þá geri ég mjög skýran greinarmun á hvort dauðir hlutir verða fyrir ofbeldi eða lifandi fólk. - Hvorugt er réttlætanlegt en annað er miklu alvarlegra.

Lögbrot stjórnvalda sem eiga best að þekkja lög og sýna gott fordæmi sem og óþarft lögregluofbeldi finnst mér ein versta tegund ofbeldis.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.1.2009 kl. 03:47

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Merkilegt að þú skulir réttlæta skrílslæti mótmælendanna við Hótel Borg

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.1.2009 kl. 03:53

9 Smámynd: Þór Jóhannesson

Merkilegt hvað úrtöluliðið leggur sig mikið fram við að draga úr heiðarlegum og vel unnum bloggum sem í raun mætti kalla fréttir af bestu gerð. Ekki bólar á nokkuri hlutdrægni hjá Helga en um leið og eitthvað sem satt og rétt er dregið fram sem ekki er þægilegt fyrir spillingaröflin að þá mætir úrtöluliðið með dóma um að þarna sé á ferð lygi eða réttlæting.

Helgi þú ert ein bjartasta von þeirra sem vita að fjölmiðlar þessa lands eru gegnsýrðir af spillingunni. Ekki láta svona úrtölulið draga úr þér máttinn.

Og þessi réttlæting á því að lögreglunni sé sjálfgefið að beita grófu líkamlegu ofbeldi fólki sem hefur unnið minniháttar eignaspjöll segir í raun allt um þann sem fellir slíkan dóm.

Skríllinn sást einmitt mæta á svæðið og biðja um ofbeldi en fólkið tók ekki undir og svaraði ekki í sömu mynt - það er nefnilega réttnefni á þessum bræðrum - Skríll í leit að skrílslátum.

Þór Jóhannesson, 3.1.2009 kl. 04:01

10 identicon

Ég GAT skilið það að S2 starfsmenn og eigendur eru svekktir með skemmdan búnað en var síðan búnaðurinn ekki skemmdur, maðurinn ekki kýldur og löggan ekki kinnbeinsbrotinn?Var allt ýkt?Ég sá upprifjun á mótmælum um áramótinn og tók eftir því þar að mótmælendur réðust aldrei að lögreglu en fengu oft yfir sig piparúða og gas, og síðan finnst ara ekki nógu vel tekið á ástandinu, jæja S2 áskriftin mín er við það að segja sér upp...

Hermann (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 04:14

11 identicon

Þetta er komið út fyrir allan þjófabálk.
Vinsamlegast hættið að tala um að þetta glæpahyski tali fyrir þjóðina!!!

Þjóðin velur sjálf! Þess vegna mætum við ekki á þessa glæpafundi, því við viljum alls ekki láta bendla okkur við ykkur.

Þið sem mætið á þessar samkomur talið eingöngu fyrir ykkur sjálf og enga aðra.

Íslenska þjóðin styður aldrei glæpamenn.

Virðið rétt þeirra sem ekki taka þátt í brjálæðinu.

Guðjón (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 04:19

12 identicon

Þarna eru á ferðinni bræðurnir Guðmundur Klemensson svæfinga- og gjörgæslulæknir sem er sá yngri og hinn er Ólafur Klemensson hagfræðingur Seðlabanka Íslands

- Ég ætla rétt að vona að hvorugur hafi vinnu eftir helgi því enginn maður getur lengur treyst þeim til þeirra starfa sem þeir gefa sig til að gegna og báðir hafa þarna alvarlega brotið lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.

Gunnar (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 05:30

13 identicon

Ótrúlega falleg mótmæli, en synd fyrir þá sjálfa að s2 virðist frekar vilja reyna að taka sér nokkra skildinga í formi trygginga en að reyna einu sinni að þykjast vera hlutlaus miðill eða flytja fréttir af þessari aðgerð sem í næstum alla staði heppnaðist fullkomlega.

Að sjálfsögðu er leiðinlegt að lögregla hafi notað helvítis ofbeldisúðann og hafi þannig skaðað tugi manna og kvenna, leiðinlegt að einn lögreglumaður hafi meiðst, og leiðinlegt að einn sjálfskipaður löggæsluliði s2 hafi meitt sig. Spurning hvort mögulegt sé, eins og nokkrir hafa haft getgátur um, að steininum hafi hreinlega verið kastað af e-m úr hinu liðinu, dulbúnum sem mótmælanda, því þetta var verulega úr takt við öll mótmælin, og mótmælendur sjálfa sem höfðu sýnt stillingu í hvívetna og höfðu fram að þeim punkti komist hjá því að beita menn ofbeldi, þrátt fyrir nokkuð harða framgöngu og ákveðni.

Gunnar (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 05:40

14 identicon

(Annar Gunnar; Gunnar L)

Gunnar L (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 05:42

15 identicon

frábær færsla hjá þér helgi. Gott að sjá að einhver er að gera eitthvað að viti.

Þorgrímur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 06:14

16 Smámynd: Kristján Logason

Þú stendur þig vel Helgi

Meira af svona pistlum takk

Kristján Logason, 3.1.2009 kl. 09:41

17 Smámynd: Hulla Dan

Þetta er nú ljóta bullið.
Hvað fá menn út úr því að sverta mótmælendur?
Hvernig dettur fólki í hug að ljúga upp á annað fólk og reyna með ljótum orðum að draga það niður í skítinn?
Fyrst ekkert var skemmt hjá stöð 2, hvernig er þá með lögguna sem var kinnbeinsbrotinn???
Er það líka bull og vitleysa???

Takk fyrir frábærar myndir og pistla Helgi.

Hulla Dan, 3.1.2009 kl. 10:32

18 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

búið að loka fyrir og fjarlægja aftur allar tengingar við fréttina þar sem Ólafur lýgur um að á hann hafi verið ráðist...

Birgitta Jónsdóttir, 3.1.2009 kl. 10:55

19 identicon

Er það hlutskipti opinberra starfsmanna að mega ekki tjá sig og þurfa að líða ofbeldi fólks sem þykist hafa einkarétt á lýðræðinu? Já rekum alla opinbera starfsmenn sem ekki halda kjafti eða neita að vera sammála skrílnum. Ég veit ekki hvort þetta er fasismi eða kommúnismi.

Undrandi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 11:56

20 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

"Ég fór á Stöð 2 í dag og gekk úr skugga um að þar eru engin skemmd tæki eftir gamlársdag. Hvað þá að mótmælendur hafi einhvernvegin vísvitandi  skemmt tæki fyrir milljónir króna eins og skilja mátti Sigmund Erni."

Þvílík þvæla...

Annars fór ég uppá spítala til kinnbeinsbrotna lögregluþjónsins og þegar þar var komið, var það tóm vitleysa, því hann var eingöngu með brotna tánögl.

Fjömiðlar, fjölmiðlar, fjölmiðlar .....  Að þeir skuli "ljúga" svona að okkur Helgi

Ingólfur Þór Guðmundsson, 3.1.2009 kl. 13:04

21 Smámynd: Haukurinn

Ja hérna hér.

Nú virðist sem endanlega sé loku fyrir það skotið að hægt sé að fá óvilhallan fréttaflutning frá heimalandinu. Hvar er svo Ríkisútvarpið í öllum þessum hasarfréttum? Er ekki komið mál að þeir reyni þeim mun fremur að halda uppi grundvallar gagnrýnni og óhlutdrægri fréttamennsku?

Þó svo hin ýmsu blogg séu allt í einu orðin hið eina og sanna 'orð götunnar', þá skín því miður alltof oft í gegn hlutdrægni skríbentanna.Af þeim sökum er ekki ávallt hægt að treysta að fullu leyti á þá heldur.

Hvað varðar þessi blessuðu uppþot/mótmæli á gamlársdag, þá er það nokkuð ljóst að SigmErnir og félagar á stöð 2 sáu mótmælendur sem auka krydd í annars lofandi kryddsíld. Það sem fór forgörðum hjá mótmælendum var að þeir virðast því miður hafa aukið hörku sína og hafið að beita ofbeldisaðferðum. Nú eiga eflaust margir eftir að hlaupa upp til handa og fóta yfir notkun orðsins 'ofbeldi' en það á fullan rétt á sér. Það hafa myndbönd og kyrrmyndir af vettvangi sýnt.

Sömuleiðis er hægt að gagnrýna viðbrögð lögreglu, en hafa ber í huga að lögreglumenn eru að verja öryggi einstaklinga á staðnum sem og í þessu tilviki eignir einkaaðila. Það að mótmælendur mæta á staðinn með ýmis tól og tæki til þess að minnka áhrifin af táragasi segir sitt um aðferðir og tilætlanir þeirra. Hér ber að taka fram, að ég styð mótmælin, og rétt mótmælenda til að mótmæla, en leyfi mér að mótmæla aðferðum þeirra og þeirri auknu hörku sem farið er að bera á í aðgerðum þeirra. Eins og margir hafa bent á þá elur ofbeldi af sér aukið ofbeldi.

Mér þykir sömuleiðis miður, að einhverjir hellisbúar séu farnir að taka gremju sína yfir mótmælendum út á hinni mætu norn, Evu Hauksdóttur. Samt sem áður finnst mér það sömuleiðis verr og miður þegar hún varar við borgarastyrjöld í orðum sínum við blaðamenn, sem og talar um áhugaleysi lögreglunnar yfir rannsókn á skemmdarverkunum. Hér myndi ég telja, að hún sé að kynda undir bálinu - sem hjálpar málstaðnum að engu leyti. Við erum að mótmæla ráðamönnum og (van)stjórnvöldum - ekki stofna til innbyrðis stríða milli mismunandi hópa borgara.

Þessir Klemensbræður eru vægt sagt skemmdir milli eyrnanna. Þeirra er skömmin yfir atburðunum við Hótel Borg. Eitthvað hefur maður samt grun um að ef þeir hefðu verið klæddir í svart frá toppi til táar og nær tvítugsaldrinum þá hefðu laganna verðir verið snöggir að kynna þá fyrir Svörtu Maríu...synd að þeir skyldu ekki hafa fengið smá ökutúr í lögreglubifreið og sýnisferð um nálæga lögreglustöð fyrir t.d. ólæti á almannafæri.

Haukurinn, 3.1.2009 kl. 13:09

22 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þú stendur þig vel Helgi. Það sést á mbl.is myndinni að þú ert í góðri aðstöðu til að fylgjast með framferði Klemens-klíkunnar. Það sem þú segir um Sigmund Erni er góð skilgreining. Það mun bara æsa upp rugludalla og fjölga Klemensínunum ef fjölmiðlar segja ekki satt frá. Það hefur lengi verið mikill áróður gegn allskonar mótmælum hérlendis. Ég tók þátt i sendiráðstökunni í Stokkhólmi 20. apríl 1970 og ég veit hversu rangar frásagnir fjölmiðla geta verið.

Hjálmtýr V Heiðdal, 3.1.2009 kl. 14:29

23 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég get ekki séð að Stöð 2 hafi sýnt fram á eitthvert umtalsvert tjón á tækjum fyrir utan kapalinn sem brenndur var og nægir til að stoppa útsendingu. Tjónið sem Sigmundur Ernir er að væla yfir eru aðallega tapaðar sjónvarpsauglýsingatekjur. Var kannski tilgangurinn að innheimta þær með því að ljúga þær upp í staðinn sem tækjatjón hjá tryggingarfélögum , hvað veit maður?

Sigmundur Ernir styður ríkisstjórnina og það endurspeglast í málflutningi hans. 

Haukur Nikulásson, 3.1.2009 kl. 15:00

24 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Sigmundur er framsóknarmaður, ég hélt að mönnum væri það ljóst

Ingólfur Þór Guðmundsson, 3.1.2009 kl. 15:21

25 Smámynd: Dunni

Verulega góð færsla hjá þér félagi.

Aldrei þessu vant ætla ég ekki að leggja dóm á einstkalingana sem um er fjallað. En hitt bið ég þig um.  Berðu SKÓLASTJÓRANUM" hlýjar kveðjur úr konungsríkin með góðu faðmlagi.

Kveðja

GÞÖ 

Dunni, 3.1.2009 kl. 16:07

26 identicon

Sæll Helgi Jóhann Hauksson

Gísli Berg heiti ég og er tæknimaður hjá Sagafilm.

Þetta er rangt hvað snertir skemmdir á tækjabúnaði. Það var rétt að Stöð2 varð ekki fyrir tjóni á tækjum, því Stöð2 leigði tækjabúnaðinn af Sagafilm ásamt mannskap. En einnig varð stöð2 fyrir miklu tapi þar sem uppsetning við þennan þátt er mjög kostnaðarsöm og auglýsingar sem áttu að birtast voru aldrei birtar. Einnig var búið að greiða fyrir mannskap og tækjabúnað. Ein svona útsending er mjög dýr í framleiðslu og undirbúningur er mikill.

Ég skal glaður sýna og verðmeta með þér skemmdirnar á tækjabúnaði Sagafilm, þar sem það var Sagafilm sem varð fyrir tjóni á tækjabúnaði.

p.s. Aðsjálfsögðu reyndum við að laga það sem við gátum þar sem við fórum í útsendingu 2 janúar á sama útsendingarbíl.

En tjónið er til staðar, vertu í bandi.

Gísli Berg (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 16:45

27 identicon

Gísli Berg.

Mér finnst ábyrgð stöð 2 mikil í þessu máli.  Mótmælin voru auglýst og þeir máttu vita að það gæti allt soðið uppúr.  Í stað þess að færa þáttinn á annan stað var ákveðið að hýsa þáttinn í Hótel Borg.  Réði stöð tvö einn mann til að vakta búnað sem þeir leigðu hjá Saga film?  Gerðu þeir einhverjar varúðarráðstafanir áður en þátturinn var haldinn?  

Það er alveg ljóst að mótmælendur áttu að vera "garnish" (skraut) á kryddsíldina í ár en menn gerðu hinsvegar engar varúðarráðstafanir.  Með réttu hefðu átt að vera her manna að gæta allra dyra á húsinu og tækjabíla.

Mótmælendur ætluðu aldrei að vera laughtrack fyrir þennan þrautleiðinlega þátt og kipptu honum úr sambandi.  Komu þannig fyrir ólýðræðislegt raus stjórnarmanna á gamlársdag, vegna þess að ef lýðræðisleg umræða hefði átt að fara þarna fram hefði einhver frá einhverjum mótmælasamtökum verið boðið að koma í þáttinn líka.

Menn hjá stöð 2 tóku séns á að fá klikkað góðan þátt með látum og meððí í bakgrunninum en þeir töpuðu vegna þess að þeir gerðu engar varúðarráðstafanir.  Eðlilegt þætti mér þá að bera gæfu til að tapa með reisn.

Vona að þið rukkið stöð tvö fyrir allar skemmdir sem urðu á tækjum.  Upp í topp.

Rakel (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 17:02

28 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Takk Helgi fyrir áhugaverða og að því er virðist mjög sanngjarna sýn á það sem þarna gerðist. Framganga þessara bræðra er þeim til skammar og segir meira um þá en nokkra aðra í þessum farsa öllum.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 3.1.2009 kl. 17:18

29 identicon

Viðurstyggð að horfa uppá Samsæriskenningar þeirra sem styðja glæpsamleg mótmæli.  Hefur fólk enga siðferðis og réttlætiskennd.  Staðreyndir sem öll þjóðin sá var sú að hópur innan "mótmælenda" gekk of langt, braut lög með glæpum og ofbeldi.  Þannig að þjóð blöskrar.  Fjölmiðlar hafa birt sanngjarnar og hlutlausar fréttir vegna þessa.  Mér finnst á öllu að fullorðið fólk hér á moggabloggi vilji meira ofbeldi og þessu linnir ekki fyrr en eitthvað stórslys gerist.  Hvað segir fólk ef t.d lögreglumaður fær í sig hnullung og lætur lífið?  Þá efast ég um að háttvirtir moggabloggarar sem réttlæta ofbeldi og glæpi mæri slíkt.

Heiðvirt fólk þorir ekki í mótmælin, af ótta við að dragast inn í þessi skrílslæti.  Það er staðreynd.  Hættum að réttlæta ofbeldi í þágu málstaðar, þrýstum ofbeldishneygðum öfgamönnum í burt. 

Það eru allir sammála um ástandið, ég vil að menn segji af sér en heimta að við Íslendingar sýnum landi okkar og lýðræði þá virðingu að haga okkur sem siðmenntað fólk. 

Baldur (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 17:23

30 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er til lið sem telur að hleypa hefði átt innrásarliðinu inn í salinn þar sem kryddsíldin var. Þar hefði þetta lið eflaust lumbrað á Ingibjörgu Sólrúnu, enda höfum við Ingibjörg verið sammála um að svona framganga er engum góðum málstað til framdráttar. Að brjótast inn í húsnæði grímuklæddir með ofbeldi og skemmdarverk ætti ekki að vera neitt sem menn verja. Það er athyglisvert að Helgi Jóhann Hauksson og Ingibjörg Hinriksdóttir skuli verja svona aðgerðir, ég ætla frekar að vera áfram sammála Ingibjörgu Sólrúnu í þessu máli. Ingibjörg ætti að koma afstöðu sínni á framfæri til flokksforystunnar.

Sigurður Þorsteinsson, 3.1.2009 kl. 17:32

31 identicon

Sæl Rakel

Þeir sem sáu um þáttinn voru í sambandi við lögregluna um leið og þeir höfðu veður af þessum mótmælum.

Í 18 ár hefur Kryddsíldin verið haldin þarna á Hótel Borg, við sama borðið.

Lögreglan taldi ekki meiri ógn af mótmælendum en svo að þeir vildu ekki vera með her manna fyrir framan Borgina því að þá myndi það aðeins skvetta bensíni á mótmælin.

Lögreglan vildi að mótmælendur fengju að halda sínum rétti að mótmæla óhindrað.

Því lögreglan hefur líka skyldur að leyfa fólki að nýta rétt sinn í að mótmæla.

Það var gengið að þessum rökum lögreglu, enda vita þeir hvað þeir eru að gera.

Þó sagði lögreglan að lögreglu lið væri nálægt ef eitthvað myndi gerast.

Ákveðið var að færa borðið fræga inn í Gylltasalinn á Hótel Borg, að sjálfsögðu útaf því að ráðamenn þjóðarinnar væru einum glugga frá mótmælendum.

Vona að þetta svari fyrirspurn þinni

mbk

GB

Endilega lesið lýsingu Eyþórs á ástandinu, bæði fróðlegt og skemmtilegt

http://eythora.blog.is/blog/eythora/

Gísli Berg (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 17:50

32 identicon

Vtitið það að þið fáið EKKERT og ég meina ekert út úr því að mótmæla. Og þetat voru skemkarverk. Ein svona Camera eins og þeir eru með kostar 350.000 - 600.000 kr þanig að þetta voru skemkarverk einnig kaplarnir sem voru skemdir. Íslenska Þjóðin ætti bara að skammast sín fyrir þetta allt.

Danni (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 17:54

33 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Helgi hér er lýsing frá starfsmanni i upptökuliðinu á Kryddsíld.

Því þegar laginu var að ljúka var kippt fast í einn kapalinn, myndavélakapalinn. Og það var tekið fast. Þetta var ekki kálfur, þetta var líkara dráttarklár. Og maður kastaði sér á kapalinn. Og það komu fleiri. En það tók fljótt af. Myndavél 3 hvarf úr loftinu. Maður fann að þetta fór að styttast. Titanic var farið að hallast. Og hrópin héldu áfram úti og inni og í samskiptakerfi kafbátsins Farsæls og gylltu síldarskútunnar Titanic. Maður heyrði: Vél 1 farin! Vél 4 farin! Vél 5 farin! Ég á bara eina vél! Svo var þögn í heyrnartólinu. Þá vissi maður að þetta var búið. Tilraun til Kryddsíldar 2008 var lokið. Sjónpípurnar voru brunnar. Hljóðtaugin var brunnin. Farsæll RE 309 kafaði í djúpið."

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 3.1.2009 kl. 17:55

34 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég segi það hér einu sinni enn að það hefur komið mér miklu meira á óvart að sjá hve agaðir þessir mótmælendur eru í heild sinni og meðvitsaðir um skýrar línur. Ég er í engum vafa um það að ef lögregla hefði haft til þess minnsta vilja hefði þessum mótmælum lokið eins og við Seðlabankann að fólkið hefði farið sjálft suttu seinna.

Afar ámælisvert frávik einstklings er að kasta steini inní hóp og stórhættulegt fyri alla, en við skoðun myndbands visir.is virðist sem það gerist rétt eftir að lögregla hafði gert seinni gasárásina (sú fyrri var á sitjandi fólk inni þessvegna sjást svo margir skríða út) úti á fólk með hendur yfir höfuð á hægri leið fram sundið efntir því sem þröngin leyfði.

Ég vildi að lögreglan hefði sínar línur jafn mikið á hreinu og mótmælendur. 

Lögreglan hefur oft staðið sig vel sérstaklega ef Geir Jón hefur verið til staðar en ég veit eftir samtal við hann að hann hefur sínar línur á hreinu t.d. að lögreglna valdi ekki meiri hættu á lífi og limum fólk til að verja hluti.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.1.2009 kl. 17:58

35 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll Sigurjón, ég las þessa frábærlega vel skrifuðu frásögn Eyþórs upptökustjóra strax snemma í morgun eftir að hún kom upp. Hún staðfestir allt sem ég veit bæði um þau svör sem ég hef fengið hjá Stöð2 - og að það eru engir kaplar varnlega fastir við myndvélar/upptökuvélar hvorki hljóðkpalar eða aðrir,  heldur settir í samband og detta úr sambandi ef einhver gengur um snúruna svo ekki sé talað um ef einhver kippir í snúruna - og þá hverfur vélin úr loftinu þ.e. úr útsendingu.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.1.2009 kl. 18:05

36 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

,,Sannleikurinn skiptir gríðlega miklu máli við núverandi aðstæður - og fjölmiðlum verður að vera treystandi ". Skrifar stjórnmálafræðingurinn og kennarinn Helgi Jóhann Hauksson og hann segir þá Sigmundar Ernis og  Ara Edvald fara með ósannindi.

Síðar dásamar Helgi,  Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur en þau tvö hafa það sammerkt að fara afar frjálslega með staðreyndir ef það hentar þeim og þeirra pólitíska ofstæki. Nú hefur komið í ljós, að tæki og áhöld voru skemmd. Helgi Jóhann Hauksson hefur reynst ósannindamaður.

Nú kemur í ljós hvort hann hefur manndóm til þess að biðjast afsökunar, eða liggja undir því að vera lygamörður.

Sigurður Þorsteinsson, 3.1.2009 kl. 20:10

37 Smámynd: Geimveran

Hvers vegna var ekki sagt í upphafi skemmdu tækin væru í eigu Sagafilm?

Fær almenningur þá núna að sjá lista yfir hvaða tæki voru skemmd, hvernir það kom til að þau skemmdust, myndir af þeim og verðmat á skemmdunum?

Geimveran, 3.1.2009 kl. 20:23

38 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Takk fyrir þessa færslu Helgi. Það er alltaf gott að heyra söguna frá öðrum en þeim sem eiga hlut að máli. Þó svo að Sigmundur Ernir hafi lofað á Borgarafundi á Nasa að færa réttar fréttir af því sem gerðist, þá má ekki gleyma því að þetta er hans lifibrauð. Þannig að hann verður eins og Reynir Traustason að hlíða sínum yfirmönnum.

Það dragast fleirri og fleirri inn í hópinn sem erfitt er að treysta, því allir eru vinir, ættingar, flokksbræður eða á launum hjá "þessu fólki". Þetta er að verða mjög ógnandi staða.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 3.1.2009 kl. 21:08

39 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sigurður ég hef ekkert sagt nema satt og ekkert sem ég hef sagt hefur heldur reynst rangt. - Kvótaðu orðrétt í það sem þú telur mig hafa farið rangt með og þá getum við betur rætt það.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.1.2009 kl. 22:13

40 Smámynd: hilmar  jónsson

Já stöð 2 kann að skreyta það.

hilmar jónsson, 3.1.2009 kl. 22:29

41 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég hef nú fengið all glögga greinagerð um að umtalsvert verðmæti hafi legið í þeim köplum sem fóru í sundur sem er tjón SagaFilm og ber að harma.

-

Það stendur eftir sem áður að mótmælendur skemmdu ekki upptökutæki og hljóðkerfi eins og Sigmundur Ernir staðhæfði og þeir fóru ekki um sem skemmdarvargar en gegnu að því yfirlýsta markmiði sínu að stöðva eða trufla þáttinn (og með þessu er ég ekki að lýsa mig sammála því markmiði).

Getur einhver upplýst okkur um hvenær var kveikt í köplunum, á myndum  RÚV sést að það er úti og er sem það sé utan við vettvang átakanna og eftir mestu átökin þ.e. eftir að lögreglan réðst í tvígang að fólkinu með óvæginni og óþarfri piparúðaárás.

- Er hér einhver sem veit þetta?

Helgi Jóhann Hauksson, 3.1.2009 kl. 22:53

42 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Picture 16

Helgi Jóhann Hauksson, 3.1.2009 kl. 22:58

43 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta blogg er alveg fyrirtaks heimild ekki síst vegna myndanna þinna Helgi. Þakka þér kærlega fyrir fróðlega pistla og allar myndirnar.

Sigurður Þórðarson, 3.1.2009 kl. 23:56

44 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir þetta

Hólmdís Hjartardóttir, 4.1.2009 kl. 01:21

45 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sigurður Þorsteinsson, þú verður að fara að læra að lesa. Hvernig finnur þú út að ég sé að réttlæta innrásina og ofbeldið á Borginni þegar ég segi:

Takk Helgi fyrir áhugaverða og að því er virðist mjög sanngjarna sýn á það sem þarna gerðist. Framganga þessara bræðra er þeim til skammar og segir meira um þá en nokkra aðra í þessum farsa öllum.  

Að sama skapi gæti ég talið að þú værir bara sáttur við þessa sérlega ósmekklegu framkomu bræðranna.  Nei, ég þekki þig Siggi og veit að svo slæmur ert þú ekki, þó þú virðist vera illa læs. 

Ingibjörg Hinriksdóttir, 4.1.2009 kl. 10:21

46 identicon

Sæll Helgi, þu segir

 "Það stendur eftir sem áður að mótmælendur skemmdu ekki upptökutæki og hljóðkerfi eins og Sigmundur Ernir staðhæfði".

Þetta staðhæfði hann i beinni utsendingu ekki satt?
Gripum nu niður i lysingu Eyþors.

"Maður heyrði: Vél 1 farin! Vél 4 farin! Vél 5 farin! Ég á bara eina vél! Svo var þögn í heyrnartólinu"

Er virkilega skritið að Sigmundur hafi sagt i miðjum hamagangnum að myndavelar hefðu verið skemmdar? Þo svo að i ljos þegar reykurinn settist hafi komið að það voru kaplarnir sem voru skemmdir?

p.s. finnst þessi mynd af brennandi köplum sagafilm ekki vera aktivistum til framdrattar, en það er vissulega bara min skoðun.

Þorður Ingi (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 19:19

47 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Jafn reyndur og Sigmundur á að heita þá ætti hann að spyrja hvað orð sem hann ekki skilur merki, hvert tjónið raunveruleg er og hafi hann samt misskilið ætti Stöð 2 og hann sjálfur að leiðrétta orð hans opinberlega og segja satt - þegar rykið sest. - En í þess stað kom Ari Edvald forstjóri Stöðvar 2 daginn eftir fyrir hönd Stöðvar 2, vitandi fyrir víst að rangt var farið með og og kallaði mótmælendur „ótýnda vopnaða glæpamenn“ og skemmdarvarg og heimtaði enn harðara lögregluofbeldi.

- Það má áfellast bæði Stöð 2 og lögreglu fyrir að engin lögregla var til staðar í anddyrinu og mætti mótmælendum þegar þeir komu inn heldur hafi tæknimönnum og kokkum verið sigað á mótmælendur, - þó á ég myndir af fjölda lögreglumótorhjóla og lögreglubíl utan við Borgina áður en fólk fór yfir hliðið, þ.e. lögreglan var til staðar og horfði á fólkið klifra yfir girðinguna en hafði engin afskipti af og lét ekki sjá sig fyrr en nokkru seinna - hvers vegna.

- EN Stöð 2 kýs að snúa því uppí ákalla um meira lögreglu-ofbeldi í stað meira lögreglu-vits.

Það er nú öll leiðrétting Stöðvar2 á ósannindum sínum og Sigmundar Ernis frá deginum áður.

Helgi Jóhann Hauksson, 4.1.2009 kl. 20:19

48 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ekki aðeins að Sigmundur Ernir staðhæfði það í beinni útsendingu heldur hér er það staðhæft líka á visir.is rétt í þann mund að allt var yfirstaðið.Milljóna tjón á tækjabúnaði Y

Helgi Jóhann Hauksson, 4.1.2009 kl. 20:36

49 identicon

Held að Sigmundur skilji orðin "Vél 1 farin! Vél 4 farin!" mætavel. Þess vegna taldi eg og tel þessar staðhæfingar hans i beinni utsendingu vel skiljanlegar. Það er i raun ekki hægt að skilja þessi orð öðruvisi en hann gerði.

Frettin sem þu visar i er einnig birt i miðjum hita leiksins, se að hun er birt kl 14:48

Það sem eg er i raun að segja að eg se ekki að Sigmundur hafi visvitandi logið eins og þu ert að gefa i skyn.

Þu gerir athugasemd við orðalag Ara þar sem hann kallar motmælendur otynda vopnaða glæpamenn. Vissulega fast að orði kveðið og eg hefði ekki orðað þetta svona sjalfur, en.... "vopnaða" Motmælendur saust með hnifa, hvort sem þeir voru notaðir a glugga eða ekki, þeir mættu með kuta. "Glæpamenn" Sumir þeirra sem þarna voru að motmæla brutu lög, þannig að þo hann hafi verið orðhvass er hann ekki að ljuga þessu. Trui þvi ekki að þu takir þetta nærri þer, ert nu sjalfur ansi orðhvatur oft a tiðum.

Og að endingu svo að eg fai ekki romsuna yfir mig. Eg er ekki að rettlæta þrasetu raðamanna eða gjörðir þeirra siðustu ar. Eg kaus hvorugan rikisstjornarflokkinn i siðustu alþingiskosningum og það eru mörg ar siðan eg sagði upp askrift af stöð tvö.

M.b.k.

Þorður Ingi (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 21:01

50 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þórður, Þú segir „hnífa“ í fleirtölu en ert að tala um þegar einn maður fjarri átakasvæðinu opnaði glugga út að Austurvelli með einum stuttum vasahnífi til að koma eggjum innum gluggann.

Eftir að hafa áður kennt unglingum og menntskólakrökkum í 20 ár þá veit ég það fyrir víst að 2-3 í hverjum bekk bera jafnan á sér vasahníf og a.m.k. jafn margir bera eldspítur, - án þess þó að ætla sér neitt illt, - og við köllum ekki nemendahópinn „ótýnda glæpamenn“ og „skemmdarvarga“ og heimtum meira lögregluofbeldi - þó við sjáum einn hníf notaðan á dauðan hlut, eða krefjumst að að lögregla sýni öllum hópnum meira ofbeldi en að úða bara á þau piparúða sitjandi og standandi með hendur í loft, - en það var það sem Ari Edvald gerði þegar hann vissi að 365 hafði logið uppá mótmælendur.

- Það er mjög auðvelt að ofálykta og hrópa hátt og gera eina fjöður að 12 hænum, en til að leysa mál er ekkert gagn nema af raunsæi og sannleikanum.

PS allir í sjónvarpi vita hvað það merkri að „vél 2 sé farin út“ - og það merkir ekki að hún sé komin í small heldur einmitt tenging við hana hafi rofnað.

Helgi Jóhann Hauksson, 4.1.2009 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband