Að mínu mati hefur VG unnið konur með því í senn að vera með skýra kvennáherslu, eins og þó konur vissu fyrir að Ingibjörgu Sólrúnu stæði skýrt fyrir í Samfylkingunni, en jafnframt með mjög skýran stuðning við hverksyns velferðarmál og við velferðarkerfið sem slíkt, en þrátt fyrir allt brenna þau mál enn hvað heitast á konum. Þær starfa innan þess og það lendir á þeim líka heima að annast fjölskyldumeðlimi sína, eldri og yngri þegar þeir þurfa mest á því að halda.
Að undanskilinni Ástu Ragnheiði hefur Samfylkingin í fjölmiðlum gleymt velferðarkerfinu og slegið í og úr hvort hún sé ekki bara tilbúin að setja það á markað eins og annað.
- Jafnvel eins og eldri femínistarnir í Samfylkingunni hafi hálfgerað skömm á að tala um velferðakerfið svo konur verði ekki sérstaklega spyrtar við áhuga á velferðakerfinu. - Því miður leiðir það hinsvegar til að ef jafntefli er í áherslum á réttindi kvenna til starfa og stöðu þá hefur VG skýra stöðu í velferðarkerfismálum framyfir sem skiptir konur gríðalega miklu. Hjá Samfylkingunni virkar Ásta Ragnheiður ein og yfirgefin í þeim málaflokki.
Samfylkingin ætti nú linnulaust að minna á að hún er erfingi höfundaréttar velferðakerfisins og best til þess fallin að endurreisa það, með áherslu á ríka samábyrgð okkar allra hvert á öðru.
Oft er sagt að Íslendingar séu flestir jafnaðarmenn inn við beinið, ef Samfylkingin ætlar að nýta sér það verður hún að minna sífellt á að hún stendur fyrir þau gildi. - Það hefur hún ekki gert og því kjósa konur frekar kvennaáherslur og velferðaráherslur í einum pakka (VG) en bara kvennaáherslur (S).
Evrópumálin geta ekki skýrt þetta því í nýlegri könnun voru konur líklegri til að styðja ESB en karlar. - Og konur hafa berlega engan sérstakan áhuga á að kona verði forsætisráðherra frekar en karl ef málefni velferðakerfisns fylgja ekki með og styrkur persónunnar til að framfylgja þeim.
Gjörbreyting á fylgi á milli Samfylkingar og VG á meðal kvenna" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 9. mars 2007 (breytt kl. 22:40) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.