Ef það er rétt að reglur ESB geri Eimskip ómögulegt að skrá skip sín með heimahöfn á Íslandi, hvernig stendur þá á því að danska skipafélagið Mearsk sem á stærstu gámaskip veraldar (raunverulega) og er mögulega stærsta skipafélag heims, siglir flestum sínum skipum undir danska fánanum, sumum undir fána Hollands/Rotterdam og nær öllum undir ESB-fánum. Danska fánann má sjá yfir skipinu og danska heimahöfn, sem í þessu tilviki er Rønne, má lesa á skut þessa skips ef smellt er á hana og hún stækkuð?
http://kelvindavies.co.uk/kelvin/data/media/33/Arthurm6.jpg
http://kelvindavies.co.uk/kelvin/data/media/33/Arthurm6.jpg
Vilja skrá skipin á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Þriðjudagur, 19. ágúst 2014 (breytt 20.8.2014 kl. 09:37) | Facebook
Athugasemdir
Sum skipafélög sjá sóma sinn í því að greiða skatta, laun samkvæmt kjarasamningum heimalands, vinnuverndar og öryggiskrofum. Önnur kjósa að sleppa sköttum (telja gagnið sem þau gera vera nægt endurgjald), greiða lágmarkslaun alþjóðasamtakanna og sjá ekki ástæðu til að vera með vinnuaðstæður eitthvað betri en þær sem þriðjaheims samkeppnisaðilarnir bjóða sínum þrælum. Það er þeirra val. Okkar val er hvora við viljum hafa siglandi undir Íslenskum fána.
Ufsi (IP-tala skráð) 19.8.2014 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.