Augnablikið er liðið hjá

Þau eiga allt gott skilið Ómar Ragnarsson og Margrét Sverrisdóttir og vissulega vona ég að meira af Ómari búi í þjóðarsálinni framvegis en hingað til, en hætt þykir mér við að augnablikið þeirra sé liðið hjá. Það hafi glatast þegar Ómar beitti sér sérstaklega fyrir því að Framtíðarlandið biði ekki fram til Alþingis. Eitthvað sloknaði þá og glóðin hefur verið að kulna síðan. Ómar sýndi þá að þó hann hafi stórt hjarta hefur hann ekki pólitíkst nef. Með því að beita sér gegn framboði Framtíðarlandsins hjó hann til þeirra sem heitast hefðu stutt hann - þeirra einstaklinga sem vildu ákafastir nýjan grænan flokk og höfðu lagt líf og sál í undirbúning framboðs. Ef hann hefði bara leyft félagsmönnum að hafna framboði án sinnar íhlutunar hefði þetta fólk allt flætt heilum hug beint til hans og barist af öllum kröftum fyrir framboð hans. Nú er ekki heilt milli hans og þeirra, sama hvað báðir vildu að svo væri þá sitja tilfinningar eftir. Mómentið leið hjá það kvöld, og eldurinn slöknaði. Með snjöllum pr-mönnum og/eða miklum peningum mætti mögulega blása lífi í glóðina en ég tel líklegast að hvorttveggja skorti, sérstaklega eftir að ljóst má vera að þó Ómar hafi stórt harta skortir hann pólitískt nef.


mbl.is Íslandsflokkurinn vinnuheiti á áformuðu þingframboði Margrétar Sverrisdóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Jahá þetta er áhugavert og örugglega rétt.

Tómas Þóroddsson, 10.3.2007 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband