Enn engin batamerki eftir samfellt ferli niðurávið í yfir ár

Samfylkingin hefur svo augljóslega verið að fara rangt að um all langa hríð að mann verkjar við tilhugsunina. Þeir sem ráða þar málum verða að hætta leita sökudólga hjá þeim sem reyna að ráða þeim heilt þ.e. flokksmönnum sem gagnrýna aðfarir þeirra. Þess í stað verða viðkomandi að fara að líta í eigin barm og bókstaflega að sækjast eftir því að hlusta á þá sem gagnrýndu þá og hafa mikla þekkingu og reynslu, það að þora að hlusta á andmælendur er grundvöllur samræðna og var ekki einhver sem talaði um samræðustjórnmál?. - Bara ef þetta fólk hefði viljað hlusta - viljað vita - viljað þiggja ráð af þekkingu, rannsóknum og reynslu. - Öllu glutrað niður og svo reynt að kenna öllum öðrum um. Ég trúi reyndar ekki enn að Samfylkingin fari í kosningunum sjálfum undir 25%, fremur en ég trú ekki enn að Framsókn fari undir 15%. Liggur við að segja að hin pólitísku ,,náttúrulögmál" ættu að gera það útilokað.
mbl.is Samfylkingin með 19,2% fylgi samkvæmt könnun Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband