Meiri sveiflur hjá Fréttablaðinu en Gallup

Ef litið er á þróunina sl. ár sést þrátt fyrir töluverðar sveiflur í fygi Samfylkingarinnar hjá Fréttablaðinu að fylgistapið hjá Samfylkingunni hefur staðið í meira en ár. Hjá Gallup sem vinnur sínar kannanir að jafnaði yfir lengra tímabil en einn dag eða eina helgi, sést þetta samfellda ferli miklu betur. Þar kemur fram nær bein lína hallandi niður og sýnir yfir 10% tap á einu ári, en þó með mjúkum bugðum.

Af báðum má þó vera ljóst á móti að mikið fylgi þarna úti er veikt fyrir Samfylkingunni og meldar sig auðveldlega með henni ef það finnur gott tilefni til þess.

Í sögu sinni og sem afurð af liðnu starfi t.d. við stefnumótun, á Samfylkingin í fórum sínum miklu meira en öll þau vopn sem til þarf, það er hinsvegar foringjanna að ákveða heildar strategíu og hvaða vopnum verður beitt úr vopnabúrum Samfylkingarinnar yfir lengri tíma. Við þær ákvarðanir hefur ríkt ráðleysi og jafnvel skilningsleysi á hve öflug pólitísk sóknarvopn leynast í hinu mikla vopnabúri Samfylkingarinnar og að æðstu starfsmenn og foringjar þurfi að að þekkja til þeirra. - Vandinn er ekki skortur á björgum og úrræðum því þau eru öll til í vopnabúrum Samfylkingarinnar heldur skortur á yfirsýn yfir þær og ákvaðranir um alvöru heildar strategíu í samræmi við að flokkurinn sé flokkur jafnarðmanna á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband