Ég er ekki í nokkrum vafa um að fólk svarar þessari spurningu eftir anda hugmyndarinnar þ.e. að þjóðin eigi að teljast eigandi miðanna og alls sem á þeim og í þeim er. - Skipta þá engu máli fáránlegir lagaútúrnsúngar hagsmunagæslulögfræðinganna sem reyna að segja þjóðinni að þjóðin geti ekki verið eigandi neins vegna þess að hún sé síbreytileg. Þá gæti heldur ekki neinn opinn félgasskapur verið eigandi neins -en er það samt.
Tveir þriðju landsmanna segjast hlynntir stjórnarskrárbreytingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Mánudagur, 12. mars 2007 (breytt kl. 07:32) | Facebook
Athugasemdir
Það má ver ljóst hvað þjóðin á við þegar hún telur sig eiganda einhvers þ.e. a eitthvað sé þjóðareign. - Það er auðvitað á hendi ríkisns að fara með þjóðareingir en við ljáum því upphafnara og heilagra form sem við köllum þjóðareing en ,,bara" ríkseign.
Fljótið er alltaf til stðar og beislanlegt þó það sé ekki eitt augnablik það sama, Þjóðin í okkar huga erum við sem á hverjum tíma myndum þjóðfélagið, fiskurinn á miðunum okkar er okkar þó svo það sé breytilegt hvaða einstaklingar í hópi fiska eru innan eða utan landhelgismarka. Voru menn ekki í vetur að gera vatnið að einkaeign samt er vatnið aldrei kjurt heldur streymir til sjávar og gufar upp úr pollum. - Þetta er aðeins óljóst þegar það hentar miklum einkaeingarhagsmunum en þegar hið gagnstæða hentar þeim er það sem er síbreytilegt ekki neitt vandamál.
Helgi Jóhann Hauksson, 12.3.2007 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.