Auðvitað er þetta ekki nýtt mál en það er nýtt að loksins virðast Framsóknarmenn hafa dregið fram kosningastefnuskrá sína frá því fyrir fjórum árum og sjá sitt óvænna að þurfa nú í skyndi að efna eitt og annað sem þeir lofuðu þá. - Það er gott svo langt sem það nær.
Þetta er ágæt skilgreining sem höfð er eftir Jóni með þessum hætti í fréttinni sbr.:
"Þá sagði Jón, að hugtakið og raunveruleikinn þjóðareign fæli það í sér, að eignartilkalli eða yfirráðatilburðum einkaaðila, hvort sem um væri að ræða einkaaðila, lögaðila, samtaka, stórfyrirtækja eða gróðaaðila, væri hafnað og hrundið í eitt skipti fyrir öll. Þessi höfnun skipti mjög miklu máli og það öryggi, sem stjórnarskráin veitti. Hér er því ekki um neinskonar réttaróvissu að ræða," sagði Jón"
Segir frumvarp um auðlindaákvæði eiga áralangan aðdraganda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Mánudagur, 12. mars 2007 (breytt kl. 20:22) | Facebook
Athugasemdir
Jamms ... vandinn er bara sá að ef þetta mál kemur einhvern tíma fyrir Hæstarétt er næsta víst að niðurstaða hans verður sú, að hugtakið þjóðareign merki ekki neitt - lagaleg forsenda eignarréttar er nefnilega sú, að einungis einstaklingar eða lögaðilar geti átt eignir. Þetta er því ekkert annað en léleg leið til að plata kjósendur - því miður!
Þorsteinn Siglaugsson, 12.3.2007 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.