"Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs (VG), sagði ... í alþingiskosningum í vor verði kosið um hvers konar samfélag menn vilji, norrænt velferðarsamfélag eða ekki."
Ég er satt að segja svolítið áttavilltur yfir þessum orðum Steingríms. Það er nú ekki svo ýkja langt síðan kratarnir voru að sögn allaballa og fyrri eðalkomma ekki í húsum hafandi, stéttasvikarar og verri en íhaldið fyrir að berjast fyrir norræna módelinu. Er ekki kominn tími til að hann biðji kratana afsökunar á fyrri stóryrðum sínum í þeirra garð? - Varla stofnaði Steingrímur sér flokk til að hafa norræna módelið að sínu helsta leiðarljósi nákvæmlega eins og áður kratarnir og nú Samfylkingin?
Steingrímur J: Kyrrstaða verði rofin í jafnréttismálum og RÚV endurheimt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Miðvikudagur, 14. mars 2007 (breytt 15.3.2007 kl. 01:17) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.