Lánshæfismat ríkissjóðs undirstaða bankanna

Mörgum virðist hafa komið á óvart hve skýrt lánshæfismat einkavæddu bankanna er tengt lænshæfismati ríkissjóðs. Nú má reikna með að matið á bönkunum sigi aftur, því ein megin forsendan fyrir góðu mati þeirra er að ríkissjóður muni hlaupa undir bagga ef illa fer hjá bönkunum. Í raun voru þau tengsl mestu duldu verðmæti bakanna og forsendan fyrir útrás þeirra.

Þeir sem keyptu bankana voru ekki síst að kaupa lánshæfismatið, til að geta tekið mikil lán til að skapa mikil umsvif. Þjóðin fékk þó ekki greitt fyrir það en gæti þurft sjálf að greiða fyrir það síðar. Allt hangir þetta saman þannig að ef lánshæfismat ríkisjóðs versnar mikið versna lánakjör sem bankarnir byggja umsvif sín á og endurfjármögnun verður erfiðari, og ef í útlöndum er talið að ríkið íslenska verði að taka mikla áhættu a sig vegna bankanna skerðir það aftur lánshæfismat ríkissjóðs sem aftur skerðir lánshæfismat bankanna og ....


mbl.is Segja lækkun Fitch á lánshæfismati ríkissjóðs ekki koma á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Lánsfhæfismatað á bönkunum grundvallast samkvæmt uppgefnum forsenum matsfyrirtækjanna m.a. á þeirri forsndu að ríkið muni hlaupa undir bagga og því auk annarra þátta einnig litið til lánshæfismats ríkissjóðs. Sama forsenda hvað þetta varðar er lögð til grundvallar öllum bönkum í Norður-Evrópu og það myndi því ekki breytast ef þeir nú færu úr landi enda hafa þeir frá einkavæðingu tekið gíkantísk lán til útrásar.

Það er einnig ein aðal forsenda fyrir andmælum annarra banka á há lánshæfismati ísl bankanna að þegar þeir séu orðnir jafn stórir og ísl ríkið sem auk þess sé efnahagsllega óstöðugt sé ekki lengur hægt að gera ráð fyrir að það hlaupi undir bagga hjá bönkunum. Ef þau andmæli ná eyrum matsfyrirtækjanna gætu bankarnir þurft að flytja annað til að virkja aftur þessa forsendu fyrir fyrsta flokks lánshafismati.

Helgi Jóhann Hauksson, 15.3.2007 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband